Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Álftanes 87-84 | Dramatískur endir í Smáranum Smári Jökull Jónsson skrifar 11. janúar 2024 21:56 Úr leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Grindvík vann sannkallaðan seiglusigur gegn Álftanes í Subway-deildinni í kvöld. Gestirnir leiddu nær allan tímann en Grindvíkingar stálu sigrinum undir lokin. Í fyrsta leikhlutanum voru það Álftnesingar sem tóku frumkvæðið. Þeir áttu auðvelt með að skora og voru að hitta afar vel fyrir utan. Munurinn varð mestur ellefu stig í fyrri hálfleiknum en Grindvíkingar bættu leik sinn í öðrum leikhluta og náðu að minnka muninn. Þeim gekk betur að loka í vörninni og staðan 45-42 í hálfleik. Daniel Mortensen átti góðan leik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Í þriðja leikhluta voru Grindvíkingar ekki með á nótunum. Douglas Wilson gerði þeim lífið leitt og skoraði þrettán stig á fyrstu sex mínútum síðari hálfleiks. Munurinn fór upp í 15 stig en Grindvíkingar minnkuðu muninn á ný og níu stigum munaði fyrir lokafjórðunginn. Þar var komið að Suðurnesjamönnum að byrja betur. Álftanes skoraði ekki stig í nærri fimm mínútur og Grindavík náði að jafna metin í 72-72 með körfu frá Dedrick Basile sem var stigalaus fyrstu þrjá fjórðungana. Þegar þrjár mínútur voru eftir fékk Douglas tæknivillu fyrir að kvarta í dómara og það var hans fimmta villa. Afskaplega dýrt fyrir Álftnesinga. Gestirnir komust þó yfir á ný og leiddu 84-80 þegar innan við mínúta var eftir eftir þriggja stiga körfu Harðar Axels Vilhjálmssonar. Ólafur Ólafsson svaraði með þriggja stiga körfu og Álftanes náði ekki að skora í næstu sókn. DeAndre Kane fór upp með boltann þegar um 20 sekúndur voru eftir. Varnarmenn gestanna féllu af honum og Kane var ekki lengi að nýta sér það. Hann setti niður þrist og kom Grindavík 86-84 yfir. DeAndre Kane handsamar knöttinn.Vísir/Hulda Margrét Álftnesingar misstu boltann síðan afar klaufalega eftir leikhlé sem Kjartan Atli þjálfari þeirra tók. Þeir köstuðu boltanum beint útaf og neyddust til að brjóta á Daniel Mortensen sem kom Grindavík þremur stigum yfir. Suðurnesjamenn náðu að blaka boltanum til sín eftir vítaklikk í seinna víti Danans og þar með var sigurinn þeirra. Lokatölur 87-84 og Grindavíkingar fögnuðu sætum sigri en Álftnesingar eflaust afar svekktir með niðurstöðuna. Af hverju vann Grindavík? Þrátt fyrir frekar dapra frammistöðu á köflum í fyrsta og þriðja leikhluta misstu Grindvíkingar gestina aldrei of langt frá sér. Þeir voru síðan bestir þegar mest var undir í lokin. Sókn Álftnesinga fór í lás í byrjun fjórða leikhluta og þeir skoruðu ekki þá í tæpar fimm mínútur. Stinningskaldi var í stuði í stúkunni í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Eins og Jóhann Þór þjálfari Grindavíkur kom inn á í viðtali þá vantar ekki menn til að taka hetjuskot í hans liði. Ólafur og Kane settu báðir niður slík skot og munaði um minna. Þessir stóðu upp úr: Ólafur Ólafsson var bestur Grindvíkinga. Hann var stigahæstur með 23 stig og setti niður mikilvæg skot. DeAndre Kane var ekki góður í fyrri hálfleiknum en steig upp í þeim síðari og þá sérstaklega í lokin. Stuðningsmenn Álftaness í stuði.Vísir/Hulda Margrét Daniel Mortensen byrjaði frábærlega og var afar drjúgur fyrir Grindavík. Hjá Álftanesi var Douglas Wilson góður og mikið fór í gegnum hann sóknarlega. Enda var það mikil blóðtaka fyrir gestina þegar hann fór af velli með sína fimmtu villu. Hörður Axel og Haukur Helgi Pálsson skiluðu sínu og vel það. Hvað gekk illa? Það er eflaust áhyggjuefni hjá Grindavík að Dedrick Basile fann sig engan veginn lengi vel. Hann skoraði ekki stig fyrstu þrjá leikhlutana en steig vel upp í fjórða leikhlutanum eins og jafngóðum leikmanni og honum sæmir. Hörður Axel Vilhjálmsson ver hér skot Vals Orra Valssonar.Vísir/Hulda Margrét Kjartan Atli þjálfari gestanna hefur sjálfsagt áhyggjur af frammistöðu liðsins í fjórða leikhluta. Sóknarlega frusu hans menn fyrstu mínútur leikhlutans og hleyptu Grindavík inn í leikinn. Hvað gerist næst? Grindavík heldur næst á Sauðárkrók og mætir særðu liði Tindastóls. Það verður baráttuleikur sem vert er að hafa augun á. Álftanes fær heimaleik eftir að hafa spilað tvo útileiki í röð eftir áramótin. Þeir taka á móti Blikum í næstu viku. „Mönnum ber ekki saman um hvað var sagt“ Kjartan Atli Kjartansson vildi lítið tjá sig um dóminn örlagaríka þegar Douglas Wilson fékk sína fimmtu villu og sagðist þurfa að treysta dómurum leiksins.Vísir/Hulda Margrét „Við stífnuðum upp og þurfum bara að laga það. Þetta gerðist líka á móti þeim síðast. Þá var sama leikplan hjá þeim, að vaða í sóknarfráköst og þeir taka níu slík í seinni hálfleik. Þeir eru að skora mikið eftir tapaða bolta hjá okkur og það er það sem fer með þetta hjá okkur.“ „Þeir náðu að setja boltapressu á okkur og við erum með 16 tapaða bolta sem er út úr karakter hjá okkur. Þeir taka mikið af sóknarfráköstum og þar pínu liggur þetta. Stífleiki hjá okkur og þeir settu stór skot en við reyndar líka.“ DeAndre Kane lætur heyra í sér á vellinum.Vísir/Hulda Margrét „Sleggjuskot hjá þeim sem voru að detta. Það alveg hægt að taka undir það. Þetta var hörkuleikur í 40 mínútur og annað liðið setti skot undir lokin og ekki hitt. Þess vegna endaði leikurinn svona.“ „Mönnum ber ekki saman um hvað var sagt. Dómarinn vill meina að hann hafi beðið um villu en minn maður vill meina að hann hafi sagt „Let´s go“ og síðan er það dómarans að ákveða það. Við verðum bara að treysta því.“ „Hann hefur örugglega hitt úr einu að tveimur svona skotum áður“ Ólafur Ólafsson fer hér framhjá Douglas Wilson leikmanni Álftaness.Vísir/Hulda Margrét Ólafur Ólafsson fór fyrir sínum mönnum í Grindavík í sigrinum sæta gegn Álftanesi í kvöld. Hann sagði afar mikilvægt að hafa byrjað nýja árið á tveimur sigrum. „Það hjálpar okkur mikið og þetta var erfitt fyrir áramót nokkrir leikir. Við erum búnir að ná að þjappa okkur saman og mér fannst þessi sérstaklega stór hér í kvöld. Fyrirmóralinn, sjálfstraustið og allt það. Ég er mjög sáttur með þetta.“ DeAndre Kane í traffík við körfuna.Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar voru undir lengi vel í kvöld en sigu fram úr í lokafjórðungnum. Vörn Grindavíkur vaknaði í upphafi hans og Álftanes skoraði ekki í tæpar fimm mínútur í byrjun leikhlutans. „Í öðrum og fjórða, þá var varnarleikurinn alveg „spot on“. Við bjuggumst við að þeir myndu reyna að hægja á leiknum þannig að við gætum ekki hlaupið á þá og þeir gerðu það mjög vel í leiknum. Vörnin í öðrum og fjórða, sérstaklega í fjórða var 100%.“ Douglas Wilson treður.Vísir/Hulda Margrét DeAndre Kane setti sigurkörfuna þegar 14 sekúndur voru eftir. Grindavík var þá að hefja sókn og með nægan tíma á klukkunni en Kane sá tækifærið og greip það. „Hann fór frá honum þannig að hann varð að skjóta. Hann ætlaði að fara á hann en hinn beið inni í teig þannig að hann skaut. Hann hefur örugglega hitt úr einu eða tveimur svona skotum áður. Ekkert nema net þannig að það var geggjað.“ Subway-deild karla UMF Grindavík UMF Álftanes
Grindvík vann sannkallaðan seiglusigur gegn Álftanes í Subway-deildinni í kvöld. Gestirnir leiddu nær allan tímann en Grindvíkingar stálu sigrinum undir lokin. Í fyrsta leikhlutanum voru það Álftnesingar sem tóku frumkvæðið. Þeir áttu auðvelt með að skora og voru að hitta afar vel fyrir utan. Munurinn varð mestur ellefu stig í fyrri hálfleiknum en Grindvíkingar bættu leik sinn í öðrum leikhluta og náðu að minnka muninn. Þeim gekk betur að loka í vörninni og staðan 45-42 í hálfleik. Daniel Mortensen átti góðan leik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Í þriðja leikhluta voru Grindvíkingar ekki með á nótunum. Douglas Wilson gerði þeim lífið leitt og skoraði þrettán stig á fyrstu sex mínútum síðari hálfleiks. Munurinn fór upp í 15 stig en Grindvíkingar minnkuðu muninn á ný og níu stigum munaði fyrir lokafjórðunginn. Þar var komið að Suðurnesjamönnum að byrja betur. Álftanes skoraði ekki stig í nærri fimm mínútur og Grindavík náði að jafna metin í 72-72 með körfu frá Dedrick Basile sem var stigalaus fyrstu þrjá fjórðungana. Þegar þrjár mínútur voru eftir fékk Douglas tæknivillu fyrir að kvarta í dómara og það var hans fimmta villa. Afskaplega dýrt fyrir Álftnesinga. Gestirnir komust þó yfir á ný og leiddu 84-80 þegar innan við mínúta var eftir eftir þriggja stiga körfu Harðar Axels Vilhjálmssonar. Ólafur Ólafsson svaraði með þriggja stiga körfu og Álftanes náði ekki að skora í næstu sókn. DeAndre Kane fór upp með boltann þegar um 20 sekúndur voru eftir. Varnarmenn gestanna féllu af honum og Kane var ekki lengi að nýta sér það. Hann setti niður þrist og kom Grindavík 86-84 yfir. DeAndre Kane handsamar knöttinn.Vísir/Hulda Margrét Álftnesingar misstu boltann síðan afar klaufalega eftir leikhlé sem Kjartan Atli þjálfari þeirra tók. Þeir köstuðu boltanum beint útaf og neyddust til að brjóta á Daniel Mortensen sem kom Grindavík þremur stigum yfir. Suðurnesjamenn náðu að blaka boltanum til sín eftir vítaklikk í seinna víti Danans og þar með var sigurinn þeirra. Lokatölur 87-84 og Grindavíkingar fögnuðu sætum sigri en Álftnesingar eflaust afar svekktir með niðurstöðuna. Af hverju vann Grindavík? Þrátt fyrir frekar dapra frammistöðu á köflum í fyrsta og þriðja leikhluta misstu Grindvíkingar gestina aldrei of langt frá sér. Þeir voru síðan bestir þegar mest var undir í lokin. Sókn Álftnesinga fór í lás í byrjun fjórða leikhluta og þeir skoruðu ekki þá í tæpar fimm mínútur. Stinningskaldi var í stuði í stúkunni í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Eins og Jóhann Þór þjálfari Grindavíkur kom inn á í viðtali þá vantar ekki menn til að taka hetjuskot í hans liði. Ólafur og Kane settu báðir niður slík skot og munaði um minna. Þessir stóðu upp úr: Ólafur Ólafsson var bestur Grindvíkinga. Hann var stigahæstur með 23 stig og setti niður mikilvæg skot. DeAndre Kane var ekki góður í fyrri hálfleiknum en steig upp í þeim síðari og þá sérstaklega í lokin. Stuðningsmenn Álftaness í stuði.Vísir/Hulda Margrét Daniel Mortensen byrjaði frábærlega og var afar drjúgur fyrir Grindavík. Hjá Álftanesi var Douglas Wilson góður og mikið fór í gegnum hann sóknarlega. Enda var það mikil blóðtaka fyrir gestina þegar hann fór af velli með sína fimmtu villu. Hörður Axel og Haukur Helgi Pálsson skiluðu sínu og vel það. Hvað gekk illa? Það er eflaust áhyggjuefni hjá Grindavík að Dedrick Basile fann sig engan veginn lengi vel. Hann skoraði ekki stig fyrstu þrjá leikhlutana en steig vel upp í fjórða leikhlutanum eins og jafngóðum leikmanni og honum sæmir. Hörður Axel Vilhjálmsson ver hér skot Vals Orra Valssonar.Vísir/Hulda Margrét Kjartan Atli þjálfari gestanna hefur sjálfsagt áhyggjur af frammistöðu liðsins í fjórða leikhluta. Sóknarlega frusu hans menn fyrstu mínútur leikhlutans og hleyptu Grindavík inn í leikinn. Hvað gerist næst? Grindavík heldur næst á Sauðárkrók og mætir særðu liði Tindastóls. Það verður baráttuleikur sem vert er að hafa augun á. Álftanes fær heimaleik eftir að hafa spilað tvo útileiki í röð eftir áramótin. Þeir taka á móti Blikum í næstu viku. „Mönnum ber ekki saman um hvað var sagt“ Kjartan Atli Kjartansson vildi lítið tjá sig um dóminn örlagaríka þegar Douglas Wilson fékk sína fimmtu villu og sagðist þurfa að treysta dómurum leiksins.Vísir/Hulda Margrét „Við stífnuðum upp og þurfum bara að laga það. Þetta gerðist líka á móti þeim síðast. Þá var sama leikplan hjá þeim, að vaða í sóknarfráköst og þeir taka níu slík í seinni hálfleik. Þeir eru að skora mikið eftir tapaða bolta hjá okkur og það er það sem fer með þetta hjá okkur.“ „Þeir náðu að setja boltapressu á okkur og við erum með 16 tapaða bolta sem er út úr karakter hjá okkur. Þeir taka mikið af sóknarfráköstum og þar pínu liggur þetta. Stífleiki hjá okkur og þeir settu stór skot en við reyndar líka.“ DeAndre Kane lætur heyra í sér á vellinum.Vísir/Hulda Margrét „Sleggjuskot hjá þeim sem voru að detta. Það alveg hægt að taka undir það. Þetta var hörkuleikur í 40 mínútur og annað liðið setti skot undir lokin og ekki hitt. Þess vegna endaði leikurinn svona.“ „Mönnum ber ekki saman um hvað var sagt. Dómarinn vill meina að hann hafi beðið um villu en minn maður vill meina að hann hafi sagt „Let´s go“ og síðan er það dómarans að ákveða það. Við verðum bara að treysta því.“ „Hann hefur örugglega hitt úr einu að tveimur svona skotum áður“ Ólafur Ólafsson fer hér framhjá Douglas Wilson leikmanni Álftaness.Vísir/Hulda Margrét Ólafur Ólafsson fór fyrir sínum mönnum í Grindavík í sigrinum sæta gegn Álftanesi í kvöld. Hann sagði afar mikilvægt að hafa byrjað nýja árið á tveimur sigrum. „Það hjálpar okkur mikið og þetta var erfitt fyrir áramót nokkrir leikir. Við erum búnir að ná að þjappa okkur saman og mér fannst þessi sérstaklega stór hér í kvöld. Fyrirmóralinn, sjálfstraustið og allt það. Ég er mjög sáttur með þetta.“ DeAndre Kane í traffík við körfuna.Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar voru undir lengi vel í kvöld en sigu fram úr í lokafjórðungnum. Vörn Grindavíkur vaknaði í upphafi hans og Álftanes skoraði ekki í tæpar fimm mínútur í byrjun leikhlutans. „Í öðrum og fjórða, þá var varnarleikurinn alveg „spot on“. Við bjuggumst við að þeir myndu reyna að hægja á leiknum þannig að við gætum ekki hlaupið á þá og þeir gerðu það mjög vel í leiknum. Vörnin í öðrum og fjórða, sérstaklega í fjórða var 100%.“ Douglas Wilson treður.Vísir/Hulda Margrét DeAndre Kane setti sigurkörfuna þegar 14 sekúndur voru eftir. Grindavík var þá að hefja sókn og með nægan tíma á klukkunni en Kane sá tækifærið og greip það. „Hann fór frá honum þannig að hann varð að skjóta. Hann ætlaði að fara á hann en hinn beið inni í teig þannig að hann skaut. Hann hefur örugglega hitt úr einu eða tveimur svona skotum áður. Ekkert nema net þannig að það var geggjað.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum