Stjórnarsamstarfi VG og Sjálfstæðisflokksins í sjálfu sér lokið Margrét Björk Jónsdóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 10. janúar 2024 12:57 Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir mjög alvarlega stöðu komna upp innan ríkisstjórnarinnar. Óvíst er hvort ríkisstjórnin muni hanga saman fram að kosningum eða springa, en ljóst sé að stjórnarsamstarfi Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokknum sé í sjálfu sér lokið. „Það er komin upp mjög alvarleg staða innan ríkisstjórnarinnar þegar þingmenn stjórnarflokkanna eru farnir að hafa frumkvæði að því sjálfir að lýsa efasemdum sínum um að geta stutt vantrausttillögu,“ segir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor í samtali við fréttastofu. Mikil ólga hefur verið meðal þingmanna í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis um að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafi ekki farið að lögum þegar hún stöðvaði veiðar á langreyðum í sumar degi áður en þær áttu að hefjast. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa staðfest að þeir hyggist leggja fram vantraust á ráðherra ef stjórnvöld grípa ekki til ráðstafana að eigin frumkvæði. Grein Óla Björns Kárasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi þingflokksformanns, í Morgunblaðinu í dag, virðist benda til þess að að minnsta kosti einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins myndu styðja tillöguna. „Það hefur í sjálfu sér sér áður gerst, að einstaka þingmenn hafa hætt að styðja þá ríkisstjórn sem flokkurinn stendur að. Nærtækast væri einfaldlega að nefna ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna þar sem þingmenn VG létu af stuðningi við þá ríkisstjorn. Sumir sögðu sig úr flokknum sem er kannski hreinlegasta leiðin við slíkt ástand. En þetta sýnir klemmuna sem ríkisstjórnin er komin í.“ Blasir við að það styttist í kosningar Eiríkur segir það blasa við að það styttist í kosningar og beri að skoða ummæli Óla Björns í því ljósi. Flokkarnir séu að setja sig í stellingar fyrir nýja kosningabaráttu. „Þessi ríkisstjórn mun ekki halda áfram eftir kosningar, ég held að það blasi algjörlega við. Í það minnsta geta Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir sennilega ekki hugsað sér áframhaldandi stjórnarsamstarf. Þannig að því samstarfi er í sjálfu sér lokið, einfaldlega nú þegar. Hvort að ríkisstjórnin haldi áfram fram að kjördegi eða springi fyrr, ég held að það eigi einfaldlega eftir að koma í ljós.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
„Það er komin upp mjög alvarleg staða innan ríkisstjórnarinnar þegar þingmenn stjórnarflokkanna eru farnir að hafa frumkvæði að því sjálfir að lýsa efasemdum sínum um að geta stutt vantrausttillögu,“ segir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor í samtali við fréttastofu. Mikil ólga hefur verið meðal þingmanna í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis um að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafi ekki farið að lögum þegar hún stöðvaði veiðar á langreyðum í sumar degi áður en þær áttu að hefjast. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa staðfest að þeir hyggist leggja fram vantraust á ráðherra ef stjórnvöld grípa ekki til ráðstafana að eigin frumkvæði. Grein Óla Björns Kárasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi þingflokksformanns, í Morgunblaðinu í dag, virðist benda til þess að að minnsta kosti einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins myndu styðja tillöguna. „Það hefur í sjálfu sér sér áður gerst, að einstaka þingmenn hafa hætt að styðja þá ríkisstjórn sem flokkurinn stendur að. Nærtækast væri einfaldlega að nefna ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna þar sem þingmenn VG létu af stuðningi við þá ríkisstjorn. Sumir sögðu sig úr flokknum sem er kannski hreinlegasta leiðin við slíkt ástand. En þetta sýnir klemmuna sem ríkisstjórnin er komin í.“ Blasir við að það styttist í kosningar Eiríkur segir það blasa við að það styttist í kosningar og beri að skoða ummæli Óla Björns í því ljósi. Flokkarnir séu að setja sig í stellingar fyrir nýja kosningabaráttu. „Þessi ríkisstjórn mun ekki halda áfram eftir kosningar, ég held að það blasi algjörlega við. Í það minnsta geta Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir sennilega ekki hugsað sér áframhaldandi stjórnarsamstarf. Þannig að því samstarfi er í sjálfu sér lokið, einfaldlega nú þegar. Hvort að ríkisstjórnin haldi áfram fram að kjördegi eða springi fyrr, ég held að það eigi einfaldlega eftir að koma í ljós.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira