Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. janúar 2024 15:22 Vindmyllurnar í Búrfellslundi gætu litið svona út gangi verkefnið eftir. Stjórn Landsvirkjunar og forstjóri hennar, Hörður Arnarson, hafa metið áhættuna við að bjóða verkefnið út án leyfis þess virði. Landsvirkjun/Vilhelm/Vísir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun. Þar segir að verkefnið hafi verið í þróun í rúman áratug og hafi verið samþykkt í nýtingarflokk rammaáætlunar í júní 2022. Sótt hafi verið um virkjunarleyfi í október sama ár með fyrirvara um afgreiðslu skipulagsmála. „Vinna við aðalskipulagsbreytingu og gerð deiliskipulags fyrir svæðið hefur staðið yfir frá desember 2022 með Rangárþingi ytra en Búrfellslundur er alfarið innan þess sveitarfélags. Einnig er unnið að samningum við íslenska ríkið sem landeiganda, en landsvæðið er innan þjóðlendu,“ segir í tilkynningunni. Hér má sjá kort af svæðinu sem nær yfir Búrfellslund.Landsvirkjun Óhefðbundið ferli á útboðinu Teljast verður óvenjulegt að ráðist sé í útboð án þess að leyfis- og skipulagsmál séu komin á hreint og er nokkur áhætta fólgin í því. Hins vegar segir að stjórn Landsvirkjunar meit áhættuna viðunandi „miðað við þá hagsmuni sem eru í húfi“ og samþykkti að fara þessa leið á fundi sínum 12. janúar síðastliðinn. Ástæðan fyrir því að þessi leið er valin er samkvæmt tilkynningunni „til að auka líkurnar á því að verkefnið geti farið að skila orku inn á raforkukerfið fyrir lok árs 2026“. Útboðsferli séu tímafrek og afhendingartími á búnaði langur. Framkvæmdaglugginn stuttur vegna veðurs Í tilkynningunni segir að áætlaður framkvæmdatími sé tvö ár en vegna veðurskilyrða sé framkvæmdagluggi verkefnisins mjög stuttur. Hann takmarkist að mestu við sumartímann, einkum uppsetning vindmyllanna. Frestun á verkþáttum verkefnisins geti því seinkað gangsetningu um heilt ár. Þá segir að útboðsferlið taki allt að átta mánuði og samhliða því sé unnið að endanlegu skipulagi verkefnisins. Vonir standi til að öll tilskilin leyfi og samningar verði í höfn þegar því lýkur. Útboðsferli klárist aðeins þegar öll leyfi hafi verið veitt og samningum lokið. „Allt að 30 vindmyllur verða í Búrfellslundi, hver og ein með 4-5 MW uppsett afl og samanlögð orkugeta verður um 440 GWst á ári. Rammaáætlun gerir ráð fyrir allt að 120 MW uppsettu afli,“ segir í tilkynningunni. Kalla eftir auknu raforkuframboði Undir lok tilkynningarinnar segir að orkuvinnslukerfi Landsvirkjunar sé nú fullnýtt og orkan uppseld. Þá sé fyrirsjáanlegt þetta ástand vari þar til hægt sé að auka orkuvinnslu. Raforkuorkuvinnslan í dag geti ekki mætt eftirspurn eftir rafmagni fyrir eðlilegan vöxt atvinnulífsins og margboðuð orkuskipti. Það sé því von Landsvirkjunar að „spaðarnir á vindmyllum fyrsta vindorkuversins á Íslandi verði farnir að snúast í lok árs 2026.“ Landsvirkjun Orkuskipti Orkumál Vindorka Skipulag Rangárþing ytra Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Framkvæmdir hafnar vegna nýrra vindmylla í Þykkvabæ Framkvæmdir eru hafnar í Þykkvabæ vegna tveggja vindmylla, sem fyrirhugað er að rísi í september á undirstöðum þeirra vindmylla sem þar stóðu áður. Ný viðhorfskönnun sýnir að sextíu prósent íbúa í Þykkvabæ eru andvígir nýjum vindmyllum. 5. júlí 2023 22:22 Búrfellslundur settur í bið og óvissa um Hvammsvirkjun Uppbygging vindorkuvera hérlendis er í uppnámi eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur setti Búrfellslund, sem Landsvirkjun áformar, í biðstöðu. Sveitarstjórnin hyggst með þessu knýja á um að sveitarfélög og nærsamfélög fái hærri tekjur af orkuverum. 23. júní 2023 09:54 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun. Þar segir að verkefnið hafi verið í þróun í rúman áratug og hafi verið samþykkt í nýtingarflokk rammaáætlunar í júní 2022. Sótt hafi verið um virkjunarleyfi í október sama ár með fyrirvara um afgreiðslu skipulagsmála. „Vinna við aðalskipulagsbreytingu og gerð deiliskipulags fyrir svæðið hefur staðið yfir frá desember 2022 með Rangárþingi ytra en Búrfellslundur er alfarið innan þess sveitarfélags. Einnig er unnið að samningum við íslenska ríkið sem landeiganda, en landsvæðið er innan þjóðlendu,“ segir í tilkynningunni. Hér má sjá kort af svæðinu sem nær yfir Búrfellslund.Landsvirkjun Óhefðbundið ferli á útboðinu Teljast verður óvenjulegt að ráðist sé í útboð án þess að leyfis- og skipulagsmál séu komin á hreint og er nokkur áhætta fólgin í því. Hins vegar segir að stjórn Landsvirkjunar meit áhættuna viðunandi „miðað við þá hagsmuni sem eru í húfi“ og samþykkti að fara þessa leið á fundi sínum 12. janúar síðastliðinn. Ástæðan fyrir því að þessi leið er valin er samkvæmt tilkynningunni „til að auka líkurnar á því að verkefnið geti farið að skila orku inn á raforkukerfið fyrir lok árs 2026“. Útboðsferli séu tímafrek og afhendingartími á búnaði langur. Framkvæmdaglugginn stuttur vegna veðurs Í tilkynningunni segir að áætlaður framkvæmdatími sé tvö ár en vegna veðurskilyrða sé framkvæmdagluggi verkefnisins mjög stuttur. Hann takmarkist að mestu við sumartímann, einkum uppsetning vindmyllanna. Frestun á verkþáttum verkefnisins geti því seinkað gangsetningu um heilt ár. Þá segir að útboðsferlið taki allt að átta mánuði og samhliða því sé unnið að endanlegu skipulagi verkefnisins. Vonir standi til að öll tilskilin leyfi og samningar verði í höfn þegar því lýkur. Útboðsferli klárist aðeins þegar öll leyfi hafi verið veitt og samningum lokið. „Allt að 30 vindmyllur verða í Búrfellslundi, hver og ein með 4-5 MW uppsett afl og samanlögð orkugeta verður um 440 GWst á ári. Rammaáætlun gerir ráð fyrir allt að 120 MW uppsettu afli,“ segir í tilkynningunni. Kalla eftir auknu raforkuframboði Undir lok tilkynningarinnar segir að orkuvinnslukerfi Landsvirkjunar sé nú fullnýtt og orkan uppseld. Þá sé fyrirsjáanlegt þetta ástand vari þar til hægt sé að auka orkuvinnslu. Raforkuorkuvinnslan í dag geti ekki mætt eftirspurn eftir rafmagni fyrir eðlilegan vöxt atvinnulífsins og margboðuð orkuskipti. Það sé því von Landsvirkjunar að „spaðarnir á vindmyllum fyrsta vindorkuversins á Íslandi verði farnir að snúast í lok árs 2026.“
Landsvirkjun Orkuskipti Orkumál Vindorka Skipulag Rangárþing ytra Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Framkvæmdir hafnar vegna nýrra vindmylla í Þykkvabæ Framkvæmdir eru hafnar í Þykkvabæ vegna tveggja vindmylla, sem fyrirhugað er að rísi í september á undirstöðum þeirra vindmylla sem þar stóðu áður. Ný viðhorfskönnun sýnir að sextíu prósent íbúa í Þykkvabæ eru andvígir nýjum vindmyllum. 5. júlí 2023 22:22 Búrfellslundur settur í bið og óvissa um Hvammsvirkjun Uppbygging vindorkuvera hérlendis er í uppnámi eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur setti Búrfellslund, sem Landsvirkjun áformar, í biðstöðu. Sveitarstjórnin hyggst með þessu knýja á um að sveitarfélög og nærsamfélög fái hærri tekjur af orkuverum. 23. júní 2023 09:54 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Framkvæmdir hafnar vegna nýrra vindmylla í Þykkvabæ Framkvæmdir eru hafnar í Þykkvabæ vegna tveggja vindmylla, sem fyrirhugað er að rísi í september á undirstöðum þeirra vindmylla sem þar stóðu áður. Ný viðhorfskönnun sýnir að sextíu prósent íbúa í Þykkvabæ eru andvígir nýjum vindmyllum. 5. júlí 2023 22:22
Búrfellslundur settur í bið og óvissa um Hvammsvirkjun Uppbygging vindorkuvera hérlendis er í uppnámi eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur setti Búrfellslund, sem Landsvirkjun áformar, í biðstöðu. Sveitarstjórnin hyggst með þessu knýja á um að sveitarfélög og nærsamfélög fái hærri tekjur af orkuverum. 23. júní 2023 09:54