Metfjöldi gerði sér leið á leikinn, aldrei hafa eins margir verið samankomnir til að horfa á handbolta en alls voru 53.586 manns á Merkur-Spiel Arena í kvöld.
This is what 53,586 handball fans look like 😱😍#ehfeuro2024 #heretoplay pic.twitter.com/ouMVuMOMNk
— EHF EURO (@EHFEURO) January 10, 2024
Það sást fljótt í hvað stefndi, yfirburðir Þýskalands voru algjörir í fyrri hálfleiknum, snemma í seinni hálfleik skoruðu Þjóðverjar svo átta mörk í röð og gerðu algjörlega útaf við vonir Svisslendinga.
Andreas Wolff átti stórleik í marki heimamanna og varði 11 af 17 skotum í fyrri hálfleik, hann endaði leikinn með 61,5% markvörslu, 16 varin skot af 26.
Germany are playing at home. And Andy Wolff wants everyone to know 👊💥#ehfeuro2024 #heretoplay @dhb_teams pic.twitter.com/BUrGcHOR8h
— EHF EURO (@EHFEURO) January 10, 2024
Patrick Groetzki, hægri hornamaður þýska landsliðsins, var utan hóps í kvöld. Hann er einn reyndasti maður liðsins, hefur átt fast sæti í liðinu síðan 2009 en líkt og Vísir greindi frá fyrr í vikunni mun hann að öllum líkindum ekki taka þátt í mótinu.
Með Þýskalandi og Sviss í A-riðli mótsins eru Frakkland og Norður-Makedónía. Leik þeirra lauk með öruggum 39-29 sigri Frakklands fyrr í kvöld. Næsta umferð í þeirra riðli fer fram þann 14. janúar þar sem liðin spila á víxl.