Sömuleiðis borgar Chelsea fyrir öryggisgæslu í kringum fjölskyldu Moises Caicedo, Ekvadorans sem varð síðasta sumar dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvals-deildarinnar.
Kendry Paez er minna þekkt nafn, en Chelsea festi kaup á honum fyrir um 17 milljónir punda á síðasta ári og Paez mun ganga til liðs við félagið þegar hann nær 18 ára aldri.
Paez þykir eitt mesta efnið í boltanum í dag, aðeins 16 ára og 161 dags gamall og hefur hlotið viðurnefnið "gimsteinn Ekvador". Hann varð yngsti leikmaður í sögu Ekvador þegar hann spilaði og skoraði í fyrsta leik sínum aðeins 15 ára gamall.