Stjórnvöld hafi dregið lappirnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. janúar 2024 14:03 Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að bregðast þurfi hratt við. HÍ/Vísir/Arnar Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, telur að stjórnvöld hefðu átt að vera fyrr tilbúin með að sú sviðsmynd kæmi fram að ekki væri hægt að búa í Grindavík næstu mánuði eða jafnvel ár. Það þurfi að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir enn meira tjón hjá Grindvíkingum. „Við stöndum frammi fyrir orðnum hlut. Það verður ekki hægt að nota íbúðarhús í Grindavík næstu misserin. Að henda þessu í fangið á Grindvíkingum að auka óvissuna sem þeir standa frammi fyrir, það mun vissulega auka kostnaðinn sem þjóðfélagið í heild verður fyrir. Það er mikilvægt að stjórnvöld taki af skarið og segi: „Þetta verði leyst“, hvort sem það verði gert með því að breyta lögum um náttúruhamfaratryggingar eða með því að stofna eigin viðlagasjóð. Þetta er allt saman eitthvað sem menn hefðu betur átt að hugsa almennilega í gegnum og eru búin að hafa nokkurn tíma til að hugsa vegna þess atburðirnir eru ekki alveg nýfarnir af stað. Þetta er tveggja, þriggja ára gömul atburðarás,“ segir Þórólfur. Þú ert sem sagt að segja að viðbrögð stjórnvalda við þessu ástandi séu að koma fram of seint? „Já, ég er að segja það.“ Svipuð staða kom upp fyrir hálfri öld Þórólfur segir að svipuð staða hafi komið upp í eldgosinu í Vestmannaeyjum fyrir hálfri öld og þá hafi stjórnvöld stofnað Viðlagasjóð sem hafi bætt Vestmannaeyingum allt frá atvinnumissi til fasteignamissis. Það sé hægt að líta til þeirrar leiðar nú. „Það var síðan fjármagnað með því að hækka alla helstu skattstofnana. Það má alveg rifja upp núna að Norðurlandaþjóðirnar greiddu einn þriðja af öllum þeim kostnaði sem féll vegna viðlagasjóðs á sínum tíma,“ segir Þórólfur. Hann segir að það í raun séu nú þrír kostir í stöðunni. Í fyrsta lagi að ríkið kaupi allt íbúðarhúsnæði í Grindavík, í öðru lagi að ríkið eða Náttúruhamfaratrygging greiði öllum eigendum leigu af húsnæði sem Almannavarnir banna notkun á og í þriðja lagi að eigendur geti valið milli þess að selja eða fá greidda leigu. Líklega sé það þriðju kosturinn sem kæmi Grindvíkingum best. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Rekstur hins opinbera Húsnæðismál Tryggingar Tengdar fréttir Heildarfasteignamat í Grindavík um 107 milljarðar Hávær krafa er um að ríkissjóður bæti Grindvíkingum tjón sem íbúar í bænum hafa orðið fyrir vegna jarðhræringanna á Reykjanesi. Ýmsar tölur hafa verið nefndar um hvert verðmæti þeirra sé. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nú tekið saman heildarfasteignamat bæjarins sem nemur um 107 milljörðum króna. 17. janúar 2024 11:51 Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50 Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Sjá meira
„Við stöndum frammi fyrir orðnum hlut. Það verður ekki hægt að nota íbúðarhús í Grindavík næstu misserin. Að henda þessu í fangið á Grindvíkingum að auka óvissuna sem þeir standa frammi fyrir, það mun vissulega auka kostnaðinn sem þjóðfélagið í heild verður fyrir. Það er mikilvægt að stjórnvöld taki af skarið og segi: „Þetta verði leyst“, hvort sem það verði gert með því að breyta lögum um náttúruhamfaratryggingar eða með því að stofna eigin viðlagasjóð. Þetta er allt saman eitthvað sem menn hefðu betur átt að hugsa almennilega í gegnum og eru búin að hafa nokkurn tíma til að hugsa vegna þess atburðirnir eru ekki alveg nýfarnir af stað. Þetta er tveggja, þriggja ára gömul atburðarás,“ segir Þórólfur. Þú ert sem sagt að segja að viðbrögð stjórnvalda við þessu ástandi séu að koma fram of seint? „Já, ég er að segja það.“ Svipuð staða kom upp fyrir hálfri öld Þórólfur segir að svipuð staða hafi komið upp í eldgosinu í Vestmannaeyjum fyrir hálfri öld og þá hafi stjórnvöld stofnað Viðlagasjóð sem hafi bætt Vestmannaeyingum allt frá atvinnumissi til fasteignamissis. Það sé hægt að líta til þeirrar leiðar nú. „Það var síðan fjármagnað með því að hækka alla helstu skattstofnana. Það má alveg rifja upp núna að Norðurlandaþjóðirnar greiddu einn þriðja af öllum þeim kostnaði sem féll vegna viðlagasjóðs á sínum tíma,“ segir Þórólfur. Hann segir að það í raun séu nú þrír kostir í stöðunni. Í fyrsta lagi að ríkið kaupi allt íbúðarhúsnæði í Grindavík, í öðru lagi að ríkið eða Náttúruhamfaratrygging greiði öllum eigendum leigu af húsnæði sem Almannavarnir banna notkun á og í þriðja lagi að eigendur geti valið milli þess að selja eða fá greidda leigu. Líklega sé það þriðju kosturinn sem kæmi Grindvíkingum best.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Rekstur hins opinbera Húsnæðismál Tryggingar Tengdar fréttir Heildarfasteignamat í Grindavík um 107 milljarðar Hávær krafa er um að ríkissjóður bæti Grindvíkingum tjón sem íbúar í bænum hafa orðið fyrir vegna jarðhræringanna á Reykjanesi. Ýmsar tölur hafa verið nefndar um hvert verðmæti þeirra sé. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nú tekið saman heildarfasteignamat bæjarins sem nemur um 107 milljörðum króna. 17. janúar 2024 11:51 Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50 Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Sjá meira
Heildarfasteignamat í Grindavík um 107 milljarðar Hávær krafa er um að ríkissjóður bæti Grindvíkingum tjón sem íbúar í bænum hafa orðið fyrir vegna jarðhræringanna á Reykjanesi. Ýmsar tölur hafa verið nefndar um hvert verðmæti þeirra sé. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nú tekið saman heildarfasteignamat bæjarins sem nemur um 107 milljörðum króna. 17. janúar 2024 11:51
Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50
Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03