Innlent

Hefja leit á ný

Árni Sæberg skrifar
Leit er að hefjast á ný.
Leit er að hefjast á ný. Vísir/Steingrímur Dúi

Leit að manninum, sem talið er að hafi fallið ofan í sprungu í Grindavík á miðvikudag, er hafin á ný. Leit var frestað í gærkvöldi vegna hættulegra aðstæðna á svæðinu.

Þetta staðfestir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, í samtali við fréttastofu. Í morgun sagði hann að ákveðið hefði verið að fresta leit seint í gærkvöldi í ljósi þess að ástandið í sprungunni var metið ótryggt og því ekki hægt að tryggja öryggi þeirra sem þar voru við störf.

Mikið hafi rignt á svæðinu síðustu sólarhringa og rigni enn sem geri björgunarfólki afar erfitt fyrir.

Mannsins hefur verið leitað síðan á ellefta tímanum á miðvikudag.


Tengdar fréttir

Hrun í miðri sprungu dró manninn með sér

Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir mál mannsins sem talinn er hafa fallið ofan í við sprunguinnfyllingu vera bakslag fyrir Grindvíkinga. Þetta segir hann í viðtali við Stöð 2 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×