Orðræðan gefi til kynna allsherjarstríð, tilfærslu og eyðileggingu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. janúar 2024 18:14 Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í nútímasögu Mið-Austurlanda. Vísir/HAG Magnús Þorkell Bernharðsson, sagnfræðiprófessor við Williams háskóla í Bandaríkjunum og sérfræðingur í sögu Mið-Austurlanda segir líkur á að fleiri ríki muni brátt dragast inn í stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann segir að fyrir Ísraelsmönnum vaki að binda enda á samfélag Palestínumanna á Gasa og búa þar til nýtt samfélag, sé tekið mið af orðræðu ráðamanna. Fréttir berast nú af átökum á Vesturbakkanum, Hútar hafa gert atlögu að skipum á siglingu um Rauðahaf og síðustu daga hafa fréttir borist af eldflaugaárásum Ísraelsmanna í sunnanverðri Líbanon en Hesbollah samtökin gerðu þá nýlega umfangsmikla árás á herstöð í norðurhluta Ísrael. Þegar árásir Ísraelsmanna hófust af fullum þunga á Gasa í kjölfar árásar Hamas þann 7. október segir Magnús að flestir hefðu búist við að nágrannaríki og bandamenn Palestínumanna myndu koma Gasabúum til hjálpar en þeir hafi um margra vikna skeið beðið átekta, að öllum líkindum vegna hernaðarmáttar Ísraelsmanna, en nú er breyting að verða á og einskorðast ófriðurinn ekki aðeins við Gasasvæðið. „Mestu átökin hafa verði við landamæri Líbanon og það hafa verið gerðar nokkrar mannskæðar árásir frá Ísrael inni í Líbanon og þá sérstaklega á hersveitir Hesbollah samtakanna í Líbanon og hins vegar hafa verið aðgerðir á Vesturbakkanum og það bendir allt til þess að óróleikinn eigi eftir að aukast enn frekar á Vesturbakkanum sem og við landamæri Ísrael og Líbanon“ Það sé því líklegt í framhaldinu að ófriðurinn stigmagnist og að stríðið breiðist frekar út. Fyrir alþjóðadómstólnum í Haag á morgun hefst málflutningur í málsókn Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis þar sem stjórnvöld eru sökuð um að fremja þjóðernishreinsanir á palestínskum íbúum á Gasa. Magnús Þorkell segir bæði staðreyndir og myndefni frá Gasa tala sínu máli. Árásir Ísraelsmanna séu ekki hnitmiðaðar heldur almennar. „Það er alger eyðilegging á mannvirkjum innviðum, mannfólki, stofnunum þess ríkis. Þeir vilja koma í veg fyrir venjulegt, eðlilegt ástand á Gasa og ef maður skoðar líka orðræðuna hjá bæði stjórnmálamönnum og öðrum framámönnum innan hersins þá gefur það til kynna að þetta eigi að vera allsherjarstríð og þá er verið að tala um tilfærslu, eyðileggingu, og það er líka verið að tala um að í framtíðinni verði þarna algjörlega nýtt samfélag á Gasa þar sem virðist eins og ekki sé gert ráð fyrir umtalsverðri viðveru Palestínumanna á þessum slóðum.“ Verið sé að reyna að flæma íbúa Gasa í burtu. „Þetta er hluti af ákveðinni stefnu eða draum um að hreinsa til á þessu svæði, í nafni öryggis og þetta eru skelfilegar áætlanir ef maður á að taka trúanlega orðræðuna en síðan líka þegar maður sér afleiðingar þessarar gífurlega örflugu herstefnu sem þeir hafa verið að reka. Þetta allsherjarstríð þar sem alls konar stofnanir, fólk, blaðamenn, spítalar, heilbrigðisstofnanir og fleiri hafa legið undir árásum daglega síðustu mánuði þannig að það virðist vera eins og takmarkið séu endalok; setja einhvern punkt á þetta samfélag sem hefur verið þarna á Gasa,“ segir Magnús Þorkell. Ísrael Palestína Líbanon Tengdar fréttir Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. 10. janúar 2024 06:43 Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Yfirmaður drónadeildar Hesbollah-samtakanna í Suður-Líbanon var felldur í líklegri loftárás Ísraela í dag. Maðurinn hét Ali Hussein Barji og er talinn hafa verið að sækja jarðarför annars leiðtoga samtakanna sem felldur var í loftárás í gær, þegar bíll hans varð fyrir sprengju. 9. janúar 2024 15:25 Mun hvetja Ísraelsmenn til að draga úr aðgerðum og horfa til framtíðar Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er mættur til Tel Aviv í Ísrael þar sem hann er sagður munu freista þess að þrýsta á stjórnvöld að draga úr þunga aðgerða sinna á Gasa og hefja viðræður um stjórnun svæðisins þegar átökum lýkur. 9. janúar 2024 07:05 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Sjá meira
Fréttir berast nú af átökum á Vesturbakkanum, Hútar hafa gert atlögu að skipum á siglingu um Rauðahaf og síðustu daga hafa fréttir borist af eldflaugaárásum Ísraelsmanna í sunnanverðri Líbanon en Hesbollah samtökin gerðu þá nýlega umfangsmikla árás á herstöð í norðurhluta Ísrael. Þegar árásir Ísraelsmanna hófust af fullum þunga á Gasa í kjölfar árásar Hamas þann 7. október segir Magnús að flestir hefðu búist við að nágrannaríki og bandamenn Palestínumanna myndu koma Gasabúum til hjálpar en þeir hafi um margra vikna skeið beðið átekta, að öllum líkindum vegna hernaðarmáttar Ísraelsmanna, en nú er breyting að verða á og einskorðast ófriðurinn ekki aðeins við Gasasvæðið. „Mestu átökin hafa verði við landamæri Líbanon og það hafa verið gerðar nokkrar mannskæðar árásir frá Ísrael inni í Líbanon og þá sérstaklega á hersveitir Hesbollah samtakanna í Líbanon og hins vegar hafa verið aðgerðir á Vesturbakkanum og það bendir allt til þess að óróleikinn eigi eftir að aukast enn frekar á Vesturbakkanum sem og við landamæri Ísrael og Líbanon“ Það sé því líklegt í framhaldinu að ófriðurinn stigmagnist og að stríðið breiðist frekar út. Fyrir alþjóðadómstólnum í Haag á morgun hefst málflutningur í málsókn Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis þar sem stjórnvöld eru sökuð um að fremja þjóðernishreinsanir á palestínskum íbúum á Gasa. Magnús Þorkell segir bæði staðreyndir og myndefni frá Gasa tala sínu máli. Árásir Ísraelsmanna séu ekki hnitmiðaðar heldur almennar. „Það er alger eyðilegging á mannvirkjum innviðum, mannfólki, stofnunum þess ríkis. Þeir vilja koma í veg fyrir venjulegt, eðlilegt ástand á Gasa og ef maður skoðar líka orðræðuna hjá bæði stjórnmálamönnum og öðrum framámönnum innan hersins þá gefur það til kynna að þetta eigi að vera allsherjarstríð og þá er verið að tala um tilfærslu, eyðileggingu, og það er líka verið að tala um að í framtíðinni verði þarna algjörlega nýtt samfélag á Gasa þar sem virðist eins og ekki sé gert ráð fyrir umtalsverðri viðveru Palestínumanna á þessum slóðum.“ Verið sé að reyna að flæma íbúa Gasa í burtu. „Þetta er hluti af ákveðinni stefnu eða draum um að hreinsa til á þessu svæði, í nafni öryggis og þetta eru skelfilegar áætlanir ef maður á að taka trúanlega orðræðuna en síðan líka þegar maður sér afleiðingar þessarar gífurlega örflugu herstefnu sem þeir hafa verið að reka. Þetta allsherjarstríð þar sem alls konar stofnanir, fólk, blaðamenn, spítalar, heilbrigðisstofnanir og fleiri hafa legið undir árásum daglega síðustu mánuði þannig að það virðist vera eins og takmarkið séu endalok; setja einhvern punkt á þetta samfélag sem hefur verið þarna á Gasa,“ segir Magnús Þorkell.
Ísrael Palestína Líbanon Tengdar fréttir Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. 10. janúar 2024 06:43 Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Yfirmaður drónadeildar Hesbollah-samtakanna í Suður-Líbanon var felldur í líklegri loftárás Ísraela í dag. Maðurinn hét Ali Hussein Barji og er talinn hafa verið að sækja jarðarför annars leiðtoga samtakanna sem felldur var í loftárás í gær, þegar bíll hans varð fyrir sprengju. 9. janúar 2024 15:25 Mun hvetja Ísraelsmenn til að draga úr aðgerðum og horfa til framtíðar Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er mættur til Tel Aviv í Ísrael þar sem hann er sagður munu freista þess að þrýsta á stjórnvöld að draga úr þunga aðgerða sinna á Gasa og hefja viðræður um stjórnun svæðisins þegar átökum lýkur. 9. janúar 2024 07:05 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Sjá meira
Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. 10. janúar 2024 06:43
Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Yfirmaður drónadeildar Hesbollah-samtakanna í Suður-Líbanon var felldur í líklegri loftárás Ísraela í dag. Maðurinn hét Ali Hussein Barji og er talinn hafa verið að sækja jarðarför annars leiðtoga samtakanna sem felldur var í loftárás í gær, þegar bíll hans varð fyrir sprengju. 9. janúar 2024 15:25
Mun hvetja Ísraelsmenn til að draga úr aðgerðum og horfa til framtíðar Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er mættur til Tel Aviv í Ísrael þar sem hann er sagður munu freista þess að þrýsta á stjórnvöld að draga úr þunga aðgerða sinna á Gasa og hefja viðræður um stjórnun svæðisins þegar átökum lýkur. 9. janúar 2024 07:05