Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl.- Stjarnan 98-92 | Þór með frábæra endurkomu gegn Stjörnunni sem skilaði sigri Hjörvar Ólafsson skrifar 12. janúar 2024 21:12 Vísir/Bára Þór Þorlákshöfn innbyrti sigur á móti Stjörnunni, 98-92, í lokaleik þrettándu umferð Subway deildar karla í körfubolta þegar liðin leiddu saman hesta sína í Iceland Glacier-höllina í Þorlákshöfn í kvöld. Heimamenn höfðu haft betur í sjö síðustu deildarleikjum sínum á móti Stjörnumönnum og héldu hreðjartaki sínu á Garðbæingnum áfram. Liðin skiptust á að hafa forystuna í hröðum og skemmtilegum leik en þegar um það bil fimm mínútur voru eftir af leiknum var Stjarnan 90-81 yfir. Þá tók Arnar Guðjónsson leikhlé þegar Stjarnan var á leið í hraða sókn. Antti Kanervo og Kevin Kone sátu eftir á varamannabekknum eftir leikhléið og Arnar sér mögulega eftir þeirri ákvörðun sinni. Því í kjölfarið fylgdi 12-0 sprettur og síðan 17-2 kafli á lokaspretti leiksins. Sú sveifla skilaði seiglusigri hjá Þór. Darwin Davis og Nigel Pruitt settur niður tvo þrista hvor á þessum kafla auk þess sem Tómas Valur Þrastarson og Jordan Sample voru frábærir í varnarleiknum. Þór komst aftur á sigurbraut með þessum sigri en Stjarnan hefur aftur á móti beðið ósigur í tveimur fyrstu leikjum sínum eftir jólafríið. Þórsarar komust upp að hlið nágrönnum Keflavík og Njarðvík í öðru til fjórða deildarinnar en liðin eru hvert um sig með níu sigurleiki. Valur trónir svo á toppnum með tíu sigra. Stjarnan er hins vegar í sjötta til níunda sæti ásamt Tindastóli, Hetti og Grindavík með sjö sigra. Þar fyrir ofan er síðan Álftanes með einum sigri meira og deildarkeppnin áfram hnífjöfn. Lárus Jónsson getur verið stoltur af lærisveinum sínum. Vísir/Bára Lárus Jónsson: Náðum upp sterkri vörn undir lokin „Við settum niður stóra þrista og fengum upp vörn sem var búin að vera slök fram að því. Við náðum að halda Ægi Þór og James Ellisor betur í skefjum, fengum hraða í leikinn og settum niður stór skot,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar aðspurður um hvað hefði skilað þessum sæta sigri. „Ég vildi að ég gæti sagt þér að ég hafði sagt einhver töfraorð í leikhléinu í aðdraganda endurkomunnar en það var bara einfalt. Við þurftum að fá stopp og það gekk upp. Ég er ánægður með sóknarleikinn heilt yfir og vörnina undir lokin. Þá fráköstuðum við vel og það skilaði kærkomnum sigri,“ sagði Lárus enn fremur. Arnar: Tökum margt jákvætt með okkur þrátt fyrir tap „Þrátt fyrir þetta svekkjandi tap þá var ég ánægður með frammistöðuna hjá liðinu og margt sem gladdi mig hér í kvöld. Því miður slökkvum við á okkur í varnarleiknum á ögurstundu og brjótum reglu í varnarskipulaginu sem gefur þeim opna þrista,“ sagði Arnar sem bar blendnar tilfinningar í brjósti að leik loknum. „Það var augljóslega vont að missa Júlíus Orra út þar sem við erum einnig án Dags Kár og Ægir Þór að koma til baka eftir höfuðmeiðsli. Eðlilega dró af Ægi Þór og kannski var ekki sanngjarnt að láta hann spila svona mikið í ljósi aðstæðna. Við breytum því hins vegar ekki að nú er bara að horfa áfram veginn og fara að undirbúa okkur fyrir leikinn við Hamar. Þar vona ég innilega að Ragnar Natanaelsson verði með og verði ekki dæmdur í leikbann. Ég held að allflestir muni hætta að taka þátt í því að búa til afþreyingu með því að vera mækaðir ef að útkoman er að þeir lendi í því vera gerðir að skemmtiefni og verði úrskurðaðir í leikbann í kjölfarið. Að mínu mati er þetta eitt af nokkrum atriðum sem körfuboltasambandið þarf að skoða og taka til endurskoðunar,“ sagði Arnar um framhaldið. Arnar Guðjónsson er alltaf líflegur á hliðarlínunniVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Í spennandi, hröðum og afar skemmtilegum leik átti Þór Þorlákshöfn síðasta áhluapið og hljóp í burtu með sigurinn. Stór skot kveiktu í Iceland Glacier-höllinni, leikmenn Þórs smituðust af stemmingunni úr stúkunni og lönduðu frábærum endurkomusigri. Hverjir sköruðu fram úr? Ægir Þór Steinarsson lék á als oddi í fyrri hálfleik og skoraði þar 22 stig og svo 28 stig alls í leiknum. Þar að auki gaf hann tíu stoðsendingar. Næstur honum hjá Stjörnunni var James Ellisor með 22 stig. Stigaskorið dreifðist betur hjá leikmönnum Þórs en Jordan Sample dró vagninn með sínum 26 stigum. Darwin Davis lagði 20 stig í púkkinn, Tómas Valur 18 stig og Nigel Pruitt 16 stig. Þá kom Jose Antonio Medina með gott framlag á mikilvægu augnabliki í leiknum. Hvað gekk illa?Samherjar Ægis Þórs lögðu helst til þungar byrðar á herðar hans og það jókst enn frekar þegar Júlíus Orri Ágústsson þurfti að yfirgefa völlinn vegna höfuðhöggs. Fyrir eru Dagur Kár Jónsson og Hlynur Elías Bæringsson á meiðslalistanum hjá Garðabæjarliðinu. Hvað gerist næst?Stjarnan fær tækifæri til þess að finna sigurtilfinninguna á nýjan leik þegar liðið fær Hamar í heimsókn á fimmtudaginn kemur. Eftir slétta viku sækir Þór Þorlákshöfn svo Hauka heim í Ólafssal að Ásvöllum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan
Þór Þorlákshöfn innbyrti sigur á móti Stjörnunni, 98-92, í lokaleik þrettándu umferð Subway deildar karla í körfubolta þegar liðin leiddu saman hesta sína í Iceland Glacier-höllina í Þorlákshöfn í kvöld. Heimamenn höfðu haft betur í sjö síðustu deildarleikjum sínum á móti Stjörnumönnum og héldu hreðjartaki sínu á Garðbæingnum áfram. Liðin skiptust á að hafa forystuna í hröðum og skemmtilegum leik en þegar um það bil fimm mínútur voru eftir af leiknum var Stjarnan 90-81 yfir. Þá tók Arnar Guðjónsson leikhlé þegar Stjarnan var á leið í hraða sókn. Antti Kanervo og Kevin Kone sátu eftir á varamannabekknum eftir leikhléið og Arnar sér mögulega eftir þeirri ákvörðun sinni. Því í kjölfarið fylgdi 12-0 sprettur og síðan 17-2 kafli á lokaspretti leiksins. Sú sveifla skilaði seiglusigri hjá Þór. Darwin Davis og Nigel Pruitt settur niður tvo þrista hvor á þessum kafla auk þess sem Tómas Valur Þrastarson og Jordan Sample voru frábærir í varnarleiknum. Þór komst aftur á sigurbraut með þessum sigri en Stjarnan hefur aftur á móti beðið ósigur í tveimur fyrstu leikjum sínum eftir jólafríið. Þórsarar komust upp að hlið nágrönnum Keflavík og Njarðvík í öðru til fjórða deildarinnar en liðin eru hvert um sig með níu sigurleiki. Valur trónir svo á toppnum með tíu sigra. Stjarnan er hins vegar í sjötta til níunda sæti ásamt Tindastóli, Hetti og Grindavík með sjö sigra. Þar fyrir ofan er síðan Álftanes með einum sigri meira og deildarkeppnin áfram hnífjöfn. Lárus Jónsson getur verið stoltur af lærisveinum sínum. Vísir/Bára Lárus Jónsson: Náðum upp sterkri vörn undir lokin „Við settum niður stóra þrista og fengum upp vörn sem var búin að vera slök fram að því. Við náðum að halda Ægi Þór og James Ellisor betur í skefjum, fengum hraða í leikinn og settum niður stór skot,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar aðspurður um hvað hefði skilað þessum sæta sigri. „Ég vildi að ég gæti sagt þér að ég hafði sagt einhver töfraorð í leikhléinu í aðdraganda endurkomunnar en það var bara einfalt. Við þurftum að fá stopp og það gekk upp. Ég er ánægður með sóknarleikinn heilt yfir og vörnina undir lokin. Þá fráköstuðum við vel og það skilaði kærkomnum sigri,“ sagði Lárus enn fremur. Arnar: Tökum margt jákvætt með okkur þrátt fyrir tap „Þrátt fyrir þetta svekkjandi tap þá var ég ánægður með frammistöðuna hjá liðinu og margt sem gladdi mig hér í kvöld. Því miður slökkvum við á okkur í varnarleiknum á ögurstundu og brjótum reglu í varnarskipulaginu sem gefur þeim opna þrista,“ sagði Arnar sem bar blendnar tilfinningar í brjósti að leik loknum. „Það var augljóslega vont að missa Júlíus Orra út þar sem við erum einnig án Dags Kár og Ægir Þór að koma til baka eftir höfuðmeiðsli. Eðlilega dró af Ægi Þór og kannski var ekki sanngjarnt að láta hann spila svona mikið í ljósi aðstæðna. Við breytum því hins vegar ekki að nú er bara að horfa áfram veginn og fara að undirbúa okkur fyrir leikinn við Hamar. Þar vona ég innilega að Ragnar Natanaelsson verði með og verði ekki dæmdur í leikbann. Ég held að allflestir muni hætta að taka þátt í því að búa til afþreyingu með því að vera mækaðir ef að útkoman er að þeir lendi í því vera gerðir að skemmtiefni og verði úrskurðaðir í leikbann í kjölfarið. Að mínu mati er þetta eitt af nokkrum atriðum sem körfuboltasambandið þarf að skoða og taka til endurskoðunar,“ sagði Arnar um framhaldið. Arnar Guðjónsson er alltaf líflegur á hliðarlínunniVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Í spennandi, hröðum og afar skemmtilegum leik átti Þór Þorlákshöfn síðasta áhluapið og hljóp í burtu með sigurinn. Stór skot kveiktu í Iceland Glacier-höllinni, leikmenn Þórs smituðust af stemmingunni úr stúkunni og lönduðu frábærum endurkomusigri. Hverjir sköruðu fram úr? Ægir Þór Steinarsson lék á als oddi í fyrri hálfleik og skoraði þar 22 stig og svo 28 stig alls í leiknum. Þar að auki gaf hann tíu stoðsendingar. Næstur honum hjá Stjörnunni var James Ellisor með 22 stig. Stigaskorið dreifðist betur hjá leikmönnum Þórs en Jordan Sample dró vagninn með sínum 26 stigum. Darwin Davis lagði 20 stig í púkkinn, Tómas Valur 18 stig og Nigel Pruitt 16 stig. Þá kom Jose Antonio Medina með gott framlag á mikilvægu augnabliki í leiknum. Hvað gekk illa?Samherjar Ægis Þórs lögðu helst til þungar byrðar á herðar hans og það jókst enn frekar þegar Júlíus Orri Ágústsson þurfti að yfirgefa völlinn vegna höfuðhöggs. Fyrir eru Dagur Kár Jónsson og Hlynur Elías Bæringsson á meiðslalistanum hjá Garðabæjarliðinu. Hvað gerist næst?Stjarnan fær tækifæri til þess að finna sigurtilfinninguna á nýjan leik þegar liðið fær Hamar í heimsókn á fimmtudaginn kemur. Eftir slétta viku sækir Þór Þorlákshöfn svo Hauka heim í Ólafssal að Ásvöllum.