Tvö börn sögð hafa látið lífið í árás Íran á Pakistan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 17. janúar 2024 06:55 Íranir gerðu árás innan landamæra Pakistan í gær. Getty/Morteza Nikoubazl Pakistanar segja að tvö börn hafi látið lífið og að þrír séu særðir eftir að Íranir gerðu loftárásir innan landamæra nágrannaríkisins í gær. Íranir segjast hafa verið að uppræta bækistöðvar vígamanna úr röðum Jaish al-Adl en Pakistanar hafna því og segja um ólöglega árás á fullvalda ríki að ræða sem gæti haft alvarlegar afleiðingar. Pakistan er þriðja ríkið, á eftir Sýrlandi og Írak, sem Íranir hafa gert árásir á síðustu daga. Írönsk árás á Pakistanskt landsvæði er nær án fordæma en um er að ræða héraðið Balokistan sem er á landamærunum. Þar hafa vígahópar á borð við Jaish al-Adl löngum þrifist Utanríkisráðuneyti Pakistan skrifaði í yfirlýsingu í gær að árásin væri tilefnislaus árás. Ráðuneytið sagði árásina gjörsamlega óásættanlega og bætti við að það sem ylli enn meiri áhyggjum væri það að árásin hafi verið framin þrátt fyrir að Pakistan og Íran ættu í opnum samskiptum. Spennustigið á svæðinu hefur verið mjög hátt síðan átök hófust á Gasaströndinni í byrjun októbermánaðar. Íranir hafa lýst því yfir að þeir vilji ekki flækjast inn í alþjóðleg átök en ákveðnir hópar innan hersins hafa haldið úti árásum á Ísrael og bandamenn þess til að sýna Palestínumönnum stuðning. Þá hefur Hezbollah í Líbanon hefur þá átt í átökum við Ísraela á norðanverðum landamærum Ísraels við Gólanhæðir. Þar að auki hafa vígasveitir ráðist á Bandaríkjaher í Írak og Sýrlandi með eldflaugum og drónum. Hútar í Jemen hafa sömuleiðis beint spjótum sínum að skipum í Rauðahafi. Ísraelar hafa einnig beint spjótum út fyrir eigin landamæri, meðal annars með árás í Líbanon þar sem leiðtogi Hamas var drepinn. Þá hafa Bandaríkjamenn ráðist á vígasveitir í Írak og Jemen, þar sem leiðtogar hjá vígasveitum hafa verið drepnir. Íran Pakistan Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Fordæma „gáleysislega og ónákvæma árás“ í Erbil Bandaríkin hafa fordæmt loftárás Íran nærri írösku borginni Erbil í gær og segja hana „gáleysislegarog ónákvæma árás.“ 16. janúar 2024 07:41 Skutu á sextíu skotmörk í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmilkar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. 12. janúar 2024 06:29 Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Yfirmaður drónadeildar Hesbollah-samtakanna í Suður-Líbanon var felldur í líklegri loftárás Ísraela í dag. Maðurinn hét Ali Hussein Barji og er talinn hafa verið að sækja jarðarför annars leiðtoga samtakanna sem felldur var í loftárás í gær, þegar bíll hans varð fyrir sprengju. 9. janúar 2024 15:25 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira
Íranir segjast hafa verið að uppræta bækistöðvar vígamanna úr röðum Jaish al-Adl en Pakistanar hafna því og segja um ólöglega árás á fullvalda ríki að ræða sem gæti haft alvarlegar afleiðingar. Pakistan er þriðja ríkið, á eftir Sýrlandi og Írak, sem Íranir hafa gert árásir á síðustu daga. Írönsk árás á Pakistanskt landsvæði er nær án fordæma en um er að ræða héraðið Balokistan sem er á landamærunum. Þar hafa vígahópar á borð við Jaish al-Adl löngum þrifist Utanríkisráðuneyti Pakistan skrifaði í yfirlýsingu í gær að árásin væri tilefnislaus árás. Ráðuneytið sagði árásina gjörsamlega óásættanlega og bætti við að það sem ylli enn meiri áhyggjum væri það að árásin hafi verið framin þrátt fyrir að Pakistan og Íran ættu í opnum samskiptum. Spennustigið á svæðinu hefur verið mjög hátt síðan átök hófust á Gasaströndinni í byrjun októbermánaðar. Íranir hafa lýst því yfir að þeir vilji ekki flækjast inn í alþjóðleg átök en ákveðnir hópar innan hersins hafa haldið úti árásum á Ísrael og bandamenn þess til að sýna Palestínumönnum stuðning. Þá hefur Hezbollah í Líbanon hefur þá átt í átökum við Ísraela á norðanverðum landamærum Ísraels við Gólanhæðir. Þar að auki hafa vígasveitir ráðist á Bandaríkjaher í Írak og Sýrlandi með eldflaugum og drónum. Hútar í Jemen hafa sömuleiðis beint spjótum sínum að skipum í Rauðahafi. Ísraelar hafa einnig beint spjótum út fyrir eigin landamæri, meðal annars með árás í Líbanon þar sem leiðtogi Hamas var drepinn. Þá hafa Bandaríkjamenn ráðist á vígasveitir í Írak og Jemen, þar sem leiðtogar hjá vígasveitum hafa verið drepnir.
Íran Pakistan Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Fordæma „gáleysislega og ónákvæma árás“ í Erbil Bandaríkin hafa fordæmt loftárás Íran nærri írösku borginni Erbil í gær og segja hana „gáleysislegarog ónákvæma árás.“ 16. janúar 2024 07:41 Skutu á sextíu skotmörk í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmilkar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. 12. janúar 2024 06:29 Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Yfirmaður drónadeildar Hesbollah-samtakanna í Suður-Líbanon var felldur í líklegri loftárás Ísraela í dag. Maðurinn hét Ali Hussein Barji og er talinn hafa verið að sækja jarðarför annars leiðtoga samtakanna sem felldur var í loftárás í gær, þegar bíll hans varð fyrir sprengju. 9. janúar 2024 15:25 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira
Fordæma „gáleysislega og ónákvæma árás“ í Erbil Bandaríkin hafa fordæmt loftárás Íran nærri írösku borginni Erbil í gær og segja hana „gáleysislegarog ónákvæma árás.“ 16. janúar 2024 07:41
Skutu á sextíu skotmörk í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmilkar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. 12. janúar 2024 06:29
Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Yfirmaður drónadeildar Hesbollah-samtakanna í Suður-Líbanon var felldur í líklegri loftárás Ísraela í dag. Maðurinn hét Ali Hussein Barji og er talinn hafa verið að sækja jarðarför annars leiðtoga samtakanna sem felldur var í loftárás í gær, þegar bíll hans varð fyrir sprengju. 9. janúar 2024 15:25