Myndir: Einar með húfu og Skítamórall á fyrstu æfingu Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2024 11:30 Einar Þorsteinn Ólafsson varð að gera sér að góðu að vera með húfu í fótboltanum í upphafi æfingar í dag, eftir lökustu frammistöðuna í fótboltaupphituninni á æfingu í gærkvöld. VÍSIR/VILHELM Eftirvæntingin leyndi sér ekki á fyrstu æfingu strákanna okkar í Ólympíuhöllinni í Münhen í morgun, daginn fyrir fyrsta leik á EM í handbolta, en létt var yfir mannskapnum. Strákarnir mættu með hátalara á fullum styrk inn á keppnisgólfið í Ólympíuhöllinni, og tónlistin sem varð fyrir valinu var að stórum hluta úr smiðju Skítamórals og fleiri fornfrægra sveitaballahljómsveita. Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson mun vera sá sem hefur yfirráð yfir tónlistinni en þjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson fær víst ekkert að skipta sér af og leyfir ákveðinn léttleika, ekki síst þegar langt og strangt mót gæti vonandi verið fram undan. Snorri er líka með þá reglu að í upphitun, þegar samkvæmt gamalli hefð er spilaður léttur fótbolti, þurfi sá sem var lakastur í fótboltanum á síðustu æfingu að vera með húfu á hausnum. Í þetta sinn var það Einar Þorsteinn Ólafsson sem bar húfuna eftir að hafa tapað í spennandi úrslitaeinvígi við Viktor Gísla Hallgrímsson í gærkvöld. Elliði Snær Viðarsson og Elvar Örn Jónsson bregða á leik og horfa upp í rjáfur Ólympíuhallarinnar.VÍSIR/VILHELM Eftir mínúturnar tíu sem opnar voru fjölmiðlum tók hins vegar meiri alvara við. Spennan fer nefnilega stigmagnandi vegna leiksins við Serba sem hefst klukkan 17 á morgun að íslenskum tíma, eða klukkan 18 í Þýskalandi. Eini leikmaðurinn sem missti af æfingunni í dag er Viktor Gísli sem glímir við minni háttar veikindi. Hann varð eftir á hótelinu til öryggis en fastlega er búist við því að hann verði með á morgun. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari var á hliðarlínunni í byrjun æfingar í dag og smellti af meðfylgjandi myndum. Arnór Atlason hefur ósjaldan spilað fótbolta í upphitun á landsliðsæfingu en er í dag aðstoðarþjálfari.VÍSIR/VILHELM Björgvin Páll Gústavsson er klár í EM.VÍSIR/VILHELM Gísli Þorgeir Kristjánsson er klár í slaginn og rúmlega það.VÍSIR/VILHELM Það var stutt í brosið hjá mönnum í upphafi æfingar í dag.VÍSIR/VILHELM Bjarki Már Elísson nýtti stöngina til að liðka sig til.VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson leynir ekki vonbrigðum eftir misheppnaða skottilraun í léttri fótboltaupphitun.VÍSIR/VILHELM Sigvaldi Björn Guðjónsson og Viggó Kristjánsson þurfa að ná vel saman á hægri vængnum.VÍSIR/VILHELM Elvar Örn Jónsson með fótbolta í lúkunum að þessu sinni. Stór hluti þess skamma tíma sem opinn er fjölmiðlum, á æfingum handboltalandsliðsins, fer nefnilega í upphitun í fótbolta.VÍSIR/VILHELM Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu á morgun klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Viktor Gísli ekki með á æfingu Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er ekki með á æfingu í München nú í morgunsárið, daginn fyrir fyrsta leik Íslands á EM í handbolta. Hann er veikur. 11. janúar 2024 09:18 Ómar Ingi: Gísli átti skilið að fá styttuna Ómar Ingi Magnússon, lykilmaður íslenska handboltalandsliðsins, segir að það komi ekki almennilega í ljós fyrr en á móti Serbum á morgun hver sé nákvæmlega staðan á íslenska liðinu í dag. 11. janúar 2024 10:30 Ekki bara leikur: Eruð þið frægari en Björk? Vísir birtir í dag fyrsta þáttinn af „Ekki bara leikur“ sem er þríleikur Björgvins Páls Gústavssonar landsliðsmarkvarðar um lífið sem leikmaður á stórmóti. 11. janúar 2024 09:00 Spálíkan telur líkur á íslensku gulli á EM: „Möguleikinn er til staðar“ Líklegast þykir að Ísland endi í sjöunda til tólfta sæti á Evrópumótinu í handbolta þetta árið. Þetta leiða niðurstöður spálíkans Peter O'Donoghue, prófessors við Háskólann í Reykjavík í ljós. Líkurnar á því að liðið standi uppi sem Evrópumeistari eru taldar afar litlar en möguleikinn er þó til staðar. 11. janúar 2024 08:31 „Held að allir viti að við eigum stóra drauma“ Bjarki Már Elísson og félagar í íslenska landsliðinu í handbolta eru mættir til München og sinna í dag lokaundirbúningnum fyrir fyrsta leik á EM – rimmuna mikilvægu við Serbíu á morgun. 11. janúar 2024 08:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Strákarnir mættu með hátalara á fullum styrk inn á keppnisgólfið í Ólympíuhöllinni, og tónlistin sem varð fyrir valinu var að stórum hluta úr smiðju Skítamórals og fleiri fornfrægra sveitaballahljómsveita. Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson mun vera sá sem hefur yfirráð yfir tónlistinni en þjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson fær víst ekkert að skipta sér af og leyfir ákveðinn léttleika, ekki síst þegar langt og strangt mót gæti vonandi verið fram undan. Snorri er líka með þá reglu að í upphitun, þegar samkvæmt gamalli hefð er spilaður léttur fótbolti, þurfi sá sem var lakastur í fótboltanum á síðustu æfingu að vera með húfu á hausnum. Í þetta sinn var það Einar Þorsteinn Ólafsson sem bar húfuna eftir að hafa tapað í spennandi úrslitaeinvígi við Viktor Gísla Hallgrímsson í gærkvöld. Elliði Snær Viðarsson og Elvar Örn Jónsson bregða á leik og horfa upp í rjáfur Ólympíuhallarinnar.VÍSIR/VILHELM Eftir mínúturnar tíu sem opnar voru fjölmiðlum tók hins vegar meiri alvara við. Spennan fer nefnilega stigmagnandi vegna leiksins við Serba sem hefst klukkan 17 á morgun að íslenskum tíma, eða klukkan 18 í Þýskalandi. Eini leikmaðurinn sem missti af æfingunni í dag er Viktor Gísli sem glímir við minni háttar veikindi. Hann varð eftir á hótelinu til öryggis en fastlega er búist við því að hann verði með á morgun. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari var á hliðarlínunni í byrjun æfingar í dag og smellti af meðfylgjandi myndum. Arnór Atlason hefur ósjaldan spilað fótbolta í upphitun á landsliðsæfingu en er í dag aðstoðarþjálfari.VÍSIR/VILHELM Björgvin Páll Gústavsson er klár í EM.VÍSIR/VILHELM Gísli Þorgeir Kristjánsson er klár í slaginn og rúmlega það.VÍSIR/VILHELM Það var stutt í brosið hjá mönnum í upphafi æfingar í dag.VÍSIR/VILHELM Bjarki Már Elísson nýtti stöngina til að liðka sig til.VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson leynir ekki vonbrigðum eftir misheppnaða skottilraun í léttri fótboltaupphitun.VÍSIR/VILHELM Sigvaldi Björn Guðjónsson og Viggó Kristjánsson þurfa að ná vel saman á hægri vængnum.VÍSIR/VILHELM Elvar Örn Jónsson með fótbolta í lúkunum að þessu sinni. Stór hluti þess skamma tíma sem opinn er fjölmiðlum, á æfingum handboltalandsliðsins, fer nefnilega í upphitun í fótbolta.VÍSIR/VILHELM Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu á morgun klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Viktor Gísli ekki með á æfingu Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er ekki með á æfingu í München nú í morgunsárið, daginn fyrir fyrsta leik Íslands á EM í handbolta. Hann er veikur. 11. janúar 2024 09:18 Ómar Ingi: Gísli átti skilið að fá styttuna Ómar Ingi Magnússon, lykilmaður íslenska handboltalandsliðsins, segir að það komi ekki almennilega í ljós fyrr en á móti Serbum á morgun hver sé nákvæmlega staðan á íslenska liðinu í dag. 11. janúar 2024 10:30 Ekki bara leikur: Eruð þið frægari en Björk? Vísir birtir í dag fyrsta þáttinn af „Ekki bara leikur“ sem er þríleikur Björgvins Páls Gústavssonar landsliðsmarkvarðar um lífið sem leikmaður á stórmóti. 11. janúar 2024 09:00 Spálíkan telur líkur á íslensku gulli á EM: „Möguleikinn er til staðar“ Líklegast þykir að Ísland endi í sjöunda til tólfta sæti á Evrópumótinu í handbolta þetta árið. Þetta leiða niðurstöður spálíkans Peter O'Donoghue, prófessors við Háskólann í Reykjavík í ljós. Líkurnar á því að liðið standi uppi sem Evrópumeistari eru taldar afar litlar en möguleikinn er þó til staðar. 11. janúar 2024 08:31 „Held að allir viti að við eigum stóra drauma“ Bjarki Már Elísson og félagar í íslenska landsliðinu í handbolta eru mættir til München og sinna í dag lokaundirbúningnum fyrir fyrsta leik á EM – rimmuna mikilvægu við Serbíu á morgun. 11. janúar 2024 08:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Viktor Gísli ekki með á æfingu Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er ekki með á æfingu í München nú í morgunsárið, daginn fyrir fyrsta leik Íslands á EM í handbolta. Hann er veikur. 11. janúar 2024 09:18
Ómar Ingi: Gísli átti skilið að fá styttuna Ómar Ingi Magnússon, lykilmaður íslenska handboltalandsliðsins, segir að það komi ekki almennilega í ljós fyrr en á móti Serbum á morgun hver sé nákvæmlega staðan á íslenska liðinu í dag. 11. janúar 2024 10:30
Ekki bara leikur: Eruð þið frægari en Björk? Vísir birtir í dag fyrsta þáttinn af „Ekki bara leikur“ sem er þríleikur Björgvins Páls Gústavssonar landsliðsmarkvarðar um lífið sem leikmaður á stórmóti. 11. janúar 2024 09:00
Spálíkan telur líkur á íslensku gulli á EM: „Möguleikinn er til staðar“ Líklegast þykir að Ísland endi í sjöunda til tólfta sæti á Evrópumótinu í handbolta þetta árið. Þetta leiða niðurstöður spálíkans Peter O'Donoghue, prófessors við Háskólann í Reykjavík í ljós. Líkurnar á því að liðið standi uppi sem Evrópumeistari eru taldar afar litlar en möguleikinn er þó til staðar. 11. janúar 2024 08:31
„Held að allir viti að við eigum stóra drauma“ Bjarki Már Elísson og félagar í íslenska landsliðinu í handbolta eru mættir til München og sinna í dag lokaundirbúningnum fyrir fyrsta leik á EM – rimmuna mikilvægu við Serbíu á morgun. 11. janúar 2024 08:00