Umfjöllun: Ísland - Serbía 27-27 | Ótrúlegur endir tryggði stig Sindri Sverrisson, Henry Birgir Gunnarsson og Runólfur Trausti Þórhallsson skrifa 12. janúar 2024 15:30 Sigvaldi Björn Guðjónsson var afar einbeittur þegar hann jafnaði metin og tryggði Íslandi stig í kvöld. VÍSIR/VILHELM Ísland byrjar EM karla í handbolta á einu dramatískasta jafntefli síðari ára. Liðið var tveimur mörkum undir þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks en á einhvern ótrúlegan hátt tryggði Sigvaldi Björn Guðjónsson stig með marki úr hraðaupphlaupi í blálokin. Bjarki Már.Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta hóf leik á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi og fyrsti leikurinn var á móti sterku liði Serbíu Ólympíuhöllinni í München. Það ríkti eðlilega mikil spenna fyrir leikinn enda Íslandi gengið nokkuð vel í undirbúningi fyrir mótið og þá var mikil spenna fyrir fyrsta mótsleik liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. Úr stúkunni.Vísir/Vilhelm Markverðirnir mættu klárir Ísland byrjaði leikinn með boltann og það virtist smá skjálfti í íslenska liðinu, sem betur fer átti það líka við Serbana. Það voru komnar rúmar fimm mínútur á klukkuna þegar Serbar skoruðu fyrsta mark leiksins. Þá hafði Viktor Gísli Hallgrímsson varið þrjú skot, þar af eitt dauðafæri og Ómar Ingi Magnússon brennt af víti. Elliði Snær Viðarsson svaraði hins vegar um hæl með sínu einkennisskoti af miðjunni. Það verður ekki sagt að flóðgáttirnar hafi opnast við þetta en þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 2-2. Þegar hér var komið við sögu var Viktor Gísli búinn að verja sjö af níu skotum Serbíu. Viktor Hallgrimsson is simply unbeatable tonight #ehfeuro2024 #heretoplay pic.twitter.com/GuiVO8pWQp— EHF EURO (@EHFEURO) January 12, 2024 Óvænt rautt spjald Þegar tólf mínútur voru liðnar fór Elliði Snær Vignisson með lófann – að öllu óviljandi – í andlitið á leikmanni Serbíu sem var að skjótast framhjá honum. Þjálfari Serbíu vildi fá tvær mínútur en dómarar leiksins voru ósammála því, fóru í skjáinn og enduðu á því að reka Elliða Snæ út af með rautt spjald. Eyjamaðurinn hafði skorað eitt af mörkum Íslands þegar hér kom við sögu og ljóst að þarna var íslenska liðið að missa ákveðið vopn en skot línumannsins knáa frá miðju er vopn sem fá lið búa yfir. Elliði Snær ræðir við dómara leiksins eftir að ljóst var að hann myndi ekki spila meira í leik dagsins.Vísir/Vilhelm Gekk illa að hrista Serbana af sér Sigvaldi Björn Guðjónsson kom Íslandi 5-4 yfir um miðbik fyrri hálfleiks og gat komið Íslandi tveimur mörkum yfir skömmu síðar en færið fór forgörðum. Var það saga fyrri hálfleiks, strákarnir okkar fóru illa með hvert færið á fætur öðru en sem betur fer var Viktor Gísli í ham á markinu. Dejan Milosavljev answering Viktor Hallgrimsson is just lit #ehfeuro2024 #heretoplay pic.twitter.com/C2sCLKkqIo— EHF EURO (@EHFEURO) January 12, 2024 Sigvaldi Björn fékk hins vegar annað tækifæri eftir hraðaupphlaup og brást sem betur fer ekki bogalistin í annað sinn. Bjarki Már Elísson fékk einnig hraðaupphlaup skömmu síðar og munurinn orðinn þrjú mörk, staðan 7-4 Íslandi í vil. Serbar svöruðu með þremur mörkum í röð og þó Ísland hafi komist yfir 8-7 þá héldu strákarnir okkar áfram að skjóta í markmann Serbíu þegar möguleiki var að auka forskotið. Alltaf þegar íslenska liðið virtist komið með forystu sem hægt væri að byggja á þá komu Serbarnir til baka. Munurinn var eitt mark þegar Ísland fór í síðustu sókn fyrri hálfleiks, skot Janusar Daða Smárasonar fór hins vegar í stöngina og staðan 11-10 í hálfleik. Illa stemmdir í upphafi síðari hálfleiks Hálfleikspásan virðist hafa farið betur í leikmenn Serbíu sem skoruðu fyrstu tvö fyrstu mörkin og komust þar af leiðandi yfir. Janus Daði skoraði hins vegar fyrsta mark Íslands í síðari hálfleik og staðan jöfn 12-12 þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Sóknarleikur Íslands hélt áfram að vera til vandræða, liðið klúðraði fjölda færa eða hreinlega henti boltanum frá sér. Þá nýtti íslenska liðið sér það illa að vera manni fleiri þannig þegar 40 mínútur voru á klukkunni var staðan 15-13 Serbíu í vil. Til að bæta gráu ofan á svart þá var Viktor Gísli ekki að klukka jafn marga bolta og í fyrri hálfleik. Viktor Gísli var magnaður framan af leik.Vísir/Vilhelm Einstaklega langur vondi kafli Ísland átti áfram erfitt uppdráttar næstu tíu mínútur eða svo. Í tví- eða þrígang komst Serbía þremur mörkum yfir en Íslan d minnkaði muninn jafnóðum. Sóknarleikurinn var loks hrokkinn í gang, eða svona þannig, en á sama tíma var vörnin og markvarslan engin. Þegar nokkrar mínútur lifðu leiks tókst Íslandi að minnka muninn niður í eitt mark en nær komst íslenska liðið ekki. Þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka fór Ísland í sókn sem liðið varð einfaldlega að nýta. Sóknin endaði þannig að Viggó Kristjánsson átti skot í hávörnina og Serbía nýtti næstu sókn sína. Þar með var sigur Serbíu svo gott sem tryggður, eða hvað? 2 goals to change the destiny of a match #ehfeuro2024 #HERETOPLAY @HSI_Iceland pic.twitter.com/q8Uv2HwhVM— EHF EURO (@EHFEURO) January 12, 2024 Serbía var tveimur mörkum yfir þegar lítið var eftir af leiknum. Aron Pálmarsson minnkaði muninn niður í eitt mark með skoti sem braut næstum slánna á marki Serbíu. Á einhvern ótrúlegan hátt náði Ísland að vinna boltann og Sigvaldi Björn var allt í einu sloppinn einn í gegn. Hann skoraði og tryggði Íslandi stig sem virtist löngu tapað, lokatölur 27-27. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta
Ísland byrjar EM karla í handbolta á einu dramatískasta jafntefli síðari ára. Liðið var tveimur mörkum undir þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks en á einhvern ótrúlegan hátt tryggði Sigvaldi Björn Guðjónsson stig með marki úr hraðaupphlaupi í blálokin. Bjarki Már.Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta hóf leik á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi og fyrsti leikurinn var á móti sterku liði Serbíu Ólympíuhöllinni í München. Það ríkti eðlilega mikil spenna fyrir leikinn enda Íslandi gengið nokkuð vel í undirbúningi fyrir mótið og þá var mikil spenna fyrir fyrsta mótsleik liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. Úr stúkunni.Vísir/Vilhelm Markverðirnir mættu klárir Ísland byrjaði leikinn með boltann og það virtist smá skjálfti í íslenska liðinu, sem betur fer átti það líka við Serbana. Það voru komnar rúmar fimm mínútur á klukkuna þegar Serbar skoruðu fyrsta mark leiksins. Þá hafði Viktor Gísli Hallgrímsson varið þrjú skot, þar af eitt dauðafæri og Ómar Ingi Magnússon brennt af víti. Elliði Snær Viðarsson svaraði hins vegar um hæl með sínu einkennisskoti af miðjunni. Það verður ekki sagt að flóðgáttirnar hafi opnast við þetta en þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 2-2. Þegar hér var komið við sögu var Viktor Gísli búinn að verja sjö af níu skotum Serbíu. Viktor Hallgrimsson is simply unbeatable tonight #ehfeuro2024 #heretoplay pic.twitter.com/GuiVO8pWQp— EHF EURO (@EHFEURO) January 12, 2024 Óvænt rautt spjald Þegar tólf mínútur voru liðnar fór Elliði Snær Vignisson með lófann – að öllu óviljandi – í andlitið á leikmanni Serbíu sem var að skjótast framhjá honum. Þjálfari Serbíu vildi fá tvær mínútur en dómarar leiksins voru ósammála því, fóru í skjáinn og enduðu á því að reka Elliða Snæ út af með rautt spjald. Eyjamaðurinn hafði skorað eitt af mörkum Íslands þegar hér kom við sögu og ljóst að þarna var íslenska liðið að missa ákveðið vopn en skot línumannsins knáa frá miðju er vopn sem fá lið búa yfir. Elliði Snær ræðir við dómara leiksins eftir að ljóst var að hann myndi ekki spila meira í leik dagsins.Vísir/Vilhelm Gekk illa að hrista Serbana af sér Sigvaldi Björn Guðjónsson kom Íslandi 5-4 yfir um miðbik fyrri hálfleiks og gat komið Íslandi tveimur mörkum yfir skömmu síðar en færið fór forgörðum. Var það saga fyrri hálfleiks, strákarnir okkar fóru illa með hvert færið á fætur öðru en sem betur fer var Viktor Gísli í ham á markinu. Dejan Milosavljev answering Viktor Hallgrimsson is just lit #ehfeuro2024 #heretoplay pic.twitter.com/C2sCLKkqIo— EHF EURO (@EHFEURO) January 12, 2024 Sigvaldi Björn fékk hins vegar annað tækifæri eftir hraðaupphlaup og brást sem betur fer ekki bogalistin í annað sinn. Bjarki Már Elísson fékk einnig hraðaupphlaup skömmu síðar og munurinn orðinn þrjú mörk, staðan 7-4 Íslandi í vil. Serbar svöruðu með þremur mörkum í röð og þó Ísland hafi komist yfir 8-7 þá héldu strákarnir okkar áfram að skjóta í markmann Serbíu þegar möguleiki var að auka forskotið. Alltaf þegar íslenska liðið virtist komið með forystu sem hægt væri að byggja á þá komu Serbarnir til baka. Munurinn var eitt mark þegar Ísland fór í síðustu sókn fyrri hálfleiks, skot Janusar Daða Smárasonar fór hins vegar í stöngina og staðan 11-10 í hálfleik. Illa stemmdir í upphafi síðari hálfleiks Hálfleikspásan virðist hafa farið betur í leikmenn Serbíu sem skoruðu fyrstu tvö fyrstu mörkin og komust þar af leiðandi yfir. Janus Daði skoraði hins vegar fyrsta mark Íslands í síðari hálfleik og staðan jöfn 12-12 þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Sóknarleikur Íslands hélt áfram að vera til vandræða, liðið klúðraði fjölda færa eða hreinlega henti boltanum frá sér. Þá nýtti íslenska liðið sér það illa að vera manni fleiri þannig þegar 40 mínútur voru á klukkunni var staðan 15-13 Serbíu í vil. Til að bæta gráu ofan á svart þá var Viktor Gísli ekki að klukka jafn marga bolta og í fyrri hálfleik. Viktor Gísli var magnaður framan af leik.Vísir/Vilhelm Einstaklega langur vondi kafli Ísland átti áfram erfitt uppdráttar næstu tíu mínútur eða svo. Í tví- eða þrígang komst Serbía þremur mörkum yfir en Íslan d minnkaði muninn jafnóðum. Sóknarleikurinn var loks hrokkinn í gang, eða svona þannig, en á sama tíma var vörnin og markvarslan engin. Þegar nokkrar mínútur lifðu leiks tókst Íslandi að minnka muninn niður í eitt mark en nær komst íslenska liðið ekki. Þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka fór Ísland í sókn sem liðið varð einfaldlega að nýta. Sóknin endaði þannig að Viggó Kristjánsson átti skot í hávörnina og Serbía nýtti næstu sókn sína. Þar með var sigur Serbíu svo gott sem tryggður, eða hvað? 2 goals to change the destiny of a match #ehfeuro2024 #HERETOPLAY @HSI_Iceland pic.twitter.com/q8Uv2HwhVM— EHF EURO (@EHFEURO) January 12, 2024 Serbía var tveimur mörkum yfir þegar lítið var eftir af leiknum. Aron Pálmarsson minnkaði muninn niður í eitt mark með skoti sem braut næstum slánna á marki Serbíu. Á einhvern ótrúlegan hátt náði Ísland að vinna boltann og Sigvaldi Björn var allt í einu sloppinn einn í gegn. Hann skoraði og tryggði Íslandi stig sem virtist löngu tapað, lokatölur 27-27.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti