Samþykkt að Kvosin og Austurstræti verði göngusvæði Lovísa Arnardóttir skrifar 10. janúar 2024 17:25 Gatan verður göngugata og meiri gróður í götunni. Mynd/Reykjavíkurborg Forhönnun að nýju Austurstræti var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í morgun. Gatan á að verða göngugata og í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að hönnun götunnar ýti undir það að hún verði áfram „ein mikilvægasta gata miðborgarinnar.“ Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti á fundi sínum að veita heimild fyrir áframhaldandi undirbúningi, verkhönnun og gerð útboðsgagna vegna endurhönnunar á Austurstræti. Einnig verður hafist handa við endurskoðun deiliskipulags Kvosarinnar sem göngusvæðis í samræmi við umferðarskipulag Kvosarinnar, hönnunarforsendur og fyrirliggjandi forhönnun á svæðinu, í Kirkjustræti, Austurstræti og á Lækjartorgi. Í undirbúningsferlinu og á framkvæmdatíma er gert ráð fyrir því að samráð verði haft við viðeigandi hagsmunaaðila svo sem íbúaráð, aðgengis- og samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks og atvinnulíf á svæðinu. Stórt svæði „Þetta byggir á framtíðarsýn fyrir umferðarskipulag Kvosarinnar sem var samþykkt 2020,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, en forhönnunin sem kynnt var í dag byggir á því að þróa allt svæðið sem göngusvæði. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata.Vísir/Vilhelm „Við samþykktum í dag að gera Kvosina að göngusvæði og undirbúa deiliskipulag í takt við það.“ Dóra Björt segir svæðið sem um ræðir nokkuð stórt en nefnir sem dæmi Pósthússtræti í báða enda við Austurstræti og svo sé spurning líka með Veltusund. „Við erum með þessu að klára það verkefni að gera Austurstræti að göngugötu. Gatan hefur auðvitað verið göngugata að hluta en við myndum klára það alla leið núna upp að Ingólfstorgi.“ Nóg af bílastæðum nálægt Dóra Björt segir að nálægt svæðinu séu stórir bílakjallarar og að það verði í hönnun hugað að aðgengisþörfum fatlaðs fólks og stæðum fyrir þau. Eins og hafi verið gert annars staðar á slíkum svæðum. „Það er þannig að bílastæðum í miðborginni hefur fjölgað síðustu ár en ekki fækkað. En þau hafa færst inn í bílastæðakjallara og -hús. Það er fjöldi bílastæða bara undir þessu svæði.“ Dóra segir að hún telji þessa breytingu „mjög gott skref í þágu grænni og gönguvænni Reykjavíkur“ og að hún styðji við blómlegt líf á svæðinu. Hún segir að fólk almennt sé mjög jákvætt fyrir göngugötum og að sú ánægja aukist á milli ára. Tilbúið á næstu árum Hún segir að fyrir veitingastaði skapi þetta meira rými fyrir útiveru gesta og að þau hafi sem dæmi mjög góða reynslu af svokölluðum „hvílustæðum“ þar sem veitingastaðir hafa fengið að taka bílastæði og breyta þeim í útisvæði. Hún segir tímarammann enn óljósan en vonar að svæðið verði tilbúið á næstu árum. Með breytingunni verður meira pláss fyrir fólk. Fleiri sæti við veitingastaði og bekkir til að setjast. Mynd/Reykjavíkurborg „Við ætlum að halda áfram fullum fetum með hönnun og deiliskipulagsundirbúninginn. Ég vona að það veðri hægt að klára það á næstu mánuðum og þá er spurning hversu fljótt við getum farið í útboð í kjölfarið. Ég vona að þetta gerist sem mest á þessu ári en kannski er ekki hægt að klára svona risastór verkefni á þessu ári. Það er erfitt að gefa nákvæma tímalínu. Ég vona að þetta verði tilbúið, með þessari flottu hönnun, á næstu árum. Vonandi sem allra fyrst.“ Tré gefa hlýlegt yfirbragð Á myndum sem fylgja tilkynningu borgarinnar breytist ásýnd götunnar nokkuð mikið. Tré verða gróðursett í þyrpingum. Þau eiga að gefa hlýlegt yfirbragð og hjálpa sömuleiðis til við að mynda skjól með því að stemma stigu við vindstrengjum. Í tilkynningu segir að vandað verði við val á trjám eftir aðstæðum og að undirgróður verði fjölbreyttur. Trén verða lauftré svo það opnast fyrir birtuna á veturna. Þá segir að eftir endurhönnunina muni gatnamót Pósthússtrætis og Austurstrætis njóta sín betur. Gert er ráð fyrir að meirihluti hjólastæðanna á svæðinu verði staðsett á Pósthússtræti. Í tilkynningu kemur fram að verkefnið hafi byrjað fyrir um tveimur árum og nái yfir stærra svæði sem telur líka Lækjartorg. Verkefnið byrjaði með keppni en Karres en Brands og Sp(r)int Studio báru sigur úr býtum í samkeppninni. Breyting á Lækjartorgi var kynnt fyrir um einu og hálfu ári. Með breytingunni á Austurstræti að mynda ásamt Bankastræti og Laugavegi einn helsta gönguás Reykjavíkur og tengja þannig saman mörg af mikilvægustu borgarrýmum, byggingum og starfsemi í miðborginni. Þá fær gatan enn meira mikilvægi þegar Borgarlínustöð kemur við Lækjargötuna. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Skipulag Borgarstjórn Göngugötur Tengdar fréttir Viðreisn lofar lengstu göngugötu heims í miðbænum „Strikið vs. Göngugata frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Let's make history!“ skrifaði Pawel Bartoszek borgarfulltrúi á Twitter fyrir skemmstu. 4. maí 2022 07:02 Pósthússtræti opnað fyrir akandi umferð Einstefnu í Hafnarstræti og Naustinni hefur verið snúið tímabundið vegna framkvæmdanna. Austurstræti, milli Pósthússtrætis og Ingólfstorgs, verður áfram göngugata til 1. október. 4. september 2018 11:25 Síðasti bíllinn hefur ekið Laugaveg milli Hlemms og Snorrabrautar Framkvæmdir standa nú yfir á Laugavegi á milli Hlemmtorgs og Snorrabrautar þar sem til stendur að breyta miðju götunnar með gróðri, setsvæðum, hjólastæði og óformlegum leikrýmum. Síðasti bíllinn hefur því rúntað á umræddum kafla. 7. janúar 2023 07:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti á fundi sínum að veita heimild fyrir áframhaldandi undirbúningi, verkhönnun og gerð útboðsgagna vegna endurhönnunar á Austurstræti. Einnig verður hafist handa við endurskoðun deiliskipulags Kvosarinnar sem göngusvæðis í samræmi við umferðarskipulag Kvosarinnar, hönnunarforsendur og fyrirliggjandi forhönnun á svæðinu, í Kirkjustræti, Austurstræti og á Lækjartorgi. Í undirbúningsferlinu og á framkvæmdatíma er gert ráð fyrir því að samráð verði haft við viðeigandi hagsmunaaðila svo sem íbúaráð, aðgengis- og samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks og atvinnulíf á svæðinu. Stórt svæði „Þetta byggir á framtíðarsýn fyrir umferðarskipulag Kvosarinnar sem var samþykkt 2020,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, en forhönnunin sem kynnt var í dag byggir á því að þróa allt svæðið sem göngusvæði. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata.Vísir/Vilhelm „Við samþykktum í dag að gera Kvosina að göngusvæði og undirbúa deiliskipulag í takt við það.“ Dóra Björt segir svæðið sem um ræðir nokkuð stórt en nefnir sem dæmi Pósthússtræti í báða enda við Austurstræti og svo sé spurning líka með Veltusund. „Við erum með þessu að klára það verkefni að gera Austurstræti að göngugötu. Gatan hefur auðvitað verið göngugata að hluta en við myndum klára það alla leið núna upp að Ingólfstorgi.“ Nóg af bílastæðum nálægt Dóra Björt segir að nálægt svæðinu séu stórir bílakjallarar og að það verði í hönnun hugað að aðgengisþörfum fatlaðs fólks og stæðum fyrir þau. Eins og hafi verið gert annars staðar á slíkum svæðum. „Það er þannig að bílastæðum í miðborginni hefur fjölgað síðustu ár en ekki fækkað. En þau hafa færst inn í bílastæðakjallara og -hús. Það er fjöldi bílastæða bara undir þessu svæði.“ Dóra segir að hún telji þessa breytingu „mjög gott skref í þágu grænni og gönguvænni Reykjavíkur“ og að hún styðji við blómlegt líf á svæðinu. Hún segir að fólk almennt sé mjög jákvætt fyrir göngugötum og að sú ánægja aukist á milli ára. Tilbúið á næstu árum Hún segir að fyrir veitingastaði skapi þetta meira rými fyrir útiveru gesta og að þau hafi sem dæmi mjög góða reynslu af svokölluðum „hvílustæðum“ þar sem veitingastaðir hafa fengið að taka bílastæði og breyta þeim í útisvæði. Hún segir tímarammann enn óljósan en vonar að svæðið verði tilbúið á næstu árum. Með breytingunni verður meira pláss fyrir fólk. Fleiri sæti við veitingastaði og bekkir til að setjast. Mynd/Reykjavíkurborg „Við ætlum að halda áfram fullum fetum með hönnun og deiliskipulagsundirbúninginn. Ég vona að það veðri hægt að klára það á næstu mánuðum og þá er spurning hversu fljótt við getum farið í útboð í kjölfarið. Ég vona að þetta gerist sem mest á þessu ári en kannski er ekki hægt að klára svona risastór verkefni á þessu ári. Það er erfitt að gefa nákvæma tímalínu. Ég vona að þetta verði tilbúið, með þessari flottu hönnun, á næstu árum. Vonandi sem allra fyrst.“ Tré gefa hlýlegt yfirbragð Á myndum sem fylgja tilkynningu borgarinnar breytist ásýnd götunnar nokkuð mikið. Tré verða gróðursett í þyrpingum. Þau eiga að gefa hlýlegt yfirbragð og hjálpa sömuleiðis til við að mynda skjól með því að stemma stigu við vindstrengjum. Í tilkynningu segir að vandað verði við val á trjám eftir aðstæðum og að undirgróður verði fjölbreyttur. Trén verða lauftré svo það opnast fyrir birtuna á veturna. Þá segir að eftir endurhönnunina muni gatnamót Pósthússtrætis og Austurstrætis njóta sín betur. Gert er ráð fyrir að meirihluti hjólastæðanna á svæðinu verði staðsett á Pósthússtræti. Í tilkynningu kemur fram að verkefnið hafi byrjað fyrir um tveimur árum og nái yfir stærra svæði sem telur líka Lækjartorg. Verkefnið byrjaði með keppni en Karres en Brands og Sp(r)int Studio báru sigur úr býtum í samkeppninni. Breyting á Lækjartorgi var kynnt fyrir um einu og hálfu ári. Með breytingunni á Austurstræti að mynda ásamt Bankastræti og Laugavegi einn helsta gönguás Reykjavíkur og tengja þannig saman mörg af mikilvægustu borgarrýmum, byggingum og starfsemi í miðborginni. Þá fær gatan enn meira mikilvægi þegar Borgarlínustöð kemur við Lækjargötuna.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Skipulag Borgarstjórn Göngugötur Tengdar fréttir Viðreisn lofar lengstu göngugötu heims í miðbænum „Strikið vs. Göngugata frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Let's make history!“ skrifaði Pawel Bartoszek borgarfulltrúi á Twitter fyrir skemmstu. 4. maí 2022 07:02 Pósthússtræti opnað fyrir akandi umferð Einstefnu í Hafnarstræti og Naustinni hefur verið snúið tímabundið vegna framkvæmdanna. Austurstræti, milli Pósthússtrætis og Ingólfstorgs, verður áfram göngugata til 1. október. 4. september 2018 11:25 Síðasti bíllinn hefur ekið Laugaveg milli Hlemms og Snorrabrautar Framkvæmdir standa nú yfir á Laugavegi á milli Hlemmtorgs og Snorrabrautar þar sem til stendur að breyta miðju götunnar með gróðri, setsvæðum, hjólastæði og óformlegum leikrýmum. Síðasti bíllinn hefur því rúntað á umræddum kafla. 7. janúar 2023 07:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Viðreisn lofar lengstu göngugötu heims í miðbænum „Strikið vs. Göngugata frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Let's make history!“ skrifaði Pawel Bartoszek borgarfulltrúi á Twitter fyrir skemmstu. 4. maí 2022 07:02
Pósthússtræti opnað fyrir akandi umferð Einstefnu í Hafnarstræti og Naustinni hefur verið snúið tímabundið vegna framkvæmdanna. Austurstræti, milli Pósthússtrætis og Ingólfstorgs, verður áfram göngugata til 1. október. 4. september 2018 11:25
Síðasti bíllinn hefur ekið Laugaveg milli Hlemms og Snorrabrautar Framkvæmdir standa nú yfir á Laugavegi á milli Hlemmtorgs og Snorrabrautar þar sem til stendur að breyta miðju götunnar með gróðri, setsvæðum, hjólastæði og óformlegum leikrýmum. Síðasti bíllinn hefur því rúntað á umræddum kafla. 7. janúar 2023 07:00