Hættulegur strákur: „Tilfinningin var eins og í Hollywood-mynd“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2024 08:01 Siggi í Lundúnum árið 2022. Skjáskot Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, segir árin sem hann var virkur í störfum WikiLeaks helst minna á Hollywood-mynd. Hann segir fáránlegt að sér hafi verið treyst fyrir jafn miklu og raun bar vitni þegar hann var bara unglingur. Heimildaþættirnir A Dangerous Boy, eða Hættulegur strákur, voru frumsýndir á Stöð 2 í gærkvöldi. Þættirnir eru framleiddir í Danmörku, eru fjórir talsins og fjalla um líf Sigurðar Þórðarsonar, Sigga hakkara, fjár- og kynferðisglæpi hans gagnvart ungum drengjum og lygar. Sigurður vakti heimsathygli árið 2010 þegar hann stal og lak gögnum Milestone. Sigurður lýsir því í fyrsta þætti A Dangerous Boy hvernig hann hafði 14. ára gamall lagað tölvu hjá þekktum íslenskum viðskiptamanni, sem starfaði hjá Milestone, í flugvél á leið heim til Íslands frá Tenerife þar sem Siggi var í fríi með fjölskyldunni. Maðurinn hafi verið mjög ánægður með aðstoð Sigga og boðið honum starf hjá fyrirtækinu við að eyða gögnum. Í stað þess að fylgja fyrirmælum afritaði Siggi gögnin og lak til fjölmiðla. Lekinn leiddi til Vafningsmálsins og umfjöllunar um fjármál Glitnis í bankahruninu. „Einn af mínum nánustu vinum ákvað að hafa samband við lögregluna og lögmann Milestone og segja þeim að upplýsingarnar, sem verið var að leka til fjölmiðla, væru komnar frá mér. Í stað þess að vernda mig ljóstruðu [fjölmiðlar] upp um mig,“ segir Siggi í fyrsta þættinum í viðtali, sem tekið er 2014. „Frábær tilfinning“ að hafa aðgang að leynilegum gögnum Í kjölfarið var Siggi kynntur fyrir Julian Assange, ritstjóra WikiLeaks, sem sveipaði yfir hann verndarvæng. Assange var á þessum tíma með reglulega viðveru á Íslandi og þónokkrir Íslendingar í starfsmanna- og sjálfboðaliðahópi WikiLeaks. Siggi var þarna sautján ára gamall, dreginn inn í starfsemi WikiLeaks sem sjálfboðaliði, og segir þennan tíma í lífi sínu upplýstan af spennu. Siggi í viðtali sem tekið var við hann árið 2014 þegar hann sat í gæsluvarðhaldi. Sama ár var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik.Skjáskot „Ég get ekki sagt að þetta hafi verið leiðinlegt, ég get ekki sagt að þetta hafi ekki verið spennandi, þetta var mjög spennandi. Sérstaklega að vera 17, 18 og 19 ára gamall og hafa aðgang að leynilegum hergögnum. Tilfinningin var frábær. Tilfinningin var eins og í Hollywood-mynd, þar sem þú hefur aðgang eða brýst inn í tölvukerfi stjórnvalda til að lesa leynileg gögn,“ segir Siggi. Hvernig myndi kvikmynd um þig líta út? „Ég veit það ekki. Nokkuð vel held ég.“ „Við vorum eins og feðgar“ Siggi segist aldrei hafa fengið greitt fyrir sína vinnu fyrir WikiLeaks. Hann hafi verið sjálfboðaliði en stjórnað allt að níutíu manna sjálfboðaliðateymi. Hann fullyrðir í þættinum að meirihluti þeirra gagna sem WikiLeaks hafi birt hafi verið sóttur ólöglega. Hann hafi ekki komið frá uppljóstrurum, eins og meðlimir WikiLeaks vilji meina, heldur frá hökkurum. Hann segir margt líkt með sér og Assange. Þeir hafi báðir prófað sig mikið áfram með tölvur á uppvaxtarárunum og lekið gögnum á þeim árum. Sigurður í viðtali sem tekið var við hann fyrir þættina árið 2018. Hér segir hann frá aðkomu sinni að tölvuinnbrotum WikiLeaks, Cablegate og uppljóstrun sinni til bandarísku alríkislögreglunnar.Skjáskot „Æskuárin okkar voru mjög svipuð. Við vorum eins og feðgar.“ Trygglyndið var þó ekki meira en svo, við mann sem Siggi leit á sem föðurímynd, að hann stal tæpum sjö milljónum króna frá WikiLeaks. Það gerði hann með því að senda tölvupóst í febrúar 2011 á forstjóra vefverslunarinnar Spredshirt í nafni Julians Assange. Í póstnum fullyrti hann að hann nyti fullrar heimildar til meðferðar fjármuna vegna sölu muna, merktum WikiLeaks, á vef Spreadshirt og bað um að ágóðinn yrði lagður inn á bankareikninga í hans eigin nafni. „Hvers vegna Julian treysti mér svona vel veit ég enn ekki. Ég hefði ekki treyst mér,“ segir Siggi í viðtalinu. Hvers vegna ekki? „Af því að ég var svo ungur. Ég hefði ekki treyst mér fyrir fimm aura, ég var allt of ungur fyrir þetta rugl.“ Collateral Murder og Cablegate „Fyrst um sinn hélt ég að Julian væri klikkhaus með stórar hugmyndir eins og margir anarkistar. En hann er einn þeirra anarkista sem leiddi eitthvað af sér, hann gerði eitthvað sem skipti máli.“ Þetta segir Sigurður í öðrum þætti A Dangerous Boy á meðan hann rifjar upp Collateral Murder myndbandið svokallaða, sem WikiLeaks lak í febrúar 2010 og hann kom að meðal annarra. Myndbandið sýnir upptöku úr herþyrlu Bandaríkjanna yfir Bagdad í Írak 12. júlí 2007. Myndbandið sýnir bandaríska hermenn skjóta á hóp manna á götum borgarinnar og nokkra þeirra til bana, þar á meðal tvo fréttamenn Reuters. Hermennirnir hlógu að því að hafa drepið mennina, sem allir voru almennir borgarar. Birting myndbandsins og leki þess vakti hörð viðbrögð hjá yfirvöldum í Bandaríkjunum. Það bætti ekki úr skák þegar WikiLeaks lak gögnum um samskipti við erlend ríki og sendiráð Bandaríkjanna um allan heim. Lekinn er betur þekktur sem Cablegate. Meðal gagna sem var lekið var fjöldi skýrsla Carol von Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sem hún sendi heim til Washington á embættistíð sinni hér. Fjallað var mikið um bréfin á sínum tíma í íslenskum fjölmiðlum. Lekinn var og er litinn mjög alvarlegum augum í Bandaríkjunum og hefur hann verið ákærður fyrir brot á njósnalögum í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hafa farið fram á að hann verði framseldur og gæti hann átt yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi. Sigurður segir frá því í þættinum að eitt af hans hlutverkum fyrir WikiLeaks hafi verið að ferðast um heiminn með þessi gögn. Hann hafi meðal annars ferðast til Frakklands, Hollands, Ungverjalands og Hondúras. Ragnheiður Sigurðardóttir, móðir Sigurðar segist ítrekað hafa reynt að hafa samband við stjórnendur WikiLeaks til að fá þá til að hætta að treysta Sigurði fyrir verkefnum en henni hafi ekki verið ansað. Sigurður var þarna nýorðinn átján ára. Inntur að því hvort hann hafi farið á ferðalagið með lífverði annars vegar og bangsa hins vegar segir Siggi það satt. „Frá því að ég var barn hef ég átt sama bangsann, hann heitir Búmbi. Hann ferðaðist til hvers einasta lands með mér. Það að hafa hann með mér þýðir fyrir mig að ég er öruggur, hann mun aldrei stinga rýtingi í bakið á mér. Enginn annar hafi fengist í þessi verk Í þættinum greinir Siggi frá því að í kjölfar Cablegate hafi Assange verið mjög hræddur við allt og alla og haldinn ofsóknarkennd. Hann hafi meðal annars fyrirskipað að leita þyrfti í farangri allra, sem heimsóttu Ellingham Hall heimili hans í Englandi á meðan hann beið réttarhalda, þar á meðal sjálfboðaliða og starfsmanna WikiLeaks. Siggi segist hafa tekið þátt í þeirri leit og eftirliti og hafa gert afrit af öllum tölvugögnum gesta að beiðni Assange. Einnig er rætt við Birgittu Jónsdóttur, fyrrverandi þingmann Pírata, en hún var virkur meðlimur í WikiLeaks í kring um Bankahrunið og á þessum tíma. Birgitta segist viss um að ástæða þess hve Assange treysti Sigga fyrir miklu sé að enginn annar hafi fengist í þessi verk. Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata og virkur meðlimur í WikiLeaks í kring um 2010.Skjáskot „Assange var mjög strangur við okkur Daniel og aðra um að skilja aldrei eftir afrit af spjalli í tölvunum okkar af öryggisástæðum. Það var hluti af öryggisreglunum. Ég man mjög vel eftir því í árdaga hafði enginn kennt mér að þurrka það út strax, skrárnar, og Assange eyddi heilum 15 mínútum í að öskra á mig fyrir að hafa óvart geymt skrárnar. Augljóslega geymdi Siggi allar skrár yfir öll samtöl okkar,“ segir Birgitta. „Það er undarlegt að hann fékk aðgang og svo mikinn aðgang að hann gat afritað harða diskinn í tölvu og ekki bara látið FBI fá afritið heldur lekið því.“ Árið 2011 varði Sigurður þremur mánuðum í að njósna um WikiLeaks fyrir FBI, bandarísku alríkislögregluna, og afhenti henni átta harða diska, fulla af gögnum frá samtökunum. Sigurður er eitt helsta vitni Bandaríkjanna í málinu gegn Assange. Hann segist hafa verið mjög hræddur um að vera sjálfur sóttur til saka í Bandaríkjunum og því hafa haft samband við Bandaríkjamenn. Hann fékk fimm þúsund bandaríkjadali fyrir erfiðið. Siggi segir málið hafa haft mikil áhrif á sálarlíf sitt. Hann öskri á nóttunni upp úr svefni og viti ekki hvers vegna. „Það er eitthvað að, þú átt ekki að öskra þegar þú sefur. Áður en ég flæktist inn í WikiLeaks átti ég auðvelt með að sofna á kvöldin en núna þarf ég að taka fjórar svefntöflur til að festa svefn.“ „Vonandi mun fólk að lokum líta á mig sem góðan vondakall,“ segir Siggi í þættinum en hann hefur verið dæmdur í síbrotagæslu vegna fjársvika og fengið dóma fyrir kynferðisbrot gegn drengjum. Þættirnir eru sýndir á Stöð 2 á sunnudögum en hægt er að horfa á alla þættina á efnisveitunni Stöð 2+. Fjallað verður um seinni tvo þætti A Dangerous Boy á Vísi á morgun. Þar er meðal annars farið yfir glæpaferil Sigurðar, bæði þá fjárglæpi sem hann hefur framið en einnig kynferðisbrot, sem hann var dæmdur fyrir gegn fjölda drengja. Mál Sigga hakkara Mál Julians Assange WikiLeaks Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Sjá meira
Heimildaþættirnir A Dangerous Boy, eða Hættulegur strákur, voru frumsýndir á Stöð 2 í gærkvöldi. Þættirnir eru framleiddir í Danmörku, eru fjórir talsins og fjalla um líf Sigurðar Þórðarsonar, Sigga hakkara, fjár- og kynferðisglæpi hans gagnvart ungum drengjum og lygar. Sigurður vakti heimsathygli árið 2010 þegar hann stal og lak gögnum Milestone. Sigurður lýsir því í fyrsta þætti A Dangerous Boy hvernig hann hafði 14. ára gamall lagað tölvu hjá þekktum íslenskum viðskiptamanni, sem starfaði hjá Milestone, í flugvél á leið heim til Íslands frá Tenerife þar sem Siggi var í fríi með fjölskyldunni. Maðurinn hafi verið mjög ánægður með aðstoð Sigga og boðið honum starf hjá fyrirtækinu við að eyða gögnum. Í stað þess að fylgja fyrirmælum afritaði Siggi gögnin og lak til fjölmiðla. Lekinn leiddi til Vafningsmálsins og umfjöllunar um fjármál Glitnis í bankahruninu. „Einn af mínum nánustu vinum ákvað að hafa samband við lögregluna og lögmann Milestone og segja þeim að upplýsingarnar, sem verið var að leka til fjölmiðla, væru komnar frá mér. Í stað þess að vernda mig ljóstruðu [fjölmiðlar] upp um mig,“ segir Siggi í fyrsta þættinum í viðtali, sem tekið er 2014. „Frábær tilfinning“ að hafa aðgang að leynilegum gögnum Í kjölfarið var Siggi kynntur fyrir Julian Assange, ritstjóra WikiLeaks, sem sveipaði yfir hann verndarvæng. Assange var á þessum tíma með reglulega viðveru á Íslandi og þónokkrir Íslendingar í starfsmanna- og sjálfboðaliðahópi WikiLeaks. Siggi var þarna sautján ára gamall, dreginn inn í starfsemi WikiLeaks sem sjálfboðaliði, og segir þennan tíma í lífi sínu upplýstan af spennu. Siggi í viðtali sem tekið var við hann árið 2014 þegar hann sat í gæsluvarðhaldi. Sama ár var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik.Skjáskot „Ég get ekki sagt að þetta hafi verið leiðinlegt, ég get ekki sagt að þetta hafi ekki verið spennandi, þetta var mjög spennandi. Sérstaklega að vera 17, 18 og 19 ára gamall og hafa aðgang að leynilegum hergögnum. Tilfinningin var frábær. Tilfinningin var eins og í Hollywood-mynd, þar sem þú hefur aðgang eða brýst inn í tölvukerfi stjórnvalda til að lesa leynileg gögn,“ segir Siggi. Hvernig myndi kvikmynd um þig líta út? „Ég veit það ekki. Nokkuð vel held ég.“ „Við vorum eins og feðgar“ Siggi segist aldrei hafa fengið greitt fyrir sína vinnu fyrir WikiLeaks. Hann hafi verið sjálfboðaliði en stjórnað allt að níutíu manna sjálfboðaliðateymi. Hann fullyrðir í þættinum að meirihluti þeirra gagna sem WikiLeaks hafi birt hafi verið sóttur ólöglega. Hann hafi ekki komið frá uppljóstrurum, eins og meðlimir WikiLeaks vilji meina, heldur frá hökkurum. Hann segir margt líkt með sér og Assange. Þeir hafi báðir prófað sig mikið áfram með tölvur á uppvaxtarárunum og lekið gögnum á þeim árum. Sigurður í viðtali sem tekið var við hann fyrir þættina árið 2018. Hér segir hann frá aðkomu sinni að tölvuinnbrotum WikiLeaks, Cablegate og uppljóstrun sinni til bandarísku alríkislögreglunnar.Skjáskot „Æskuárin okkar voru mjög svipuð. Við vorum eins og feðgar.“ Trygglyndið var þó ekki meira en svo, við mann sem Siggi leit á sem föðurímynd, að hann stal tæpum sjö milljónum króna frá WikiLeaks. Það gerði hann með því að senda tölvupóst í febrúar 2011 á forstjóra vefverslunarinnar Spredshirt í nafni Julians Assange. Í póstnum fullyrti hann að hann nyti fullrar heimildar til meðferðar fjármuna vegna sölu muna, merktum WikiLeaks, á vef Spreadshirt og bað um að ágóðinn yrði lagður inn á bankareikninga í hans eigin nafni. „Hvers vegna Julian treysti mér svona vel veit ég enn ekki. Ég hefði ekki treyst mér,“ segir Siggi í viðtalinu. Hvers vegna ekki? „Af því að ég var svo ungur. Ég hefði ekki treyst mér fyrir fimm aura, ég var allt of ungur fyrir þetta rugl.“ Collateral Murder og Cablegate „Fyrst um sinn hélt ég að Julian væri klikkhaus með stórar hugmyndir eins og margir anarkistar. En hann er einn þeirra anarkista sem leiddi eitthvað af sér, hann gerði eitthvað sem skipti máli.“ Þetta segir Sigurður í öðrum þætti A Dangerous Boy á meðan hann rifjar upp Collateral Murder myndbandið svokallaða, sem WikiLeaks lak í febrúar 2010 og hann kom að meðal annarra. Myndbandið sýnir upptöku úr herþyrlu Bandaríkjanna yfir Bagdad í Írak 12. júlí 2007. Myndbandið sýnir bandaríska hermenn skjóta á hóp manna á götum borgarinnar og nokkra þeirra til bana, þar á meðal tvo fréttamenn Reuters. Hermennirnir hlógu að því að hafa drepið mennina, sem allir voru almennir borgarar. Birting myndbandsins og leki þess vakti hörð viðbrögð hjá yfirvöldum í Bandaríkjunum. Það bætti ekki úr skák þegar WikiLeaks lak gögnum um samskipti við erlend ríki og sendiráð Bandaríkjanna um allan heim. Lekinn er betur þekktur sem Cablegate. Meðal gagna sem var lekið var fjöldi skýrsla Carol von Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sem hún sendi heim til Washington á embættistíð sinni hér. Fjallað var mikið um bréfin á sínum tíma í íslenskum fjölmiðlum. Lekinn var og er litinn mjög alvarlegum augum í Bandaríkjunum og hefur hann verið ákærður fyrir brot á njósnalögum í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hafa farið fram á að hann verði framseldur og gæti hann átt yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi. Sigurður segir frá því í þættinum að eitt af hans hlutverkum fyrir WikiLeaks hafi verið að ferðast um heiminn með þessi gögn. Hann hafi meðal annars ferðast til Frakklands, Hollands, Ungverjalands og Hondúras. Ragnheiður Sigurðardóttir, móðir Sigurðar segist ítrekað hafa reynt að hafa samband við stjórnendur WikiLeaks til að fá þá til að hætta að treysta Sigurði fyrir verkefnum en henni hafi ekki verið ansað. Sigurður var þarna nýorðinn átján ára. Inntur að því hvort hann hafi farið á ferðalagið með lífverði annars vegar og bangsa hins vegar segir Siggi það satt. „Frá því að ég var barn hef ég átt sama bangsann, hann heitir Búmbi. Hann ferðaðist til hvers einasta lands með mér. Það að hafa hann með mér þýðir fyrir mig að ég er öruggur, hann mun aldrei stinga rýtingi í bakið á mér. Enginn annar hafi fengist í þessi verk Í þættinum greinir Siggi frá því að í kjölfar Cablegate hafi Assange verið mjög hræddur við allt og alla og haldinn ofsóknarkennd. Hann hafi meðal annars fyrirskipað að leita þyrfti í farangri allra, sem heimsóttu Ellingham Hall heimili hans í Englandi á meðan hann beið réttarhalda, þar á meðal sjálfboðaliða og starfsmanna WikiLeaks. Siggi segist hafa tekið þátt í þeirri leit og eftirliti og hafa gert afrit af öllum tölvugögnum gesta að beiðni Assange. Einnig er rætt við Birgittu Jónsdóttur, fyrrverandi þingmann Pírata, en hún var virkur meðlimur í WikiLeaks í kring um Bankahrunið og á þessum tíma. Birgitta segist viss um að ástæða þess hve Assange treysti Sigga fyrir miklu sé að enginn annar hafi fengist í þessi verk. Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata og virkur meðlimur í WikiLeaks í kring um 2010.Skjáskot „Assange var mjög strangur við okkur Daniel og aðra um að skilja aldrei eftir afrit af spjalli í tölvunum okkar af öryggisástæðum. Það var hluti af öryggisreglunum. Ég man mjög vel eftir því í árdaga hafði enginn kennt mér að þurrka það út strax, skrárnar, og Assange eyddi heilum 15 mínútum í að öskra á mig fyrir að hafa óvart geymt skrárnar. Augljóslega geymdi Siggi allar skrár yfir öll samtöl okkar,“ segir Birgitta. „Það er undarlegt að hann fékk aðgang og svo mikinn aðgang að hann gat afritað harða diskinn í tölvu og ekki bara látið FBI fá afritið heldur lekið því.“ Árið 2011 varði Sigurður þremur mánuðum í að njósna um WikiLeaks fyrir FBI, bandarísku alríkislögregluna, og afhenti henni átta harða diska, fulla af gögnum frá samtökunum. Sigurður er eitt helsta vitni Bandaríkjanna í málinu gegn Assange. Hann segist hafa verið mjög hræddur um að vera sjálfur sóttur til saka í Bandaríkjunum og því hafa haft samband við Bandaríkjamenn. Hann fékk fimm þúsund bandaríkjadali fyrir erfiðið. Siggi segir málið hafa haft mikil áhrif á sálarlíf sitt. Hann öskri á nóttunni upp úr svefni og viti ekki hvers vegna. „Það er eitthvað að, þú átt ekki að öskra þegar þú sefur. Áður en ég flæktist inn í WikiLeaks átti ég auðvelt með að sofna á kvöldin en núna þarf ég að taka fjórar svefntöflur til að festa svefn.“ „Vonandi mun fólk að lokum líta á mig sem góðan vondakall,“ segir Siggi í þættinum en hann hefur verið dæmdur í síbrotagæslu vegna fjársvika og fengið dóma fyrir kynferðisbrot gegn drengjum. Þættirnir eru sýndir á Stöð 2 á sunnudögum en hægt er að horfa á alla þættina á efnisveitunni Stöð 2+. Fjallað verður um seinni tvo þætti A Dangerous Boy á Vísi á morgun. Þar er meðal annars farið yfir glæpaferil Sigurðar, bæði þá fjárglæpi sem hann hefur framið en einnig kynferðisbrot, sem hann var dæmdur fyrir gegn fjölda drengja.
Mál Sigga hakkara Mál Julians Assange WikiLeaks Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Sjá meira