Kallar eftir tekjutengdum sektum eftir að ekið var á átta bíla Árni Sæberg skrifar 13. janúar 2024 12:08 Bílunum hafði verið lagt við Hringbraut skammt frá Bræðraborgarstíg. Linda Björg Logadóttir Snemma í morgun ók ungur maður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, utan í átta kyrrstæðar bifreiðar á Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur. Íbúi við Hringbraut lýsir ófremdarástandi í götunni. Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að maðurinn hafi verið handtekinn og sé enn í fangageymslu. Hann verði yfirheyrður þegar hann er orðinn viðræðuhæfur. Hann segir að tilkynnt hafi verið um áreksturinn klukkan tuttugu mínútur yfir sex í morgun og að í upphaflegri tilkynningu hafi verið talað um átta bíla, sem eru talsvert mikið skemmdir eftir áreksturinn. Vonast eftir skjótri afgreiðslu tryggingafélaga Hákon Pálsson býr við Hringbraut og segir atvikið nokkuð áfall fyrir íbúa. „Þarna eru átta fjölskyldur sem hafa misst bifreiðarnar sínar. Maður bara vonast til þess að tryggingafélögin hagi sér skikkanlega og borgi þetta fljótt og örugglega til baka, sem er ekki eitthvað sem maður getur endilega treyst á.“ Hann nefnir til dæmis rauðan jeppling sem stóð við götuna þegar hann kíkti út í morgun og vantaði allan vinstri afturendan á. Umferðin lengi verið slæm Þá segir Hákon að umferð um Hringbraut hafi verið í ólestri allan þann tíma sem hann hefur búið við götuna. Hann kallar eftir aðgerðum til þess að takast á við vandann. „Umferðin hefur almennt séð batnað mjög mikið eftir að þeir lækkuðu hraðann niður í fjörutíu. En satt að segja þá er þetta eitt stórt argument [rök] fyrir því að tekjutengja umferðarlagabrot, eins og þeir hafa gert á Norðurlöndunum. Af því að ég hef ítrekað séð tuttugu milljóna króna bíla, fleiri en einn, keyra hérna um eins og þeir séu í kappakstursleik. Svigandi á milli bíla, keyrandi yfir á rauðum ljósum, almennt hegða sér eins og lífið sé alveg án afleiðinga.“ Hann spyr sig hvort að umferðarsektir upp á tugi eða fá hundruð þúsunda geri nokkurt gagn ef sá brotlegi er með heimilistekjur upp á milljónir króna á mánuði. „Er þetta réttlátt kerfi sem nær yfir alla og er það að skila þeim árangri sem við viljum? Af því að við Hringbrautina er það bara alls ekki að gera það.“ Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Reykjavík Fjármál heimilisins Umferðaröryggi Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að maðurinn hafi verið handtekinn og sé enn í fangageymslu. Hann verði yfirheyrður þegar hann er orðinn viðræðuhæfur. Hann segir að tilkynnt hafi verið um áreksturinn klukkan tuttugu mínútur yfir sex í morgun og að í upphaflegri tilkynningu hafi verið talað um átta bíla, sem eru talsvert mikið skemmdir eftir áreksturinn. Vonast eftir skjótri afgreiðslu tryggingafélaga Hákon Pálsson býr við Hringbraut og segir atvikið nokkuð áfall fyrir íbúa. „Þarna eru átta fjölskyldur sem hafa misst bifreiðarnar sínar. Maður bara vonast til þess að tryggingafélögin hagi sér skikkanlega og borgi þetta fljótt og örugglega til baka, sem er ekki eitthvað sem maður getur endilega treyst á.“ Hann nefnir til dæmis rauðan jeppling sem stóð við götuna þegar hann kíkti út í morgun og vantaði allan vinstri afturendan á. Umferðin lengi verið slæm Þá segir Hákon að umferð um Hringbraut hafi verið í ólestri allan þann tíma sem hann hefur búið við götuna. Hann kallar eftir aðgerðum til þess að takast á við vandann. „Umferðin hefur almennt séð batnað mjög mikið eftir að þeir lækkuðu hraðann niður í fjörutíu. En satt að segja þá er þetta eitt stórt argument [rök] fyrir því að tekjutengja umferðarlagabrot, eins og þeir hafa gert á Norðurlöndunum. Af því að ég hef ítrekað séð tuttugu milljóna króna bíla, fleiri en einn, keyra hérna um eins og þeir séu í kappakstursleik. Svigandi á milli bíla, keyrandi yfir á rauðum ljósum, almennt hegða sér eins og lífið sé alveg án afleiðinga.“ Hann spyr sig hvort að umferðarsektir upp á tugi eða fá hundruð þúsunda geri nokkurt gagn ef sá brotlegi er með heimilistekjur upp á milljónir króna á mánuði. „Er þetta réttlátt kerfi sem nær yfir alla og er það að skila þeim árangri sem við viljum? Af því að við Hringbrautina er það bara alls ekki að gera það.“ Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Reykjavík Fjármál heimilisins Umferðaröryggi Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira