Unity segir upp 1800 manns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2024 10:33 Davíð Helgason í Unity ásamt Isabellu Lu Warburg eiginkonu sinni. Davíð stofnaði Unity og var um tíma forstjóri fyrirtækisins áður en hann flutti heim til Íslands. Hugbúnaðarfyrirtækið Unity Software hefur sagt upp 1800 starfsmönnum eða sem nemur um fjórðungi starfsfólks. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til verðbréfaeftirlits Bandaríkjanna. Davíð Helgason stofnaði Unity Technologies ásamt Þjóðverjanum Joachim Ante og Dananum Nicholas Francis árið 2004. Í dag þróar fyrirtækið vinsælt leikjaumhverfi sem notað er til að þróa tölvuleiki og annan hugbúnað. Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega frá stofnun og er í dag eitt það stærsta á sínu sviði. Viðskiptablaðið vísar í umfjöllun Wall Street Journal þar sem fram kemur að uppsagnirnar séu vegna vandræða fyrirtækisins frá því í haust. Þá voru kynntar verðbreytingar til viðskipta en Unity ætlaði að sér að rukka bæði notendur og tölvuleikjaframleiðendur við uppsetningu leikja í símum. Tölvuleikjaframleiðendur greiða Unity nú þegar leyfisgjald til að nota hugbúnað fyrirtækisins. Verð á bréfum í Unity hækkuðu um þrjú prósent við tilkynningu um hópuppsögn og hefur hækkað um tuttugu prósent undanfarinn mánuð. Davíð Helgason var um tíma á lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi vegna virðis hlutar hans í Unity. Hann féll af listanum sem birtur var í apríl síðastliðnum vegna þess að verð á bréfum í Unity hafði hrapað um 68 prósent árið á undan. Davíð hefur beint spjótum sínum að fjárfestingum í loftslagsmálum undanfarin misseri, meðal annars með því að koma á fót vísisjóði á sviði loftslagsmála. Leikjavísir Bandaríkin Tengdar fréttir Vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga heldur einfalda hvata „Það sem er svo mikilvægt er að fólk fari að átta sig á er að hringrásarhagkerfið er nýsköpun í raunheimum þar sem tíminn er naumur og við þurfum að fá sem flesta til að hlaupa hratt. Það vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga. Það er nóg til af þeim og nóg til af hugmyndum. En það þarf leiðandi aðila til að eiga verkefnin og því þarf að búa til einfalda og almenna hvata svo að sem flestir geti hlaupið af stað,“ segir Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir. 25. janúar 2023 07:01 Félagi Davíðs barst tilboð um samruna Stjórn Unity Software, sem Davíð Helgason stofnaði, barst á þriðjudag samrunatilboð frá hugbúnaðarfyrirtækinu AppLovin. Þrjú prósent hlutur Davíðs í Unity er metinn á 73 milljarða króna í viðskiptunum og hann færi með 1,7 prósent hlut í sameinuðu félagi, ef til samrunans kemur. 11. ágúst 2022 10:39 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Davíð Helgason stofnaði Unity Technologies ásamt Þjóðverjanum Joachim Ante og Dananum Nicholas Francis árið 2004. Í dag þróar fyrirtækið vinsælt leikjaumhverfi sem notað er til að þróa tölvuleiki og annan hugbúnað. Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega frá stofnun og er í dag eitt það stærsta á sínu sviði. Viðskiptablaðið vísar í umfjöllun Wall Street Journal þar sem fram kemur að uppsagnirnar séu vegna vandræða fyrirtækisins frá því í haust. Þá voru kynntar verðbreytingar til viðskipta en Unity ætlaði að sér að rukka bæði notendur og tölvuleikjaframleiðendur við uppsetningu leikja í símum. Tölvuleikjaframleiðendur greiða Unity nú þegar leyfisgjald til að nota hugbúnað fyrirtækisins. Verð á bréfum í Unity hækkuðu um þrjú prósent við tilkynningu um hópuppsögn og hefur hækkað um tuttugu prósent undanfarinn mánuð. Davíð Helgason var um tíma á lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi vegna virðis hlutar hans í Unity. Hann féll af listanum sem birtur var í apríl síðastliðnum vegna þess að verð á bréfum í Unity hafði hrapað um 68 prósent árið á undan. Davíð hefur beint spjótum sínum að fjárfestingum í loftslagsmálum undanfarin misseri, meðal annars með því að koma á fót vísisjóði á sviði loftslagsmála.
Leikjavísir Bandaríkin Tengdar fréttir Vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga heldur einfalda hvata „Það sem er svo mikilvægt er að fólk fari að átta sig á er að hringrásarhagkerfið er nýsköpun í raunheimum þar sem tíminn er naumur og við þurfum að fá sem flesta til að hlaupa hratt. Það vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga. Það er nóg til af þeim og nóg til af hugmyndum. En það þarf leiðandi aðila til að eiga verkefnin og því þarf að búa til einfalda og almenna hvata svo að sem flestir geti hlaupið af stað,“ segir Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir. 25. janúar 2023 07:01 Félagi Davíðs barst tilboð um samruna Stjórn Unity Software, sem Davíð Helgason stofnaði, barst á þriðjudag samrunatilboð frá hugbúnaðarfyrirtækinu AppLovin. Þrjú prósent hlutur Davíðs í Unity er metinn á 73 milljarða króna í viðskiptunum og hann færi með 1,7 prósent hlut í sameinuðu félagi, ef til samrunans kemur. 11. ágúst 2022 10:39 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga heldur einfalda hvata „Það sem er svo mikilvægt er að fólk fari að átta sig á er að hringrásarhagkerfið er nýsköpun í raunheimum þar sem tíminn er naumur og við þurfum að fá sem flesta til að hlaupa hratt. Það vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga. Það er nóg til af þeim og nóg til af hugmyndum. En það þarf leiðandi aðila til að eiga verkefnin og því þarf að búa til einfalda og almenna hvata svo að sem flestir geti hlaupið af stað,“ segir Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir. 25. janúar 2023 07:01
Félagi Davíðs barst tilboð um samruna Stjórn Unity Software, sem Davíð Helgason stofnaði, barst á þriðjudag samrunatilboð frá hugbúnaðarfyrirtækinu AppLovin. Þrjú prósent hlutur Davíðs í Unity er metinn á 73 milljarða króna í viðskiptunum og hann færi með 1,7 prósent hlut í sameinuðu félagi, ef til samrunans kemur. 11. ágúst 2022 10:39