Stöðug viðvera í sprungunni en telja óöruggt að senda kafara Árni Sæberg og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 11. janúar 2024 10:49 Frá sprungunni í Grindavík. Steingrímur Dúí Sigmenn á vegum Landsbjargar hafa stöðuga viðveru ofan í sprungunni í Grindavík, sem talið er að maður hafi fallið ofan í, en ekki er talið öruggt að senda kafara til leitar í vatni sem tekur við á margra metra dýpi ofan í sprungunni. Aðgengi íbúa að Grindavík helst óbreytt. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að leit haldi áfram af fullum krafti í dag. Vaktaskipti hafi verið í morgun og óþreytt fólk sé tekið við leitinni. Vanir fjalla- og rústabjörgunarmenn séu komnir til Grindavíkur víða að af landinu. Þeir hafi nú stöðuga viðveru, tveir í senn, ofan í sprungunni við leit að manninum. Talið er næsta víst að maðurinn hafi fallið í sprunguna þegar hann var við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. Jón Þór segir sprunguna töluvert djúpa og vatn taki við á nokkru dýpi. Ekki hafi verið talið öruggt að senda kafara ofan í vatnið en fjarstýrðum neðansjávarmyndavélum sé beitt við leitina. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir Ætla sér að finna manninn Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að staðan sé óbreytt, leit standi enn yfir og maðurinn sé ófundinn. Stöðug leit hafi staðið yfir frá því að tilkynnt var um hvarf mannsins á ellefta tímanum í gær. „Við ætlum okkur að finna þann mann sem við leitum að,“ segir Úlfar um framhaldið. Vinnu frestað en aðgengi óbreytt Lögreglustjóri fundaði með öðrum viðbragðsaðilum klukkan 08 í morgun þar sem farið var yfir öryggismál hvað varðar vinnu við viðgerðir í Grindavík. „Í ljósi atburða gærdagsins og yfirstandandi leitar hefur verið tekin ákvörðun um að fresta öllum frekari framkvæmdum fram yfir helgi,“ segir Úlfar. Á þriðjudag verði fundað með verktökum og öðrum hlutaðeigandi um framhaldið. „Það er fullur hugur í þeim að halda þeirri vinnu áfram.“ Þá segir Úlfar að viðvera íbúa Grindavíkur og starfsemi í bænum haldist óbreytt þrátt fyrir atburði gærdagsins. Hann leggur þó áherslu á að varhugavert sé að dvelja í Grindavík. Grindavík Björgunarsveitir Lögreglumál Féll í sprungu í Grindavík Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Fleiri fréttir Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Sjá meira
Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að leit haldi áfram af fullum krafti í dag. Vaktaskipti hafi verið í morgun og óþreytt fólk sé tekið við leitinni. Vanir fjalla- og rústabjörgunarmenn séu komnir til Grindavíkur víða að af landinu. Þeir hafi nú stöðuga viðveru, tveir í senn, ofan í sprungunni við leit að manninum. Talið er næsta víst að maðurinn hafi fallið í sprunguna þegar hann var við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. Jón Þór segir sprunguna töluvert djúpa og vatn taki við á nokkru dýpi. Ekki hafi verið talið öruggt að senda kafara ofan í vatnið en fjarstýrðum neðansjávarmyndavélum sé beitt við leitina. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir Ætla sér að finna manninn Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að staðan sé óbreytt, leit standi enn yfir og maðurinn sé ófundinn. Stöðug leit hafi staðið yfir frá því að tilkynnt var um hvarf mannsins á ellefta tímanum í gær. „Við ætlum okkur að finna þann mann sem við leitum að,“ segir Úlfar um framhaldið. Vinnu frestað en aðgengi óbreytt Lögreglustjóri fundaði með öðrum viðbragðsaðilum klukkan 08 í morgun þar sem farið var yfir öryggismál hvað varðar vinnu við viðgerðir í Grindavík. „Í ljósi atburða gærdagsins og yfirstandandi leitar hefur verið tekin ákvörðun um að fresta öllum frekari framkvæmdum fram yfir helgi,“ segir Úlfar. Á þriðjudag verði fundað með verktökum og öðrum hlutaðeigandi um framhaldið. „Það er fullur hugur í þeim að halda þeirri vinnu áfram.“ Þá segir Úlfar að viðvera íbúa Grindavíkur og starfsemi í bænum haldist óbreytt þrátt fyrir atburði gærdagsins. Hann leggur þó áherslu á að varhugavert sé að dvelja í Grindavík.
Grindavík Björgunarsveitir Lögreglumál Féll í sprungu í Grindavík Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Fleiri fréttir Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Sjá meira