Útrás í Reykjavík eftir sautján ára rekstur á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2024 08:31 Fjölskyldan sem hefur unnið hug og hjörtu Akureyringa hefur fært út kvíarnar. Sathiya Moorthy Indverski veitingastaðurinn Indian curry house sem rekinn hefur verið í göngugötunni á Akureyri við góðan orðstí um árabil hefur opnað útibú í höfuðborginni. Staðurinn var opnaður rétt fyrir jól en á sama tíma er Indian curry house lokaður á Akureyri vegna vetrarfrís starfsfólks. Lokað var á Akureyri 19. desember en verður opnað aftur 5. febrúar. Um er að ræða árlegt vetrarfrí starfsfólks. Á sama tíma og Akureyringar fá ekki indverska karrýið sitt geta Reykvíkingar sótt matinn á Vesturgötu 12. Þar er eingöngu hægt að sækja mat, ekki borða á staðnum. „Frábær viðbót í veitingahúsaflóruna hér fyrir sunnan,” segir veitingamaðurinn Guðvarður Gíslason, betur þekktur sem Guffi á Gauknum, í færslu á Facebook. Nýi staðurinn er staðsettur við Vesturgötu 12 við norðurenda Garðastrætis í vesturbæ Reykjavíkur.Indian Curry House Hann rifjar upp að fjölskyldufaðirinn Sathiya Moorthy hafi unnið hjá honum á Götugrilinu á Akureyri í nokkur ár og strax sett svip sinn á staðinn og allt umhverfi. „Hann býr á Akureyri ásamt konu sinni og 3 börnum. Þó þau séu frá Indlandi eru þau Íslendingar sem hafa byggt upp frábæra starfsemi á Akureyri og núna í Reykjavík.“ Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, fagnar líka útrásinni. „Nú er okkar uppáhalds og sívinsæli akureyrski indverski veitingastaður, Indian curry house kominn í útrás til Reykjavíkur, nánar tiltekið á Vesturgötuna. Ég hvet ykkur til að fara og fá ykkur bita!“ segir Ásthildur. Hjónin Sathiya og Jothimani Sathiyamoorthy komu til Íslands árið 1997 og opnuðu Indian curry hut árið 2007. Staðurinn flutti sig um set í miðbæ Akureyrar, er nú við Ráðhústorgið og fékk nafnið Indian curry house. Þau eiga tvo syni og eina dóttur sem fékk nafnið Svanhildur því hjónunum finnst íslensk nöfn svo falleg. Veitingastaðir Akureyri Reykjavík Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Staðurinn var opnaður rétt fyrir jól en á sama tíma er Indian curry house lokaður á Akureyri vegna vetrarfrís starfsfólks. Lokað var á Akureyri 19. desember en verður opnað aftur 5. febrúar. Um er að ræða árlegt vetrarfrí starfsfólks. Á sama tíma og Akureyringar fá ekki indverska karrýið sitt geta Reykvíkingar sótt matinn á Vesturgötu 12. Þar er eingöngu hægt að sækja mat, ekki borða á staðnum. „Frábær viðbót í veitingahúsaflóruna hér fyrir sunnan,” segir veitingamaðurinn Guðvarður Gíslason, betur þekktur sem Guffi á Gauknum, í færslu á Facebook. Nýi staðurinn er staðsettur við Vesturgötu 12 við norðurenda Garðastrætis í vesturbæ Reykjavíkur.Indian Curry House Hann rifjar upp að fjölskyldufaðirinn Sathiya Moorthy hafi unnið hjá honum á Götugrilinu á Akureyri í nokkur ár og strax sett svip sinn á staðinn og allt umhverfi. „Hann býr á Akureyri ásamt konu sinni og 3 börnum. Þó þau séu frá Indlandi eru þau Íslendingar sem hafa byggt upp frábæra starfsemi á Akureyri og núna í Reykjavík.“ Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, fagnar líka útrásinni. „Nú er okkar uppáhalds og sívinsæli akureyrski indverski veitingastaður, Indian curry house kominn í útrás til Reykjavíkur, nánar tiltekið á Vesturgötuna. Ég hvet ykkur til að fara og fá ykkur bita!“ segir Ásthildur. Hjónin Sathiya og Jothimani Sathiyamoorthy komu til Íslands árið 1997 og opnuðu Indian curry hut árið 2007. Staðurinn flutti sig um set í miðbæ Akureyrar, er nú við Ráðhústorgið og fékk nafnið Indian curry house. Þau eiga tvo syni og eina dóttur sem fékk nafnið Svanhildur því hjónunum finnst íslensk nöfn svo falleg.
Veitingastaðir Akureyri Reykjavík Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira