Þær viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, á Vesturlandi, við Faxaflóa og Breiðarfjörð, líkt og sjá má á vef Veðurstofunnar. Eru viðvaranirnar í gildi þar til eftir hádegi á morgun.
Búast má við versnandi akstursskilyrðum og afmörkuðum samgöngutruflunum. Lögregla biðlar til ökumanna um að hreinsa snjó vel af bílum áður en lagt er af stað og vera með öll ljós kveikt.
„Óvitlaust er að leggja fyrr af stað en venjulega til að losna við umferðarteppur og tafir. Og síðast en ekki síst, förum öll varlega!“ segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.