Samkvkæmt gögnum greinenda fyrirtækisins International Data Corp. seldi Apple 20,1 prósent allra snjallsíma sem seldir voru í heiminum á síðasta ári. Þar á eftir kom Samsung með 19,4 prósent en kínverska fyrirtækið Xiaomi var í þriðja sæti með 12,5 prósent.
Þegar kemur að því að kaupa nýrri snjallsíma hafa kaupendur heilt yfir haldið að sér höndum á undanförnum árum. Sala nýrra síma dróst saman um 3,2 prósent í fyrra, borið saman við árið 2022. Alls voru seldir 1,17 milljarðar síma árið 2023 og hefur fjöldinn ekki verið lægri í áratug.
Apple var eina fyrirtækið af þremur efstu sem seldi fleiri síma í fyrra en árið 2022 og jókst salan um 3,7 prósent. Salan hjá Samsung dróst saman um 13,6 prósent í fyrra, samkvæmt gögnum IDC.
Reuters hefur eftir öðrum greinendum að breytinguna megi að miklu leiti rekja til þess að forsvarsmenn Samsung hafi einbeitt sér að betri og dýrari símum, frekar en að því að selja marga síma, með því markmiði að hámarka hagnað.