Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2024 15:25 Frá jarðarför Wissam Tawil í Líbanon í dag. Hann var felldur í loftárás í gær. AP/Hussein Malla Yfirmaður drónadeildar Hesbollah-samtakanna í Suður-Líbanon var felldur í líklegri loftárás Ísraela í dag. Maðurinn hét Ali Hussein Barji og er talinn hafa verið að sækja jarðarför annars leiðtoga samtakanna sem felldur var í loftárás í gær, þegar bíll hans varð fyrir sprengju. Það var í þorpinu Khirbet Selm sem er um fimmtán kílómetra frá landamærum Líbanon og Ísrael. Verið var að jarða Wissam Tawil, hæst setta leiðtoga Hesbollah sem Ísraelar hafa fellt hingað til í núverandi átökum fyrir botni Miðjarðarhafs, í sama þorpi og á sama tíma og árásin var gerð í morgun. Tawill féll einnig í loftárás á bíl sem hann ferðaðist í. Þrír eru sagðir hafa fallið í árásinni. Samkvæmt frétt ísraelska miðilsins Times of Israel hefur ísraelski herinn ekki viðurkennt að hafa gert loftárásina sem Barji féll í. , , ' pic.twitter.com/MWrzzW9kq5— roi kais (@kaisos1987) January 9, 2024 Fyrr í morgun hafði Hesbollah gert drónaárás á ísraelska herstöð í norðurhluta landsins. Þessi árás er sögð hafa verið svar við árás í Beirút í síðustu viku, þar sem Saleh al-Arouri, einn af leiðtogum Hamas, var felldur í loftárás og vegna dauða Tawill í gær. Vígamenn Hesbollah. hafa ítrekað notað dróna og eldflaugar til árásir á hermenn og borgara í norðurhluta Ísrael. Tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. Ísraelar hafa svarað þessum árásum með eigin árásum og er talið að rúmlega 130 vígamenn hafi fallið í árásum Ísraela. Þá hafa ráðamenn í Ísrael rætt það opinberlega að mögulega þurfi herinn að reka Hesbollah-liða á brott frá suðurhluta Líbanon og vísa þeir til friðarsamkomulags frá 2006, eftir stríð milli Ísraela og Hesbollah, um að vígamenn samtakanna eigi ekki að athafna sig í suðurhluta Líbanon. Reuters hefur eftir Naim Qassem, næstráðandi leiðtoga Hesbollah, að leiðtogar samtakanna vilji ekki stríð við Ísrael. Íbúar Líbanon hafa um árabil glímt við umfangsmikla efnahagsörðugleika og spillingu. Stríð gæti reynst Hesbollah mjög kostnaðarsamt. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Íran Tengdar fréttir Bandaríkjamenn ítreka að Palestínumenn eigi að fá að snúa heim Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í opinberri heimsókn í Mið-Austurlöndum og hefur meðal annars notað tækifærið til að ítreka þá afstöðu stjórnvalda vestanhafs að Palestínumenn eigi að fá að snúa aftur heim eftir að átökum á Gasa lýkur. 8. janúar 2024 06:41 Segir heiminn blindan þegar kemur að ástandinu á Gasa Heimurinn er blindur þegar kemur að ástandinu á Gasa segir fréttaritari, sem er búsettur þar og missti son sinn í loftárás sem gerð var á svæðið í dag. Forstjóri spítala á Gasasvæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins. 7. janúar 2024 19:03 Blaðamenn drepnir í loftárás Ísraels Ísraelsk árás á borgina Rafah í suðurhluta Gasasvæðisins drap tvo palestínska blaðamenn sem voru að fjalla um stríðið samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á svæðinu. 7. janúar 2024 13:19 Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. 7. janúar 2024 00:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Fleiri fréttir Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar Sjá meira
Það var í þorpinu Khirbet Selm sem er um fimmtán kílómetra frá landamærum Líbanon og Ísrael. Verið var að jarða Wissam Tawil, hæst setta leiðtoga Hesbollah sem Ísraelar hafa fellt hingað til í núverandi átökum fyrir botni Miðjarðarhafs, í sama þorpi og á sama tíma og árásin var gerð í morgun. Tawill féll einnig í loftárás á bíl sem hann ferðaðist í. Þrír eru sagðir hafa fallið í árásinni. Samkvæmt frétt ísraelska miðilsins Times of Israel hefur ísraelski herinn ekki viðurkennt að hafa gert loftárásina sem Barji féll í. , , ' pic.twitter.com/MWrzzW9kq5— roi kais (@kaisos1987) January 9, 2024 Fyrr í morgun hafði Hesbollah gert drónaárás á ísraelska herstöð í norðurhluta landsins. Þessi árás er sögð hafa verið svar við árás í Beirút í síðustu viku, þar sem Saleh al-Arouri, einn af leiðtogum Hamas, var felldur í loftárás og vegna dauða Tawill í gær. Vígamenn Hesbollah. hafa ítrekað notað dróna og eldflaugar til árásir á hermenn og borgara í norðurhluta Ísrael. Tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. Ísraelar hafa svarað þessum árásum með eigin árásum og er talið að rúmlega 130 vígamenn hafi fallið í árásum Ísraela. Þá hafa ráðamenn í Ísrael rætt það opinberlega að mögulega þurfi herinn að reka Hesbollah-liða á brott frá suðurhluta Líbanon og vísa þeir til friðarsamkomulags frá 2006, eftir stríð milli Ísraela og Hesbollah, um að vígamenn samtakanna eigi ekki að athafna sig í suðurhluta Líbanon. Reuters hefur eftir Naim Qassem, næstráðandi leiðtoga Hesbollah, að leiðtogar samtakanna vilji ekki stríð við Ísrael. Íbúar Líbanon hafa um árabil glímt við umfangsmikla efnahagsörðugleika og spillingu. Stríð gæti reynst Hesbollah mjög kostnaðarsamt.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Íran Tengdar fréttir Bandaríkjamenn ítreka að Palestínumenn eigi að fá að snúa heim Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í opinberri heimsókn í Mið-Austurlöndum og hefur meðal annars notað tækifærið til að ítreka þá afstöðu stjórnvalda vestanhafs að Palestínumenn eigi að fá að snúa aftur heim eftir að átökum á Gasa lýkur. 8. janúar 2024 06:41 Segir heiminn blindan þegar kemur að ástandinu á Gasa Heimurinn er blindur þegar kemur að ástandinu á Gasa segir fréttaritari, sem er búsettur þar og missti son sinn í loftárás sem gerð var á svæðið í dag. Forstjóri spítala á Gasasvæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins. 7. janúar 2024 19:03 Blaðamenn drepnir í loftárás Ísraels Ísraelsk árás á borgina Rafah í suðurhluta Gasasvæðisins drap tvo palestínska blaðamenn sem voru að fjalla um stríðið samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á svæðinu. 7. janúar 2024 13:19 Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. 7. janúar 2024 00:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Fleiri fréttir Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar Sjá meira
Bandaríkjamenn ítreka að Palestínumenn eigi að fá að snúa heim Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í opinberri heimsókn í Mið-Austurlöndum og hefur meðal annars notað tækifærið til að ítreka þá afstöðu stjórnvalda vestanhafs að Palestínumenn eigi að fá að snúa aftur heim eftir að átökum á Gasa lýkur. 8. janúar 2024 06:41
Segir heiminn blindan þegar kemur að ástandinu á Gasa Heimurinn er blindur þegar kemur að ástandinu á Gasa segir fréttaritari, sem er búsettur þar og missti son sinn í loftárás sem gerð var á svæðið í dag. Forstjóri spítala á Gasasvæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins. 7. janúar 2024 19:03
Blaðamenn drepnir í loftárás Ísraels Ísraelsk árás á borgina Rafah í suðurhluta Gasasvæðisins drap tvo palestínska blaðamenn sem voru að fjalla um stríðið samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á svæðinu. 7. janúar 2024 13:19
Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. 7. janúar 2024 00:14