Körfubolti

ÍR styrkti stöðu sína á toppnum

Dagur Lárusson skrifar
Ísak Máni Wium, þjálfari ÍR.
Ísak Máni Wium, þjálfari ÍR. Vísir/Bára Dröfn

Fimm leikir fóru fram í 1.deildinni í körfubolta karla í kvöld en topplið ÍR styrkti stöðu sína.

Fimm leikir fóru fram í 1.deildinni í körfubolta karla í kvöld en topplið ÍR styrkti stöðu sína.

ÍR hafði betur gegn Þrótti í Vogum þar sem lokatölur voru 79-110. Lamar Morgan var stigahæstur hjá ÍR með 28 stig og tók hann einnig átta fráköst. Arnaldur Grímsson var síðan stigahæstur hjá Þrótti með 21 stig.

Lokatölur hjá Þór og Snæfelli voru 113-100 en Jaeden King í liði Snæfell náði að skora hvorki meira né minna en 43 stig og tók níu frjáköst. Stigahæstur hjá Þórsurum var Jason Giglioitti með 32 stig en hann tók tíu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Þrír aðrir leikir fóru fram þar sem Hrunamenn töpuðu fyrir ÍA 91-98, Selfoss vann Ármann 76-68 og Fjölnir vann Sindra 76-84.

Eftir leiki kvöldsins er ÍR enn í efsta sætinu og nú með 22 stig en Fjölnir er í þriðja sætinu með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×