Minnast Ibrahims á Shalimar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2024 07:00 Fjölskylda Ibrahims ætlar að halda minningu hans á lofti um ókomna tíð. Ibrahim Shah Uz-Zaman, drengurinn sem lést í hræðilegu slysi á Ásvöllum þann 30. október síðastliðinn, hefði orðið níu ára í dag. Af því tilefni verða uppáhaldsréttir hans á Shalimar í Austurstræti á afmælistilboði. Á minningarsíðu Ibrahims á Facebook er greint frá tilboðinu og fólk hvatt til að minnast Ibrahims með fjölskyldu hans á pakistanska veitingastaðnum í miðbæ Reykjavíkur. Réttirnir sem um ræðir eru Tandoori kjúklingur, Tikka Masala kjúklingur og grænmetis karrý. Réttirnir verða allir seldir á 999 krónur fyrir þá sem sækja. Uz-Zaman fjölskyldan hefur rekið veitingastaðinn í á þriðja áratug. „Við bjóðum ykkur að fagna afmæli elsku Ibrahims sem hefði orðið níu ára,“ segir í tilkynningu frá Shalimar. Á minningarsíðu Ibrahims kemur fram að fjölskylda hans sé að stofna sjóðinn Minningarsjóður Ibrahim Shah. Sjóðinn á að nýta til að auka öryggi barna í umferðinni og fleiri verkefni til að koma boðskapi Ibrahims á framfæri og heiðra minningu hans. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa haft adraganda slyssins til rannsóknar. Ibrahim var á reiðhjóli á bílastæði milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka þegar hann varð fyrir steypubíl. Engin vitni urðu að slysinu en lögregla telur sig hafa skýra mynd af því sem gerðist. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins í gær að rannsókn lögreglu á banaslysinu væri lokið. Verið væri að safna gögnum og málið færi svo á ákærusvið sem tæki ákvörðun hvort gefin yrði út ákæra á hendur ökumanni steypubílsins. Hafnarfjörður Veitingastaðir Banaslys á Ásvöllum Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Nafn drengsins sem lést í slysinu á Ásvöllum Drengurinn sem lést í slysi á Ásvöllum síðdegis mánudaginn 30. október hét Ibrahim Shah Uz-Zaman. Hann var fæddur í janúar 2015 og því átta ára gamall. 6. nóvember 2023 10:18 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaþotur, þyrlur og kennsluflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Á minningarsíðu Ibrahims á Facebook er greint frá tilboðinu og fólk hvatt til að minnast Ibrahims með fjölskyldu hans á pakistanska veitingastaðnum í miðbæ Reykjavíkur. Réttirnir sem um ræðir eru Tandoori kjúklingur, Tikka Masala kjúklingur og grænmetis karrý. Réttirnir verða allir seldir á 999 krónur fyrir þá sem sækja. Uz-Zaman fjölskyldan hefur rekið veitingastaðinn í á þriðja áratug. „Við bjóðum ykkur að fagna afmæli elsku Ibrahims sem hefði orðið níu ára,“ segir í tilkynningu frá Shalimar. Á minningarsíðu Ibrahims kemur fram að fjölskylda hans sé að stofna sjóðinn Minningarsjóður Ibrahim Shah. Sjóðinn á að nýta til að auka öryggi barna í umferðinni og fleiri verkefni til að koma boðskapi Ibrahims á framfæri og heiðra minningu hans. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa haft adraganda slyssins til rannsóknar. Ibrahim var á reiðhjóli á bílastæði milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka þegar hann varð fyrir steypubíl. Engin vitni urðu að slysinu en lögregla telur sig hafa skýra mynd af því sem gerðist. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins í gær að rannsókn lögreglu á banaslysinu væri lokið. Verið væri að safna gögnum og málið færi svo á ákærusvið sem tæki ákvörðun hvort gefin yrði út ákæra á hendur ökumanni steypubílsins.
Hafnarfjörður Veitingastaðir Banaslys á Ásvöllum Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Nafn drengsins sem lést í slysinu á Ásvöllum Drengurinn sem lést í slysi á Ásvöllum síðdegis mánudaginn 30. október hét Ibrahim Shah Uz-Zaman. Hann var fæddur í janúar 2015 og því átta ára gamall. 6. nóvember 2023 10:18 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaþotur, þyrlur og kennsluflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Nafn drengsins sem lést í slysinu á Ásvöllum Drengurinn sem lést í slysi á Ásvöllum síðdegis mánudaginn 30. október hét Ibrahim Shah Uz-Zaman. Hann var fæddur í janúar 2015 og því átta ára gamall. 6. nóvember 2023 10:18
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaþotur, þyrlur og kennsluflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað