Fjölskyldufaðir á Akureyri talinn meðlimur Íslamska ríkisins Árni Sæberg skrifar 12. janúar 2024 16:13 Maðurinn var búsettur á Akureyri ásamt fjölskyldu sinni. Vísir/Tryggvi Páll Þrír karlmenn voru handteknir í lögregluaðgerðum á Akureyri í morgun. Einn þeirra hefur verið fluttur til Grikklands ásamt eiginkonu sinni og sex börnum sem eru á aldrinum 6 mánaða til 16 ára. Sá er talinn vera meðlimur Íslamska ríkisins, ISIS. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Þar segir að í framhaldi af handtökunum hafi verið framkvæmd húsleit í tveimur húsum og lögreglan lagt hald á farsíma og peninga. Tveimur mannanna hafi svo verið sleppt úr haldi. Aðgerðir lögreglu hafi staðið yfir síðan í nóvember í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld, þar á meðal Europol, vegna upplýsinga um að fjölskyldufaðirinn sé meðlimur Íslamska ríkisins, ISIS. Að sögn Helenu Rósar Sturludóttur, upplýsingafulltrúa Ríkislögreglustjóra, er um fyrsta staðfesta tilvik þess að maður búsettur á Íslandi tengist líka ISIS. Árið 2016 var þó greint frá því að Íslending væri að finna í skjölum sem innihéldu upplýsingar um ISIS-liða. Þá sagði Ríkislögreglustjóri að embættið byggi ekki yfir neinum upplýsingum um að Íslendingur tengdist samtökunum. Mikilvægt hafi þótt að tryggja öryggi og velferð fjölskyldunnar í aðgerðinni í morgun og því hafi starfsmenn félagsþjónustu, barnaverndar og heilbrigðismenntað starfsfólk ásamt fjölda lögreglumanna verið á vettvangi. Flugvél með fjölskylduna innanborðs hafi lent í Grikklandi síðdegis en fjölskyldan hafi komið hingað til lands í september og sótt um alþjóðlega vernd hér á landi en verið synjað á þeim forsendum að þau eru með alþjóðlega vernd í Grikklandi. Aðgerð lögreglu hafi tekist vel og sé nú lokið en rannsókn málsins enn á viðkvæmu stigi og því ekki hægt að veita nánari upplýsingar að svo stöddu. Samtökin ISIS brutust fram á sjónarsviðið árið 2014 þegar þau náðu völdum á landsvæði sem tilheyrir Sýrlandi og Írak. Samtökin lýstu yfir stofnun Kalífadæmis á svæðinu sem kallaðist einfaldlega Íslamska ríkið. Síðan þá hefur máttur samtakanna dalað mikið og foryngjar þeirra verið drepnir í röðum. Samtökin eru þó enn virk og lýstu til að mynda yfir ábyrgð á hryðjuverkunum sem framin voru í Bagdad á dögunum. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Akureyri Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Þar segir að í framhaldi af handtökunum hafi verið framkvæmd húsleit í tveimur húsum og lögreglan lagt hald á farsíma og peninga. Tveimur mannanna hafi svo verið sleppt úr haldi. Aðgerðir lögreglu hafi staðið yfir síðan í nóvember í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld, þar á meðal Europol, vegna upplýsinga um að fjölskyldufaðirinn sé meðlimur Íslamska ríkisins, ISIS. Að sögn Helenu Rósar Sturludóttur, upplýsingafulltrúa Ríkislögreglustjóra, er um fyrsta staðfesta tilvik þess að maður búsettur á Íslandi tengist líka ISIS. Árið 2016 var þó greint frá því að Íslending væri að finna í skjölum sem innihéldu upplýsingar um ISIS-liða. Þá sagði Ríkislögreglustjóri að embættið byggi ekki yfir neinum upplýsingum um að Íslendingur tengdist samtökunum. Mikilvægt hafi þótt að tryggja öryggi og velferð fjölskyldunnar í aðgerðinni í morgun og því hafi starfsmenn félagsþjónustu, barnaverndar og heilbrigðismenntað starfsfólk ásamt fjölda lögreglumanna verið á vettvangi. Flugvél með fjölskylduna innanborðs hafi lent í Grikklandi síðdegis en fjölskyldan hafi komið hingað til lands í september og sótt um alþjóðlega vernd hér á landi en verið synjað á þeim forsendum að þau eru með alþjóðlega vernd í Grikklandi. Aðgerð lögreglu hafi tekist vel og sé nú lokið en rannsókn málsins enn á viðkvæmu stigi og því ekki hægt að veita nánari upplýsingar að svo stöddu. Samtökin ISIS brutust fram á sjónarsviðið árið 2014 þegar þau náðu völdum á landsvæði sem tilheyrir Sýrlandi og Írak. Samtökin lýstu yfir stofnun Kalífadæmis á svæðinu sem kallaðist einfaldlega Íslamska ríkið. Síðan þá hefur máttur samtakanna dalað mikið og foryngjar þeirra verið drepnir í röðum. Samtökin eru þó enn virk og lýstu til að mynda yfir ábyrgð á hryðjuverkunum sem framin voru í Bagdad á dögunum. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Akureyri Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira