Neytendur

Bein út­sending: Ný leiguvísitala kynnt til leiks

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ný leiguvísitala verður kynnt til leiks á fundinum.
Ný leiguvísitala verður kynnt til leiks á fundinum. Vísir/Vilhelm

Hús- og mannvirkjastofnun efnir til kynningarfundar um nýja vísitölu leiguverðs og upplýsingar úr nýrri leiguskrá sem stofnunin hefur sett á laggirnar. Fundinum er streymt í beinni og hefst klukkan 10.

Leiguskráin heldur utan um rafræna skráningu leigusamninga og hefur það að markmiði að bæta upplýsingar um leigumarkaðinn, þróun leiguverðs og lengd leigusamninga. Skráin mun nýtast stjórnvöldum við stefnumótun í húsnæðismálum.

Dagskrá fundarins:

Bætt umgjörð um leigumarkaðinn með nýrri leiguskrá

Drengur Óla Þorsteinsson, teymisstjóri á leigumarkaðssviði HMS

Fyrstu tölur úr leiguskrá – grunnur að nýrri vísitölu leiguverðs

Þorsteinn Arnalds, verkefnastjóri hjá HMS

Fundarstjóri er Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri HMS






Fleiri fréttir

Sjá meira


×