Þriggja bíla árekstur við Hvalfjarðarveg Lovísa Arnardóttir skrifar 16. janúar 2024 12:37 Nokkur bílaröð myndaðist vegna slyssins í morgun. Vísir/RAX Ásmundur Kristinn Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi segir enn unnið á vettvangi alvarlegs umferðarslyss við gatnamót Hvalfjarðarvegar og Hringvegar í morgun. Þar skullu saman þrjú ökutæki, tvö stærri ökutæki og einn fólksbíll. Slasaðir hafa allir verið fluttir af vettvangi en lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa vinna enn á vettvangi. Ásmundur segir ómögulegt að vita hvenær vegurinn verður opnaður á ný en að það verði ekki gert fyrr en vinnu er lokið. Fram kemur á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is, að hjáleið sé um Hvalfjörð. „Það var alvarlegt slys, þetta voru þrjú ökutæki og það voru aðilar fluttir á sjúkrahús. Það er enn unnið á vettvangi,“ segir Ásmundur og að rannsóknardeild Lögreglunnar á Vesturlandi og allt tiltækt lið hafi verið sent á vettvang þegar tilkynning um slysið barst í morgun. Hann segist ekki hafa upplýsingar um það hversu margir voru fluttir á slysadeild en segir að þegar hann hafi betri upplýsingar muni lögreglan birta tilkynningu um slysið á bæði heimasíðu lögreglunnar og á Facebook-síðu þeirra. Fram kom í frétt Vísis um slysið í morgun að þrír hafi alls verið fluttir á slysdeild. Einn úr flutningabíl og tveir úr fólksbíl. Það staðfesti Jens Heiðar Ragnarsson en hann er slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Spurður um aðstæður á veginum segir Ásmundur að nú snjói en að það hafi ekki verið þannig í morgun þegar slysið átti sér stað. Þá viti hann ekki hvort það hafi verið hálka. „Ég á eftir að fá allar upplýsingar frá rannsakendum.“ UPPFÆRT Búið er að opna hringveginn aftur. Það var gert rétt fyrir klukkan 14 í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 14:07 þann 16.1.2024. Samgöngur Samgönguslys Hvalfjarðarsveit Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Slasaðir hafa allir verið fluttir af vettvangi en lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa vinna enn á vettvangi. Ásmundur segir ómögulegt að vita hvenær vegurinn verður opnaður á ný en að það verði ekki gert fyrr en vinnu er lokið. Fram kemur á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is, að hjáleið sé um Hvalfjörð. „Það var alvarlegt slys, þetta voru þrjú ökutæki og það voru aðilar fluttir á sjúkrahús. Það er enn unnið á vettvangi,“ segir Ásmundur og að rannsóknardeild Lögreglunnar á Vesturlandi og allt tiltækt lið hafi verið sent á vettvang þegar tilkynning um slysið barst í morgun. Hann segist ekki hafa upplýsingar um það hversu margir voru fluttir á slysadeild en segir að þegar hann hafi betri upplýsingar muni lögreglan birta tilkynningu um slysið á bæði heimasíðu lögreglunnar og á Facebook-síðu þeirra. Fram kom í frétt Vísis um slysið í morgun að þrír hafi alls verið fluttir á slysdeild. Einn úr flutningabíl og tveir úr fólksbíl. Það staðfesti Jens Heiðar Ragnarsson en hann er slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Spurður um aðstæður á veginum segir Ásmundur að nú snjói en að það hafi ekki verið þannig í morgun þegar slysið átti sér stað. Þá viti hann ekki hvort það hafi verið hálka. „Ég á eftir að fá allar upplýsingar frá rannsakendum.“ UPPFÆRT Búið er að opna hringveginn aftur. Það var gert rétt fyrir klukkan 14 í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 14:07 þann 16.1.2024.
Samgöngur Samgönguslys Hvalfjarðarsveit Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira