Erlent

Breta­konungur berst við bólginn blöðru­háls­kirtil

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Karl konungur þarf að fara í aðgerð vegna góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli.
Karl konungur þarf að fara í aðgerð vegna góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli. EPA

Karl III Bretakonungur leggst undir hnífinn í næstu viku vegna góðkynja stækkunar á  blöðruhálskirtli.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Buckingham-höll. Þar segir að þrátt fyrir að stækkunin sé góðkynja muni Karl fara í aðgerð til „leiðréttingar“.

„Líkt og þúsundir manna árlega hefur konungurinn leitað sér meðferðar vegna stækkaðs blöðruhálskirtils,“ segir í tilkynningunni. 

Opinberum skyldustörfum konungsins verður frestað á meðan hann jafnar sig en ekki kemur fram í tilkynningunni hvað það muni taka langan tíma. Góðkynja stækkun blöðruhálskirtils er ekki óalgeng hjá karlmönnum eldri yfir fimmtugu en Karl er 75 ára.

Það sem er þó nokkuð óvenjulegt er að tilkynningin um aðgerð Karls berst aðeins nokkrum klukkutímum eftir að greint var frá því að Kate Middleton, prinsessa af Wales, hefði farið í aðgerð á maga í síðustu viku. Heilsan er greinilega eitthvað að plaga bresku konungsfjölskyldunni þessa dagana.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×