Enski boltinn

Mar­tröð City í bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heimavöllur Tottenham hefur reynst Pep Guardiola og lærisveinum hans í Manchester City afar erfiður.
Heimavöllur Tottenham hefur reynst Pep Guardiola og lærisveinum hans í Manchester City afar erfiður. Getty/James Gill

Englandsmeistarar Manchester City hafa oft haft heppnina með sér þegar dregið er í bikarkeppnunum á Englandi en það er ekki hægt að halda slíku fram eftir dráttinn í fjórðu umferð enska bikarsins.

Manchester City lenti nefnilega á þeim stað sem liðinu hefur gengið hvað verst undanfarin ár.

City liðið þarf að fara á útivöll á móti Tottenham. City hefur spilað fimm sinnum á nýja leikvangi Tottenham en hefur tapað öllum leikjunum og á enn eftir að skora mark á vellinum.

Ekki beint tölfræði sem þykir eðlileg fyrir lið sem hefur unnið ensku deildina undanfarin þrjú ár og vann fernuna á síðasta ári.

Stórleikirnir í umferðinni eru án efa fyrrnefndur leikur Tottenham og Manchester City en einnig leikur Chelsea og Aston Villa á Stamford Bridge.

Hinir leikir milli liða í ensku úrvalsdeildinni eru leikur Fulham og Newcastle United annars vegar og leikur Sheffield United og Brighton & Hove Albion hins vegar.

Liverpool, sem sló úr Arsenal um helgina, mætir sigurvegaranum úr aukaleik á milli Norwich City og Bristol Rovers.

Manchester United, sem sló út Wigan Athletic í gærkvöldi, verður á útivelli í næstu umferð á móti annað hvort Newport County eða Eastleigh.

F-deildarliðið Maidstone United mun heimsækja Ipswich Town en ekkert lið sem er eftir í keppninni situr neðar í deildarkeppninni en Maidstone.

  • Liðin sem mætast í 4. umferð ensku bikarkeppninnar:
  • Watford - Southampton
  • Blackburn Rovers - Wrexham
  • Bournemouth - Swansea City
  • West Bromwich Albion - Brentford/Wolverhampton Wanderers
  • West Ham United/Bristol City - Nottingham Forest/Blackpool
  • Leicester City - Hull City/Birmingham City
  • Sheffield Wednesday - Coventry City
  • Chelsea - Aston Villa
  • Ipswich Town - Maidstone United
  • Liverpool - Norwich City/Bristol Rovers
  • Tottenham Hotspur - Manchester City
  • Leeds United - Plymouth Argyle
  • Crystal Palace/Everton - Luton Town/Bolton Wanderers
  • Newport Country/Eastleigh - Manchester United
  • Sheffield United - Brighton & Hove Albion
  • Fulham - Newcastle United



Fleiri fréttir

Sjá meira


×