Segir íbúa þurfa lausnir en ekki hrós: „Þú sleppir börnunum þínum ekki út úr húsi“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. janúar 2024 19:02 Sunna Jónína Sigurðardóttir vill ekki vera bundin átthagafjötrum í Grindavík. Nú þurfi alvöru lausnir frá stjórnvöldum. einar árnason Íbúi við Efrahóp í Grindavík segir íbúa þurfa að heyra eitthvað annað en hvað þeir séu þrautseigir og duglegir. Nú þurfi þeir að fá raunhæfar lausnir frá stjórnvöldum. Þeir geti ekki lifað í biðstöðu. Hún ætlar ekki að flytja aftur í bæinn. Sunna Jónína Sigurðardóttir býr við Efrahóp í Grindavík ásamt eiginmanni sínum og börnum og horfði í gær á hraun renna inn í götuna hennar í beinni útsendingu og taka með sér þrjú hús. „Það er oft búið að hafa það að orði að fólk sé með eldgos í garðinum hjá sér en það var ekki satt fyrr en í gær.“ Hélt þau væru örugg Hús Sunnu slapp. Þó hræðslan hafi verið mikil segist Sunna hafa tekið stóra áfallið út þann tíunda nóvember þegar Grindavíkurbær var rýmdur í skyndi. „Ég var búin að sitja með Magnúsi Tuma á upplýsingafundi fyrir 2-3 árum og útskýra fyrir innflytjendum í bænum að það gæti ekki gosið í Grindavík. Við værum örugg. Þannig þessi fyrsti atburður hristi mig alveg inn að beini og ég var ekki húsum hæf í tvær vikur af hræðslu yfir þessu öllu saman þannig mér finnst ég búin að taka út stóra sjokkið.“ Allar forsendur farnar Eftir rýminguna hafi hún vonast til að geta snúið aftur heim. „Ég byrjaði í mjög mikilli svartsýni þann tíunda nóvember en svo var vonin farin að glæðast aftur þegar maður sá að það var ekkert skemmt, kannski væri hægt að laga þetta og halda áfram. En svo kemur fyrsta högg á miðvikudaginn með þessu hræðilega slysi sem var það versta sem ég gat séð fyrir mér að gerðist á þeim tímapunkti og svo annað högg í gær þegar það gýs svona ofsalega nálægt okkur.“ Þá hafi allt breyst og segist hún ekki ætla að flytja heim til Grindavíkur. „Ég sé ekki að það sé raunsætt. Auðvitað af því að við byggjum sjálf þetta hús og eins og þjóðin fékk að sjá í Gulla byggi þá lögðum við allt sem við áttum í þetta hús og við héldum því áfram í mörg ár eftir að upptökum lauk þannig þú finnur varla fólk sem hefur meiri ást á húsinu sínu. Við höfum barist fyrir hverjum einum fermetra þarna inni, en þrátt fyrir það þá finnst mér allar forsendur fyrir því að ég geti búið þar og verið örugg vera farnar. Eins og Kristín Jónsdóttir, sérfræðingur á Veðurstofunni, sagði um daginn þá virðist þetta allt mauksprungið. Hver vill búa ofan á virkri eldstöð sem er mauksprungin. Þú sleppir börnunum þínum ekki út úr húsi. Ekki í þeim aðstæðum.“ Börnin fari ekki út að leika í bænum Þau þurfi aðra lausn en að bíða og vona að allt fari vel. „Eins og hefur komið fram eftir slysið þá eru þessar sprungur sem verða djúpt ofan í jörðinni, þær eru enn ekki komnar upp á yfirborðið alls staðar þannig við vitum ekki hvar þær liggja enn þá. Börnin mín eru ekki að fara út að leika sér og svo koma þau ekki heim því þau hurfu ofan í jörðina. Það er ekki hægt að lifa við það. Það tekur mörg ár samkvæmt jarðfræðingunum að koma fram þessar breytingar á yfirborðinu. Þannig við verðum að fá aðra lausn en að bíða og vona að kannski haldi jörðin okkur uppi.“ Sunna segir íbúa verða að fá aðra lausn en að bíða og vona að kannski haldi jörðin þeim uppi.einar árnason Þurfa lausnir en ekki hrós Íbúar í Grindavík geti ekki beðið milli vonar og ótta. „Ég held að stjórnvöld verði að stíga inn með mjög afgerandi hætti. Náttúruhamfaratrygging er búin að segja að bara tjón sem er beint af völdum náttúruhamfara er bætt, ekki afleiddar afleiðingar þannig ef það frýs í öllum lögnum er það ekki á ábyrgð þeirra. Ef það er óvissa um hvort það sé sprunga sem eigi eftir að opnast þá er það ekki á ábyrgð þeirra. Þannig nú verð ég að heyra eitthvað annað en: Þið eruð svo dugleg og þrautseig frá stjórnmálamönnunum og þarf að heyra: Það eru til lausnir, við búum til nýjan sjóð. Við leysum ykkur út því við getum ekki sett allt á bið í mörg ár og séð til hvort kannski verði þetta í lagi.“ Lausn fyrir þá sem ætla ekki áfram á hnefanum Með raunsæjari lausnum sé að ríkið kaupi íbúa Grindavíkur út úr bænum. „Og ég held að það sé lausn sem myndi henta mjög mörgum. Auðvitað er til fólk sem er ákveðið í að fara þetta á hnefanum en það verður líka að vera svigrúm fyrir það að taka ekki allt á hnefanum heldur líka að taka þetta á skynseminni og vera tilbúin að byrja aftur upp á nýtt annars staðar.“ Hraun frá eldgosinu tók með sér þrjú hús í götunni.vísir/RAX Búslóðin sé enn í Grindavík og allt þetta persónulega. „Það er fullt eftir og af því að við byggjum húsið þá er hver einasta spýta í pallinum sem maðurinn minn byggði og innréttingarnar sem hann hengdi upp, þetta er allt tilfinningalegt og persónulegt þannig það er gríðarlega mikið tjón.“ Þjóðin fylgdist með Sunnu og fjölskyldu hennar reisa húsið við Efrahóp í Grindavík í þættinum Gulla byggi sem sýndur var á Stöð 2 árið 2019 og segir Sunna að húsið hafi verið framtíðarheimili fjölskyldunnar. „Er þetta búið að taka á Sunna?“ spurði Gulli byggir fyrir fimm árum. „Já, mjög. Við vorum að ræða það í gær hvort við myndum gera þetta aftur og svarið er nei. Þetta er búið að taka mjög mikið á og maður gerir þetta ekki að gamni sínu aftur. Þetta er heilmikið,“ svarar Sunna í þættinum. „Við ætluðum aldrei að flytja aftur. Það var planið. Við lögðum allt í þetta heimili. Hvern einasta fermeter í þessu húsi og við grínuðumst með að það þyrfti að keyra okkur lárétt út af því að þetta er eini staðurinn sem við vildum búa á.“ Skilaboðin út og suður Hún segir óþægilegt hve misvísandi skilaboð stjórnvalda hafa verið eftir rýminguna. „Ég ætla rétt að vona að þeir séu búnir að læra af reynslunni því fyrstu dagarnir voru algjört helvíti fyrir allt venjulegt fólk. Skilaboðin voru úti og suður. Svo fengu stærstu fyrirtækin að vaða fram fyrir á meðan enginn annar fékk að gera neitt. Þetta vakti rosalega mikið af erfiðum tilfinningum og maður upplifði að maður myndi horfa á allt sitt brenna og fengi ekki að bjarga því. Síðan þá er búið að vera opið. Ég held að það hafi ekki verið gott fyrir fólk að fá að fara heim að gista og þurfa að rífa sig upp aftur. Maður þarf að geta stýrt óvissunni svolítið.“ Sunna er gagnrýnin á stjórnvöld. Skilaboðin hafi verið út og suður.vísir/björn steinbekk Óvissan sé það erfiðasta við stöðuna. „Það er að vera í limbói með hvernig hlutirnir fara, hve framtíðin verður. Hvort ég er bundin átthagafjötrum eða hvort ég geti tekið það sem ég geti tekið það sem hægt er að bjarga og byrjað upp á nýtt.“ „Á eftir að sakna þess um alla framtíð“ Munt þú sakna Grindavíkur? „Gríðarlega mikið, ég er búin að kynnast svo mikið af frábæru fólki í gegn um vinnuna mína. Þetta er gríðarlega samheldið og dásamlegt samfélag. Allir eldri borgararnir sem eru hjá okkur og hafa lagt allt sitt í að byggja upp þennan bæ og eru á ævikvöldinu að horfa upp á hann fara svona. Þetta er miklu þyngra en tárum taki og maður á eftir að sakna þess um alla framtíð.“ Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Húsnæðismál Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Sunna Jónína Sigurðardóttir býr við Efrahóp í Grindavík ásamt eiginmanni sínum og börnum og horfði í gær á hraun renna inn í götuna hennar í beinni útsendingu og taka með sér þrjú hús. „Það er oft búið að hafa það að orði að fólk sé með eldgos í garðinum hjá sér en það var ekki satt fyrr en í gær.“ Hélt þau væru örugg Hús Sunnu slapp. Þó hræðslan hafi verið mikil segist Sunna hafa tekið stóra áfallið út þann tíunda nóvember þegar Grindavíkurbær var rýmdur í skyndi. „Ég var búin að sitja með Magnúsi Tuma á upplýsingafundi fyrir 2-3 árum og útskýra fyrir innflytjendum í bænum að það gæti ekki gosið í Grindavík. Við værum örugg. Þannig þessi fyrsti atburður hristi mig alveg inn að beini og ég var ekki húsum hæf í tvær vikur af hræðslu yfir þessu öllu saman þannig mér finnst ég búin að taka út stóra sjokkið.“ Allar forsendur farnar Eftir rýminguna hafi hún vonast til að geta snúið aftur heim. „Ég byrjaði í mjög mikilli svartsýni þann tíunda nóvember en svo var vonin farin að glæðast aftur þegar maður sá að það var ekkert skemmt, kannski væri hægt að laga þetta og halda áfram. En svo kemur fyrsta högg á miðvikudaginn með þessu hræðilega slysi sem var það versta sem ég gat séð fyrir mér að gerðist á þeim tímapunkti og svo annað högg í gær þegar það gýs svona ofsalega nálægt okkur.“ Þá hafi allt breyst og segist hún ekki ætla að flytja heim til Grindavíkur. „Ég sé ekki að það sé raunsætt. Auðvitað af því að við byggjum sjálf þetta hús og eins og þjóðin fékk að sjá í Gulla byggi þá lögðum við allt sem við áttum í þetta hús og við héldum því áfram í mörg ár eftir að upptökum lauk þannig þú finnur varla fólk sem hefur meiri ást á húsinu sínu. Við höfum barist fyrir hverjum einum fermetra þarna inni, en þrátt fyrir það þá finnst mér allar forsendur fyrir því að ég geti búið þar og verið örugg vera farnar. Eins og Kristín Jónsdóttir, sérfræðingur á Veðurstofunni, sagði um daginn þá virðist þetta allt mauksprungið. Hver vill búa ofan á virkri eldstöð sem er mauksprungin. Þú sleppir börnunum þínum ekki út úr húsi. Ekki í þeim aðstæðum.“ Börnin fari ekki út að leika í bænum Þau þurfi aðra lausn en að bíða og vona að allt fari vel. „Eins og hefur komið fram eftir slysið þá eru þessar sprungur sem verða djúpt ofan í jörðinni, þær eru enn ekki komnar upp á yfirborðið alls staðar þannig við vitum ekki hvar þær liggja enn þá. Börnin mín eru ekki að fara út að leika sér og svo koma þau ekki heim því þau hurfu ofan í jörðina. Það er ekki hægt að lifa við það. Það tekur mörg ár samkvæmt jarðfræðingunum að koma fram þessar breytingar á yfirborðinu. Þannig við verðum að fá aðra lausn en að bíða og vona að kannski haldi jörðin okkur uppi.“ Sunna segir íbúa verða að fá aðra lausn en að bíða og vona að kannski haldi jörðin þeim uppi.einar árnason Þurfa lausnir en ekki hrós Íbúar í Grindavík geti ekki beðið milli vonar og ótta. „Ég held að stjórnvöld verði að stíga inn með mjög afgerandi hætti. Náttúruhamfaratrygging er búin að segja að bara tjón sem er beint af völdum náttúruhamfara er bætt, ekki afleiddar afleiðingar þannig ef það frýs í öllum lögnum er það ekki á ábyrgð þeirra. Ef það er óvissa um hvort það sé sprunga sem eigi eftir að opnast þá er það ekki á ábyrgð þeirra. Þannig nú verð ég að heyra eitthvað annað en: Þið eruð svo dugleg og þrautseig frá stjórnmálamönnunum og þarf að heyra: Það eru til lausnir, við búum til nýjan sjóð. Við leysum ykkur út því við getum ekki sett allt á bið í mörg ár og séð til hvort kannski verði þetta í lagi.“ Lausn fyrir þá sem ætla ekki áfram á hnefanum Með raunsæjari lausnum sé að ríkið kaupi íbúa Grindavíkur út úr bænum. „Og ég held að það sé lausn sem myndi henta mjög mörgum. Auðvitað er til fólk sem er ákveðið í að fara þetta á hnefanum en það verður líka að vera svigrúm fyrir það að taka ekki allt á hnefanum heldur líka að taka þetta á skynseminni og vera tilbúin að byrja aftur upp á nýtt annars staðar.“ Hraun frá eldgosinu tók með sér þrjú hús í götunni.vísir/RAX Búslóðin sé enn í Grindavík og allt þetta persónulega. „Það er fullt eftir og af því að við byggjum húsið þá er hver einasta spýta í pallinum sem maðurinn minn byggði og innréttingarnar sem hann hengdi upp, þetta er allt tilfinningalegt og persónulegt þannig það er gríðarlega mikið tjón.“ Þjóðin fylgdist með Sunnu og fjölskyldu hennar reisa húsið við Efrahóp í Grindavík í þættinum Gulla byggi sem sýndur var á Stöð 2 árið 2019 og segir Sunna að húsið hafi verið framtíðarheimili fjölskyldunnar. „Er þetta búið að taka á Sunna?“ spurði Gulli byggir fyrir fimm árum. „Já, mjög. Við vorum að ræða það í gær hvort við myndum gera þetta aftur og svarið er nei. Þetta er búið að taka mjög mikið á og maður gerir þetta ekki að gamni sínu aftur. Þetta er heilmikið,“ svarar Sunna í þættinum. „Við ætluðum aldrei að flytja aftur. Það var planið. Við lögðum allt í þetta heimili. Hvern einasta fermeter í þessu húsi og við grínuðumst með að það þyrfti að keyra okkur lárétt út af því að þetta er eini staðurinn sem við vildum búa á.“ Skilaboðin út og suður Hún segir óþægilegt hve misvísandi skilaboð stjórnvalda hafa verið eftir rýminguna. „Ég ætla rétt að vona að þeir séu búnir að læra af reynslunni því fyrstu dagarnir voru algjört helvíti fyrir allt venjulegt fólk. Skilaboðin voru úti og suður. Svo fengu stærstu fyrirtækin að vaða fram fyrir á meðan enginn annar fékk að gera neitt. Þetta vakti rosalega mikið af erfiðum tilfinningum og maður upplifði að maður myndi horfa á allt sitt brenna og fengi ekki að bjarga því. Síðan þá er búið að vera opið. Ég held að það hafi ekki verið gott fyrir fólk að fá að fara heim að gista og þurfa að rífa sig upp aftur. Maður þarf að geta stýrt óvissunni svolítið.“ Sunna er gagnrýnin á stjórnvöld. Skilaboðin hafi verið út og suður.vísir/björn steinbekk Óvissan sé það erfiðasta við stöðuna. „Það er að vera í limbói með hvernig hlutirnir fara, hve framtíðin verður. Hvort ég er bundin átthagafjötrum eða hvort ég geti tekið það sem ég geti tekið það sem hægt er að bjarga og byrjað upp á nýtt.“ „Á eftir að sakna þess um alla framtíð“ Munt þú sakna Grindavíkur? „Gríðarlega mikið, ég er búin að kynnast svo mikið af frábæru fólki í gegn um vinnuna mína. Þetta er gríðarlega samheldið og dásamlegt samfélag. Allir eldri borgararnir sem eru hjá okkur og hafa lagt allt sitt í að byggja upp þennan bæ og eru á ævikvöldinu að horfa upp á hann fara svona. Þetta er miklu þyngra en tárum taki og maður á eftir að sakna þess um alla framtíð.“
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Húsnæðismál Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira