Bíða viðbragða ríkisstjórnarinnar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. janúar 2024 18:55 Inga Sæland formaður Flokks fólksins ætlar að leggja fram tillögu um vantraust á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra þegar þing kemur saman á ný 22. janúar næstkomandi. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstaðan er ekki samstíga um hvort leggja eigi fram vantrausttillögu á matvælaráðherra þegar Alþingi kemur saman á ný. Sumir eru á því á meðan aðrir telja þetta vandamál ríkisstjórnar. Umboðsmaður Alþingis birti fyrir helgina álit sitt vegna reglugerðar sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti síðastliðið sumar um frestun hvalveiða. Umboðsmaður telur að hún hafi ekki gætt meðalhófs í málinu. Svandís hefur sagt að hún taki niðurstöðuna alvarlega en að hún sé ekki tilefni fyrir hana til að segja af sér. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði hádegisfréttum okkar í dag að hún hyggist leggja fram tillögu um vantraust á ráðherrann þegar Alþingi kemur aftur saman 22. janúar. Hún hafi rætt málið við formenn annarra stjórnarandstöðuflokka og vonast til að þeir standi saman að þessu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir Pírata ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort þeir séu tilbúnir að styðja vantrauststillögu á ráðherrann. „Píratar eru almennt séð sammála að það eigi að banna hvalveiðar þá skiptir máli að gera það rétt og það er það sem að álit umboðsmanns snýst um og við tökum þannig álit alvarlega.“ Aðspurður um hvort þeir upplifi vantraust í garð ráðherrans segir Björn: „Frá Sjálfstæðisflokknum tvímælalaust þá er þetta bara ríkisstjórnarvandamál þegar allt kemur til alls.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins íhugar að taka þátt í að leggja fram tillögu um vantraust á ráðherrann. Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að málið hefði ekki komið til tals í sínum þingflokki. Lykilatriði sé að ráðherra geri þinginu grein fyrir sinni stöðu. Þá segir Hanna Katrín Friðriksdóttir þingflokksformaður Viðreisnar ekki tímabært að ræða vantraust á ráðherrann. „Að okkar mati er það ekki tímabært. Við viljum sjá hvernig ríkisstjórnin ætlar að leysa úr þessu máli. Hvort hún hefur einhver svör.“ Forsætisráðherra hefur sagt að hún telji ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álitsins. Ekki hefur náðst í formann Sjálfstæðisflokks vegna málsins og þá hafði formaður Framsóknar ekki tök á að veita fréttastofu viðtal í dag vegna málsins. „Við munum taka til okkar ráða eins og við getum ef það kemur í ljós að þau eru úrræðalaus, að þau ráða ekki við þetta verkefni, þá til kasta þingsins en eins og er núna þá er boltinn hjá ríkisstjórninni.“ Alþingi Umboðsmaður Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Píratar Hvalveiðar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis birti fyrir helgina álit sitt vegna reglugerðar sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti síðastliðið sumar um frestun hvalveiða. Umboðsmaður telur að hún hafi ekki gætt meðalhófs í málinu. Svandís hefur sagt að hún taki niðurstöðuna alvarlega en að hún sé ekki tilefni fyrir hana til að segja af sér. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði hádegisfréttum okkar í dag að hún hyggist leggja fram tillögu um vantraust á ráðherrann þegar Alþingi kemur aftur saman 22. janúar. Hún hafi rætt málið við formenn annarra stjórnarandstöðuflokka og vonast til að þeir standi saman að þessu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir Pírata ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort þeir séu tilbúnir að styðja vantrauststillögu á ráðherrann. „Píratar eru almennt séð sammála að það eigi að banna hvalveiðar þá skiptir máli að gera það rétt og það er það sem að álit umboðsmanns snýst um og við tökum þannig álit alvarlega.“ Aðspurður um hvort þeir upplifi vantraust í garð ráðherrans segir Björn: „Frá Sjálfstæðisflokknum tvímælalaust þá er þetta bara ríkisstjórnarvandamál þegar allt kemur til alls.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins íhugar að taka þátt í að leggja fram tillögu um vantraust á ráðherrann. Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að málið hefði ekki komið til tals í sínum þingflokki. Lykilatriði sé að ráðherra geri þinginu grein fyrir sinni stöðu. Þá segir Hanna Katrín Friðriksdóttir þingflokksformaður Viðreisnar ekki tímabært að ræða vantraust á ráðherrann. „Að okkar mati er það ekki tímabært. Við viljum sjá hvernig ríkisstjórnin ætlar að leysa úr þessu máli. Hvort hún hefur einhver svör.“ Forsætisráðherra hefur sagt að hún telji ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álitsins. Ekki hefur náðst í formann Sjálfstæðisflokks vegna málsins og þá hafði formaður Framsóknar ekki tök á að veita fréttastofu viðtal í dag vegna málsins. „Við munum taka til okkar ráða eins og við getum ef það kemur í ljós að þau eru úrræðalaus, að þau ráða ekki við þetta verkefni, þá til kasta þingsins en eins og er núna þá er boltinn hjá ríkisstjórninni.“
Alþingi Umboðsmaður Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Píratar Hvalveiðar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira