Tvö börn sögð hafa látið lífið í árás Íran á Pakistan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 17. janúar 2024 06:55 Íranir gerðu árás innan landamæra Pakistan í gær. Getty/Morteza Nikoubazl Pakistanar segja að tvö börn hafi látið lífið og að þrír séu særðir eftir að Íranir gerðu loftárásir innan landamæra nágrannaríkisins í gær. Íranir segjast hafa verið að uppræta bækistöðvar vígamanna úr röðum Jaish al-Adl en Pakistanar hafna því og segja um ólöglega árás á fullvalda ríki að ræða sem gæti haft alvarlegar afleiðingar. Pakistan er þriðja ríkið, á eftir Sýrlandi og Írak, sem Íranir hafa gert árásir á síðustu daga. Írönsk árás á Pakistanskt landsvæði er nær án fordæma en um er að ræða héraðið Balokistan sem er á landamærunum. Þar hafa vígahópar á borð við Jaish al-Adl löngum þrifist Utanríkisráðuneyti Pakistan skrifaði í yfirlýsingu í gær að árásin væri tilefnislaus árás. Ráðuneytið sagði árásina gjörsamlega óásættanlega og bætti við að það sem ylli enn meiri áhyggjum væri það að árásin hafi verið framin þrátt fyrir að Pakistan og Íran ættu í opnum samskiptum. Spennustigið á svæðinu hefur verið mjög hátt síðan átök hófust á Gasaströndinni í byrjun októbermánaðar. Íranir hafa lýst því yfir að þeir vilji ekki flækjast inn í alþjóðleg átök en ákveðnir hópar innan hersins hafa haldið úti árásum á Ísrael og bandamenn þess til að sýna Palestínumönnum stuðning. Þá hefur Hezbollah í Líbanon hefur þá átt í átökum við Ísraela á norðanverðum landamærum Ísraels við Gólanhæðir. Þar að auki hafa vígasveitir ráðist á Bandaríkjaher í Írak og Sýrlandi með eldflaugum og drónum. Hútar í Jemen hafa sömuleiðis beint spjótum sínum að skipum í Rauðahafi. Ísraelar hafa einnig beint spjótum út fyrir eigin landamæri, meðal annars með árás í Líbanon þar sem leiðtogi Hamas var drepinn. Þá hafa Bandaríkjamenn ráðist á vígasveitir í Írak og Jemen, þar sem leiðtogar hjá vígasveitum hafa verið drepnir. Íran Pakistan Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Fordæma „gáleysislega og ónákvæma árás“ í Erbil Bandaríkin hafa fordæmt loftárás Íran nærri írösku borginni Erbil í gær og segja hana „gáleysislegarog ónákvæma árás.“ 16. janúar 2024 07:41 Skutu á sextíu skotmörk í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmilkar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. 12. janúar 2024 06:29 Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Yfirmaður drónadeildar Hesbollah-samtakanna í Suður-Líbanon var felldur í líklegri loftárás Ísraela í dag. Maðurinn hét Ali Hussein Barji og er talinn hafa verið að sækja jarðarför annars leiðtoga samtakanna sem felldur var í loftárás í gær, þegar bíll hans varð fyrir sprengju. 9. janúar 2024 15:25 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Íranir segjast hafa verið að uppræta bækistöðvar vígamanna úr röðum Jaish al-Adl en Pakistanar hafna því og segja um ólöglega árás á fullvalda ríki að ræða sem gæti haft alvarlegar afleiðingar. Pakistan er þriðja ríkið, á eftir Sýrlandi og Írak, sem Íranir hafa gert árásir á síðustu daga. Írönsk árás á Pakistanskt landsvæði er nær án fordæma en um er að ræða héraðið Balokistan sem er á landamærunum. Þar hafa vígahópar á borð við Jaish al-Adl löngum þrifist Utanríkisráðuneyti Pakistan skrifaði í yfirlýsingu í gær að árásin væri tilefnislaus árás. Ráðuneytið sagði árásina gjörsamlega óásættanlega og bætti við að það sem ylli enn meiri áhyggjum væri það að árásin hafi verið framin þrátt fyrir að Pakistan og Íran ættu í opnum samskiptum. Spennustigið á svæðinu hefur verið mjög hátt síðan átök hófust á Gasaströndinni í byrjun októbermánaðar. Íranir hafa lýst því yfir að þeir vilji ekki flækjast inn í alþjóðleg átök en ákveðnir hópar innan hersins hafa haldið úti árásum á Ísrael og bandamenn þess til að sýna Palestínumönnum stuðning. Þá hefur Hezbollah í Líbanon hefur þá átt í átökum við Ísraela á norðanverðum landamærum Ísraels við Gólanhæðir. Þar að auki hafa vígasveitir ráðist á Bandaríkjaher í Írak og Sýrlandi með eldflaugum og drónum. Hútar í Jemen hafa sömuleiðis beint spjótum sínum að skipum í Rauðahafi. Ísraelar hafa einnig beint spjótum út fyrir eigin landamæri, meðal annars með árás í Líbanon þar sem leiðtogi Hamas var drepinn. Þá hafa Bandaríkjamenn ráðist á vígasveitir í Írak og Jemen, þar sem leiðtogar hjá vígasveitum hafa verið drepnir.
Íran Pakistan Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Fordæma „gáleysislega og ónákvæma árás“ í Erbil Bandaríkin hafa fordæmt loftárás Íran nærri írösku borginni Erbil í gær og segja hana „gáleysislegarog ónákvæma árás.“ 16. janúar 2024 07:41 Skutu á sextíu skotmörk í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmilkar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. 12. janúar 2024 06:29 Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Yfirmaður drónadeildar Hesbollah-samtakanna í Suður-Líbanon var felldur í líklegri loftárás Ísraela í dag. Maðurinn hét Ali Hussein Barji og er talinn hafa verið að sækja jarðarför annars leiðtoga samtakanna sem felldur var í loftárás í gær, þegar bíll hans varð fyrir sprengju. 9. janúar 2024 15:25 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Fordæma „gáleysislega og ónákvæma árás“ í Erbil Bandaríkin hafa fordæmt loftárás Íran nærri írösku borginni Erbil í gær og segja hana „gáleysislegarog ónákvæma árás.“ 16. janúar 2024 07:41
Skutu á sextíu skotmörk í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmilkar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. 12. janúar 2024 06:29
Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Yfirmaður drónadeildar Hesbollah-samtakanna í Suður-Líbanon var felldur í líklegri loftárás Ísraela í dag. Maðurinn hét Ali Hussein Barji og er talinn hafa verið að sækja jarðarför annars leiðtoga samtakanna sem felldur var í loftárás í gær, þegar bíll hans varð fyrir sprengju. 9. janúar 2024 15:25