Neytendur

Bréfpokar undir matar­leifar ekki lengur í verslunum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
24 milljón bréfpokar hafa farið út undanfarna mánuði.
24 milljón bréfpokar hafa farið út undanfarna mánuði. Reykjavíkurborg

Frá og með morgundeginum mun Sorpa hætta dreifingu bréfpoka undir matarleifar í verslunum. Áfram geta íbúar sótt bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvum Sorpu og í verslun Góða hirðisins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sorpu. Þar kemur fram að sérsöfnun á matarleifum hafi hafist á síðasta ári á suðvesturhorni Íslands sem liður í aukinni flokkun við heimili.

Sótt 24 milljón poka

Bréfpokum undir matarleifar hafi verið dreift frítt til íbúa samhliða nýju kerfi og í helstu matvöruverslunum. Sorpa kann þeim verslunum sem tóku þátt í verkefninu miklar þakkir.

Segir í tilkynningunni að sú dreifing hafi gengið vel. Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi sótt um 24 milljónir poka frá því verkefnið hófst. Sorpa býst við því að það magn af bréfpokum dugi heimilunum í eitt og hálft ár.

Þá segir Sorpa að árangur samræmdrar flokkunar sé mikill og hreinleiki matarleifanna sem íbúar skila um 98%. Enn er þó töluvert af matarleifum eftir í tunnunni fyrir blandað rusl og því til mikils að vinna að ná sem mestum matarleifum úr blönduðu tunnunni á nýju ári, að því er segir í tilkynnignunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×