Nespresso ekki fyrir óbreytta starfsmenn Jakob Bjarnar skrifar 12. janúar 2024 13:55 Jana Rós vil taka það skýrt fram að Lyfjastofnun greiði ekki fyrir Nespresso drykkju starfsfólks. Lyfjastofnun vill koma á framfæri athugasemd en stofnunin greiðir ekki fyrir kaffineyslu starfsmanna. Þá hefur borist athugasemd frá starfsfólki LSH og er sagt að spítalinn fjármagni sannarlega ekki lúxuskaffidrykkju klínískra starfsmanna. Jana Rós Reynisdóttir, deildarstjóri hjá Lyfjastofnun sendi Vísi athugasemd vegna fréttar sem Vísir birti og hefur vakið verulega athygli. Fréttin byggir á upplýsingum frá Opnum reikningum en þar kemur fram að á tíu mánaða tímabili ársins 2023 hafi Lyfjastofnun greitt fyrirtækinu Perroy, sem hefur einkarétt á innflutningi og sölu á vörum Nespresso, tæpar þrjú hundruð þúsund krónur. Jana Rós gerir ekki athugasemdir við það í sjálfu sér heldur vill hún taka það fram að Lyfjastofnun fjármagni ekki slíka kaffineyslu starfsmanna. Almennir starfsmenn borga sitt Nespresso sjálfir „Hjá Lyfjastofnun eru Nespresso kaffihylki eingöngu keypt og notuð í tengslum við fundarhöld hjá stofnuninni þegar utanaðkomandi gestir koma á fundi hjá stofnuninni. Lyfjastofnun greiðir ekki fyrir Nespresso drykkju starfsfólks,“ segir Jana Rós. Hún segir að starfsfólki stofnunarinnar sé velkomið að koma með eigin hylki á vinnustaðinn til að brugga sér sitt Nespresso-kaffi. „En hylkin eru alfarið á kostnað þeirra starfsmanna sem kjósa að gera það.“ Þannig liggur fyrir að þeir gestir sem mæta á fundi hjá Lyfjastofnun eru kaffiþyrstir og kunna vel að meta það Nespresso sem er á boðstólum á fundum. Þannig er ljóst að margir velta fyrir sér þessum kostnaði. Svo virðist sem almennir starfsmenn séu ekki endilega þeir sem njóti kaffidrykkja af dýrari tegundinni. LSH fjármagnar ekki lúxuskaffidrykkju óbreyttra Ein athugasemd sem blaðamanni hefur borist er frá Fríðu Ólöfu Gunnarsdóttir sem segir að á öllum klínískum deildum LSH sé uppáhellingur eða baunavél í boði fyrir starfsfólk. En samkvæmt Opnum reikningum greiðir Landspítalinn rétt tæpar þrjár milljónir fyrir téð tímabil. „Á sumum deildum hefur starfsfólk slegið saman í betri kaffivélar, svo sem Nespresso og fólk kemur þá með sitt kaffi sjálft. LSH fjármagnar svo sannarlega ekki lúxuskaffidrykkju klínískra starfsmanna,“ segir Fríða Ólöf. Víst er að Perroy hefur gert gott mót með því að ná undir sig þessu einkaleyfi en samkvæmt ársreikningi var hagnaður félagsins var 86 milljónir 2022 og 140 milljónir árinu þar á undan. Vörusala nam 1,3 milljörðum 2022. Eigendur Perroy eru Jónas Hagan Guðmundsson og Edward Mac Gillivray Schmidt, sem mun vera einn ríkasti maður Kanada. Rekstur hins opinbera Fíkn Neytendur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sjá meira
Jana Rós Reynisdóttir, deildarstjóri hjá Lyfjastofnun sendi Vísi athugasemd vegna fréttar sem Vísir birti og hefur vakið verulega athygli. Fréttin byggir á upplýsingum frá Opnum reikningum en þar kemur fram að á tíu mánaða tímabili ársins 2023 hafi Lyfjastofnun greitt fyrirtækinu Perroy, sem hefur einkarétt á innflutningi og sölu á vörum Nespresso, tæpar þrjú hundruð þúsund krónur. Jana Rós gerir ekki athugasemdir við það í sjálfu sér heldur vill hún taka það fram að Lyfjastofnun fjármagni ekki slíka kaffineyslu starfsmanna. Almennir starfsmenn borga sitt Nespresso sjálfir „Hjá Lyfjastofnun eru Nespresso kaffihylki eingöngu keypt og notuð í tengslum við fundarhöld hjá stofnuninni þegar utanaðkomandi gestir koma á fundi hjá stofnuninni. Lyfjastofnun greiðir ekki fyrir Nespresso drykkju starfsfólks,“ segir Jana Rós. Hún segir að starfsfólki stofnunarinnar sé velkomið að koma með eigin hylki á vinnustaðinn til að brugga sér sitt Nespresso-kaffi. „En hylkin eru alfarið á kostnað þeirra starfsmanna sem kjósa að gera það.“ Þannig liggur fyrir að þeir gestir sem mæta á fundi hjá Lyfjastofnun eru kaffiþyrstir og kunna vel að meta það Nespresso sem er á boðstólum á fundum. Þannig er ljóst að margir velta fyrir sér þessum kostnaði. Svo virðist sem almennir starfsmenn séu ekki endilega þeir sem njóti kaffidrykkja af dýrari tegundinni. LSH fjármagnar ekki lúxuskaffidrykkju óbreyttra Ein athugasemd sem blaðamanni hefur borist er frá Fríðu Ólöfu Gunnarsdóttir sem segir að á öllum klínískum deildum LSH sé uppáhellingur eða baunavél í boði fyrir starfsfólk. En samkvæmt Opnum reikningum greiðir Landspítalinn rétt tæpar þrjár milljónir fyrir téð tímabil. „Á sumum deildum hefur starfsfólk slegið saman í betri kaffivélar, svo sem Nespresso og fólk kemur þá með sitt kaffi sjálft. LSH fjármagnar svo sannarlega ekki lúxuskaffidrykkju klínískra starfsmanna,“ segir Fríða Ólöf. Víst er að Perroy hefur gert gott mót með því að ná undir sig þessu einkaleyfi en samkvæmt ársreikningi var hagnaður félagsins var 86 milljónir 2022 og 140 milljónir árinu þar á undan. Vörusala nam 1,3 milljörðum 2022. Eigendur Perroy eru Jónas Hagan Guðmundsson og Edward Mac Gillivray Schmidt, sem mun vera einn ríkasti maður Kanada.
Rekstur hins opinbera Fíkn Neytendur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sjá meira