Engin kvika sést síðan klukkan eitt í nótt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2024 05:39 Engin kvika hefur sést koma upp úr gossprungunum norðan Grindavíkur síðan rétt eftir klukkan eitt í nótt. Þessi mynd var tekin síðdegis í gær og má þarna sjá örlitla kviku gægjast undan storknuðu hrauni. Vísir/Arnar Engin kvika hefur sést koma upp úr sprungunum norðan Grindavíkur síðan klukkan 1:08 í nótt. Vakthafandi náttúruvársérfræðingur segir eldgosið virðast hafa fjarað alveg út. „Síðast sá ég kviku koma upp átta mínútur yfir eitt. Ég hef ekki orðið vör við neitt koma upp á yfirborðið síðan,“ segir Elísabet Pálmadóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir gosið virðast hafa fjarað út, staðan verði þó endurmetin í birtingu og á daglegum fundi vísindamanna klukkan 9:30. Enn mælist stöðug smákjálftavirkni á svæðinu, þó jarðskjálftum fari fækkandi, og segir Elísabet jörðina í Grindavík hafa gengið mjög til síðustu daga. „Það dró hægt og rólega úr þessu í gær og eftir miðnætti kom upp kvika í nokkrum spýjum og svo ekkert eftir 1:08,“ segir Elísabet. „Það eru margar nýjar sprungur í Grindavík. Lögreglan hafði einmitt samband við mig í nótt. Þá höfðu þeir verið að fljúga yfir með dróna og taka myndir af nýjum og stækkandi sprungum. Þetta er bara hrikalegt.“ Jörð hefur gengið mikið til í Grindavík síðustu daga. Hér má sjá malbik, sem hefur afmyndast, í götu nyrst í Grindavík.Vísir/Arnar Innt eftir því hvort til standi að kortleggja sprungurnar í Grindavík segir hún að ef það verði gert muni Landmælingar líklega sjá um verkið. „Ég hef heyrt einhverja umræðu um það óopinberlega en ég veit ekki hvenær eða hvernig á að gera þetta. Nú er svæðið síbreytilegt. Það koma nýjar og nýjar sprungur, aðrar sprungur stækka og færa sig til. Það er spurning hvenær það verður gert, kannski þegar verður óhætt.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Björgunarsveitir þurft að skipta sér af færra fólki en í fyrri gosum Björgunarsveitir hafa þurft að hefta för fólks sem vill fara gangandi að eldgosinu norður af Grindavík. Ásóknin er þó minni en áður, sem er vel að sögn björgunarsveitarmanns. 15. janúar 2024 20:00 Segir íbúa þurfa lausnir en ekki hrós: „Þú sleppir börnunum þínum ekki út úr húsi“ Íbúi við Efrahóp í Grindavík segir íbúa þurfa að heyra eitthvað annað en hvað þeir séu þrautseigir og duglegir. Nú þurfi þeir að fá raunhæfar lausnir frá stjórnvöldum. Þeir geti ekki lifað í biðstöðu. Hún ætlar ekki að flytja aftur í bæinn. 15. janúar 2024 19:02 Gosið sé að lognast út af en Grindavík sé ekki staður fyrir almenning Eldfjallafræðingur segir allt útlit fyrir að gosinu norðan við Grindavík sé að ljúka. Litlar líkur séu á að nýjar gossprungur opnist áður en gosinu ljúki. 15. janúar 2024 18:56 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Sjá meira
„Síðast sá ég kviku koma upp átta mínútur yfir eitt. Ég hef ekki orðið vör við neitt koma upp á yfirborðið síðan,“ segir Elísabet Pálmadóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir gosið virðast hafa fjarað út, staðan verði þó endurmetin í birtingu og á daglegum fundi vísindamanna klukkan 9:30. Enn mælist stöðug smákjálftavirkni á svæðinu, þó jarðskjálftum fari fækkandi, og segir Elísabet jörðina í Grindavík hafa gengið mjög til síðustu daga. „Það dró hægt og rólega úr þessu í gær og eftir miðnætti kom upp kvika í nokkrum spýjum og svo ekkert eftir 1:08,“ segir Elísabet. „Það eru margar nýjar sprungur í Grindavík. Lögreglan hafði einmitt samband við mig í nótt. Þá höfðu þeir verið að fljúga yfir með dróna og taka myndir af nýjum og stækkandi sprungum. Þetta er bara hrikalegt.“ Jörð hefur gengið mikið til í Grindavík síðustu daga. Hér má sjá malbik, sem hefur afmyndast, í götu nyrst í Grindavík.Vísir/Arnar Innt eftir því hvort til standi að kortleggja sprungurnar í Grindavík segir hún að ef það verði gert muni Landmælingar líklega sjá um verkið. „Ég hef heyrt einhverja umræðu um það óopinberlega en ég veit ekki hvenær eða hvernig á að gera þetta. Nú er svæðið síbreytilegt. Það koma nýjar og nýjar sprungur, aðrar sprungur stækka og færa sig til. Það er spurning hvenær það verður gert, kannski þegar verður óhætt.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Björgunarsveitir þurft að skipta sér af færra fólki en í fyrri gosum Björgunarsveitir hafa þurft að hefta för fólks sem vill fara gangandi að eldgosinu norður af Grindavík. Ásóknin er þó minni en áður, sem er vel að sögn björgunarsveitarmanns. 15. janúar 2024 20:00 Segir íbúa þurfa lausnir en ekki hrós: „Þú sleppir börnunum þínum ekki út úr húsi“ Íbúi við Efrahóp í Grindavík segir íbúa þurfa að heyra eitthvað annað en hvað þeir séu þrautseigir og duglegir. Nú þurfi þeir að fá raunhæfar lausnir frá stjórnvöldum. Þeir geti ekki lifað í biðstöðu. Hún ætlar ekki að flytja aftur í bæinn. 15. janúar 2024 19:02 Gosið sé að lognast út af en Grindavík sé ekki staður fyrir almenning Eldfjallafræðingur segir allt útlit fyrir að gosinu norðan við Grindavík sé að ljúka. Litlar líkur séu á að nýjar gossprungur opnist áður en gosinu ljúki. 15. janúar 2024 18:56 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Sjá meira
Björgunarsveitir þurft að skipta sér af færra fólki en í fyrri gosum Björgunarsveitir hafa þurft að hefta för fólks sem vill fara gangandi að eldgosinu norður af Grindavík. Ásóknin er þó minni en áður, sem er vel að sögn björgunarsveitarmanns. 15. janúar 2024 20:00
Segir íbúa þurfa lausnir en ekki hrós: „Þú sleppir börnunum þínum ekki út úr húsi“ Íbúi við Efrahóp í Grindavík segir íbúa þurfa að heyra eitthvað annað en hvað þeir séu þrautseigir og duglegir. Nú þurfi þeir að fá raunhæfar lausnir frá stjórnvöldum. Þeir geti ekki lifað í biðstöðu. Hún ætlar ekki að flytja aftur í bæinn. 15. janúar 2024 19:02
Gosið sé að lognast út af en Grindavík sé ekki staður fyrir almenning Eldfjallafræðingur segir allt útlit fyrir að gosinu norðan við Grindavík sé að ljúka. Litlar líkur séu á að nýjar gossprungur opnist áður en gosinu ljúki. 15. janúar 2024 18:56