Edda Björk dæmd í tuttugu mánaða fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2024 14:40 Edda með tveimur drengjanna. Edda Björk Arnardóttir hefur verið dæmd í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að nema börn sín á brott frá Noregi. Aðalmeðferð í máli Eddu Bjarkar fór fram í þingsréttinum í Þelamörk í desember og nú hefur norskur dómstóll kveðið upp dóm sinn. Leifur Runólfsson, lögmaður sem gætt hefur hagsmuna föðurins hér á landi, staðfestir niðurstöðuna við Vísi. Nútíminn greindi fyrst frá. Dómurinn er óskilorðsbundinn. Edda Björk flaug sonum sínum þremur frá Noregi til Íslands með einkaflugvél í mars 2022. Föður drengjanna hafði þá verið dæmd forsjá þeirra fyrir norskum dómstólum. Edda var handtekin í nóvember síðastliðinum og í framhaldinu flutt til Noregs eftir að dómstólar féllust á framsal hennar þangað. Ákæruvaldið hafði krafist sautján mánaða fangelsis. Lögreglan á Íslandi leitaði að drengjunum og fundust þeir þann 21. desember síðastliðinn. Við sama tilefni voru systir Eddu og lögmaður hennar handtekin. Faðir drengjanna flaug með drengina til Noregs að kvöldi þess dags. Edda var jafnframt dæmd til að greiða 35 þúsund norskar krónur í miskabætur og 75 þúsund norskar krónur í annan kostnað svo sem ferðakostnað. Samanlagt jafnvirði um 1,5 milljónir íslenskra króna. Sú ákvörðun að fallast á framsalsbeiðni Noregs í nóvember var harðlega gagnrýnd víða í samfélaginu. Í yfirlýsingu Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra í desember sagði að mál er varði börn og fjölskyldur séu með þeim viðkvæmustu og erfiðustu sem stjórnvöld fáist við. Því séu gerðar ríkar kröfur um að starfað sé eftir skýrum lögum og reglum með það að leiðarljósi að gæta allra viðeigandi hagsmuna í hverju máli fyrir sig. „Vegna þess máls sem verið hefur til umfjöllunar í fjölmiðlum er mikilvægt að árétta að þær ákvarðanir sem verið er að framfylgja hafa verið teknar af sjálfstæðum stjórnvöldum á grundvelli laga.“ Noregur Ofbeldi gegn börnum Mál Eddu Bjarkar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Yngsti drengurinn hafi ekki hitt bræður sína í tvær vikur Lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir drengina þrjá sem fluttir voru til Noregs í gær ekki hafa verið alla saman síðustu tvær vikur. Kæra hafi verið lögð fram á hendur þeim sem hafi aðstoðað við að fela drengina þegar leitað var að þeim. 22. desember 2023 19:31 Allir drengirnir komnir út á flugvöll með föður sínum Allir þrír synir Eddu Bjarkar Arnardóttur eru komnir í umsjá föður síns. Þeir eru nú á Keflavíkurflugvelli þaðan sem þeir fara með föður sínum til Noregs í kvöld. 21. desember 2023 18:10 Tveir synir Eddu Bjarkar sagðir fundnir Tveir synir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem leitað hefur verið síðan hún flutti þá frá Noregi, eru fundnir. Systir hennar og lögmaður hennar hafa verið handtekin. Þriðja sonarins er enn leitað. 21. desember 2023 16:26 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Leifur Runólfsson, lögmaður sem gætt hefur hagsmuna föðurins hér á landi, staðfestir niðurstöðuna við Vísi. Nútíminn greindi fyrst frá. Dómurinn er óskilorðsbundinn. Edda Björk flaug sonum sínum þremur frá Noregi til Íslands með einkaflugvél í mars 2022. Föður drengjanna hafði þá verið dæmd forsjá þeirra fyrir norskum dómstólum. Edda var handtekin í nóvember síðastliðinum og í framhaldinu flutt til Noregs eftir að dómstólar féllust á framsal hennar þangað. Ákæruvaldið hafði krafist sautján mánaða fangelsis. Lögreglan á Íslandi leitaði að drengjunum og fundust þeir þann 21. desember síðastliðinn. Við sama tilefni voru systir Eddu og lögmaður hennar handtekin. Faðir drengjanna flaug með drengina til Noregs að kvöldi þess dags. Edda var jafnframt dæmd til að greiða 35 þúsund norskar krónur í miskabætur og 75 þúsund norskar krónur í annan kostnað svo sem ferðakostnað. Samanlagt jafnvirði um 1,5 milljónir íslenskra króna. Sú ákvörðun að fallast á framsalsbeiðni Noregs í nóvember var harðlega gagnrýnd víða í samfélaginu. Í yfirlýsingu Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra í desember sagði að mál er varði börn og fjölskyldur séu með þeim viðkvæmustu og erfiðustu sem stjórnvöld fáist við. Því séu gerðar ríkar kröfur um að starfað sé eftir skýrum lögum og reglum með það að leiðarljósi að gæta allra viðeigandi hagsmuna í hverju máli fyrir sig. „Vegna þess máls sem verið hefur til umfjöllunar í fjölmiðlum er mikilvægt að árétta að þær ákvarðanir sem verið er að framfylgja hafa verið teknar af sjálfstæðum stjórnvöldum á grundvelli laga.“
Noregur Ofbeldi gegn börnum Mál Eddu Bjarkar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Yngsti drengurinn hafi ekki hitt bræður sína í tvær vikur Lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir drengina þrjá sem fluttir voru til Noregs í gær ekki hafa verið alla saman síðustu tvær vikur. Kæra hafi verið lögð fram á hendur þeim sem hafi aðstoðað við að fela drengina þegar leitað var að þeim. 22. desember 2023 19:31 Allir drengirnir komnir út á flugvöll með föður sínum Allir þrír synir Eddu Bjarkar Arnardóttur eru komnir í umsjá föður síns. Þeir eru nú á Keflavíkurflugvelli þaðan sem þeir fara með föður sínum til Noregs í kvöld. 21. desember 2023 18:10 Tveir synir Eddu Bjarkar sagðir fundnir Tveir synir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem leitað hefur verið síðan hún flutti þá frá Noregi, eru fundnir. Systir hennar og lögmaður hennar hafa verið handtekin. Þriðja sonarins er enn leitað. 21. desember 2023 16:26 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Yngsti drengurinn hafi ekki hitt bræður sína í tvær vikur Lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir drengina þrjá sem fluttir voru til Noregs í gær ekki hafa verið alla saman síðustu tvær vikur. Kæra hafi verið lögð fram á hendur þeim sem hafi aðstoðað við að fela drengina þegar leitað var að þeim. 22. desember 2023 19:31
Allir drengirnir komnir út á flugvöll með föður sínum Allir þrír synir Eddu Bjarkar Arnardóttur eru komnir í umsjá föður síns. Þeir eru nú á Keflavíkurflugvelli þaðan sem þeir fara með föður sínum til Noregs í kvöld. 21. desember 2023 18:10
Tveir synir Eddu Bjarkar sagðir fundnir Tveir synir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem leitað hefur verið síðan hún flutti þá frá Noregi, eru fundnir. Systir hennar og lögmaður hennar hafa verið handtekin. Þriðja sonarins er enn leitað. 21. desember 2023 16:26