„Þetta gerir stöðuna auðvitað mjög alvarlega“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. janúar 2024 06:48 Kristín Jónsdóttir, sviðsstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands. Vísir/Vilhelm Jarðskjálftavirkni hefur færst undir Grindavík og kvika því mögulega komin undir bæinn. Auknar líkur þykja á að eldgos hefjist inni í bænum og þá innan varnargarða. Þetta segir Kristín Jónsdóttir sviðsstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. „Skjálftavirknin hefur færst nær og nær bænum til marks um það að spennan í jarðskorpunni er að aukast í þessa átt. Kvikan er því mjög líklega að færast nær Grindavík og er þá hugsanlega undir Grindavík akkúrat núna, sem þýðir að það eru auknar likur á eldgosi inni i Grindavík og fyrir innan varnargarða. Þetta gerir stöðuna auðvitað mjög alvarlega,“ segir Kristín. Svipað kvikumagn og 18. desember Erfitt sé að meta hvort kvika sé að færa sig nær yfirborði. Virknin sé svo áköf að skjálftar verði á nokkurra sekúndna fresti og því sé eiginlega algjör ógjörningur að yfirfara skjálftana. Þeir skjálftar sem hafi verið yfirfarnir séu á tveggja til þriggja kílómetra dýpi, sem sé ekki mikið. „En í rauninni getur kvikan komið upp án þess að við sjáum mjög greinileg merki um að skjálftadýpi sé að minnka. Stundum sjáum við það en stundum ekki. Þannig að þetta er viðvörunin sem við erum að gefa út núna. Það er öflug hrina í gangi og við erum að sjá mjög mikla tognun á skorpunni, kvikugangurinn er að víkka til marks um það að kvika streymir hratt inn. Við vitum að magnið af kvikunni sem komið var inn í Svartsengi var mjög svipað og var komið 18. desember [þegar síðast gaus]. Þannig að það má segja að þetta sé að sumu leyti svipaður atburður en það sem er ólíkt núna er að kvikan hleypur þarna til suðurs.“ „Síðast gaus á mjög langri sprungu“ Eins og þetta lítur út núna, eru þá mestar líkur á að kvika komi upp innan Grindavíkur? „Sundhnúksgígaröðin heldur auðvitað áfram í gegnum Grindavík. Syðstu þekktu gígarnir sem voru þá virkir fyrir 2400 árum, þeir eru bara um 800 metrum fyrir norðan bæjarmörkin. Það virðist vera erfitt fyrir kvikuna að koma mikið sunnar en þetta er eitthvað sem við getum ekki útilokað,“ segir Kristín. Það sem skipti máli núna sé að yfirgefa svæðið. „Það ætti ekki að koma neinum á óvart að það verði gos fyrir norðan varnargarðana. En það sem við erum að segja er í rauninni að það eru merki um að kvika sé að koma undir Grindavík sem þýðir að það gæti líka gosið þar. Og síðast gaus á mjög langri sprungu og þetta er að mörgu leyti svipaður atburður,“ segir Kristín. Fréttin hefur verið uppfærð. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Fluglitakóðinn appelsínugulur Fluglitakóðinn fyrir Reykjanes hefur verið hækkaður og en hann nú appelsínugulur. 14. janúar 2024 06:48 Ekki hægt að útiloka að kvika komi upp innan bæjarmarka Skjálftavirknin heldur áfram að færast suður og fleiri skjálftar hafa mælst undir miðri byggðinni í Grindavík á síðustu klukkustund. 14. janúar 2024 06:24 Gist í um níutíu húsum í Grindavík Gist var í um níutíu húsum í Grindavík og gengur rýming bæjarins vel. 14. janúar 2024 05:58 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Þetta segir Kristín Jónsdóttir sviðsstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. „Skjálftavirknin hefur færst nær og nær bænum til marks um það að spennan í jarðskorpunni er að aukast í þessa átt. Kvikan er því mjög líklega að færast nær Grindavík og er þá hugsanlega undir Grindavík akkúrat núna, sem þýðir að það eru auknar likur á eldgosi inni i Grindavík og fyrir innan varnargarða. Þetta gerir stöðuna auðvitað mjög alvarlega,“ segir Kristín. Svipað kvikumagn og 18. desember Erfitt sé að meta hvort kvika sé að færa sig nær yfirborði. Virknin sé svo áköf að skjálftar verði á nokkurra sekúndna fresti og því sé eiginlega algjör ógjörningur að yfirfara skjálftana. Þeir skjálftar sem hafi verið yfirfarnir séu á tveggja til þriggja kílómetra dýpi, sem sé ekki mikið. „En í rauninni getur kvikan komið upp án þess að við sjáum mjög greinileg merki um að skjálftadýpi sé að minnka. Stundum sjáum við það en stundum ekki. Þannig að þetta er viðvörunin sem við erum að gefa út núna. Það er öflug hrina í gangi og við erum að sjá mjög mikla tognun á skorpunni, kvikugangurinn er að víkka til marks um það að kvika streymir hratt inn. Við vitum að magnið af kvikunni sem komið var inn í Svartsengi var mjög svipað og var komið 18. desember [þegar síðast gaus]. Þannig að það má segja að þetta sé að sumu leyti svipaður atburður en það sem er ólíkt núna er að kvikan hleypur þarna til suðurs.“ „Síðast gaus á mjög langri sprungu“ Eins og þetta lítur út núna, eru þá mestar líkur á að kvika komi upp innan Grindavíkur? „Sundhnúksgígaröðin heldur auðvitað áfram í gegnum Grindavík. Syðstu þekktu gígarnir sem voru þá virkir fyrir 2400 árum, þeir eru bara um 800 metrum fyrir norðan bæjarmörkin. Það virðist vera erfitt fyrir kvikuna að koma mikið sunnar en þetta er eitthvað sem við getum ekki útilokað,“ segir Kristín. Það sem skipti máli núna sé að yfirgefa svæðið. „Það ætti ekki að koma neinum á óvart að það verði gos fyrir norðan varnargarðana. En það sem við erum að segja er í rauninni að það eru merki um að kvika sé að koma undir Grindavík sem þýðir að það gæti líka gosið þar. Og síðast gaus á mjög langri sprungu og þetta er að mörgu leyti svipaður atburður,“ segir Kristín. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Fluglitakóðinn appelsínugulur Fluglitakóðinn fyrir Reykjanes hefur verið hækkaður og en hann nú appelsínugulur. 14. janúar 2024 06:48 Ekki hægt að útiloka að kvika komi upp innan bæjarmarka Skjálftavirknin heldur áfram að færast suður og fleiri skjálftar hafa mælst undir miðri byggðinni í Grindavík á síðustu klukkustund. 14. janúar 2024 06:24 Gist í um níutíu húsum í Grindavík Gist var í um níutíu húsum í Grindavík og gengur rýming bæjarins vel. 14. janúar 2024 05:58 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Fluglitakóðinn appelsínugulur Fluglitakóðinn fyrir Reykjanes hefur verið hækkaður og en hann nú appelsínugulur. 14. janúar 2024 06:48
Ekki hægt að útiloka að kvika komi upp innan bæjarmarka Skjálftavirknin heldur áfram að færast suður og fleiri skjálftar hafa mælst undir miðri byggðinni í Grindavík á síðustu klukkustund. 14. janúar 2024 06:24
Gist í um níutíu húsum í Grindavík Gist var í um níutíu húsum í Grindavík og gengur rýming bæjarins vel. 14. janúar 2024 05:58