Fordæmir svikara eftir fjölmenn mótmæli í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2024 13:02 Frá mótmælunum í Bashkortostan í gær. Ríkisstjóri Bashkortostan, eins fjölbreyttasta lýðveldis rússneska sambandsríkisins, hefur fordæmt skipuleggjendur mótmæla gegn fjögurra ára fangelsisdómi aðgerðasinna sem öfgamenn og svikara. Hann hefur sakað fólkið um að reyna að skipta upp Rússlandi. Nokkuð umfangsmikil mótmæli fóru fram í Bashkortostan í gær, sem er sjaldgæft í Rússlandi nú til dags, en þá var verið að mótmæla því að Fail Alsynov hafði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi vegna mótmæla sem hann kom að því að skipuleggja árið 2020 gegn námuvinnslu á stað sem heimamenn telja heilagan. Alsynov er einnig sakaður um að tilheyra Bashkort-hreyfingunni, samtökum sem hafa verið skilgreind sem öfgasamtök og bönnuð í Rússlandi. Lögum um öfgasamtök hefur verið ítrekað verið beitt gegn aðgerðasinnum, sjálfstæðum fjölmiðlum og andstæðingum stjórnvalda í Rússlandi á undanförnum árum. Bashkortostan er í Úralfjöllum og þar búa um 4,1 milljón manna af hinum ýmsu þjóðarbrotum. Margir íbúa eru komnir af frumbyggjum svæðiðsins. Samkvæmt frétt Moscow Times mættu rúmlega tíu þúsund manns á mótmæli við dómshúsið í bænum Baymak í Bashkortostan í gærmorgun og kröfðust þess að Alsynov yrði sleppt úr haldi. Lögregluþjónar brugðust við mótmælunum af mikilli hörku og var kylfum og táragasi meðal annars beitt. Radiy Khabirov, áðurnefndur ríkisstjóri, sagði í morgun að hann myndi ekki sætta sig við öfgar og að fólk reyndi að grafa undan stöðugleika. „Hópur fólks, sumir sem búa erlendis og eru í raun svikarar, eru að kalla eftir aðskilnaði Bashkortostan frá Rússlandi. Þeir eru að kalla eftir skæruhernaðir,“ hefur MT eftir Khabirov. Hann sagðist einnig ætla að sýna Alsynov og samstarfsmenn hans í réttu ljósi. Þeir væru ekki umhverfissinnar og föðurlandsvinir, eins og þeir máluðu sjálfa sig sem, heldur allt aðrir menn. Khabirov tilkynnti Alsynov upprunalega til yfirvalda sem leiddi til þess að hann var handtekinn og dæmdur. Segir Bashkir-fólkið reitt Einn umræddra „svikara“ er Ruslan Gabbasov, sem stofnaði Bashkort-hreyfinguna með Alsynov, en hann býr nú í Litháen. Hann sagði í samtali við blaðamann Reuters að Bashkir-fólkið, sem væru um þriðjungur íbúa lýðveldisins, væri reitt yfir aðgerðum ríkisstjórnar Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Þær aðgerðir hefðu grafið undan tungumáli þeirra og menningu. Þá hefði námugröftur valdið miklum skaða á umhverfi lýðveldisins og fjölmargir menn hefðu verið kvaddir í rússneska herinn. Rannsóknir hafa sýnt að menn af frumbyggjaættum hafa verið kvaddir í herinn í hlutfallslega mun meiri fjölda en aðrir í Rússlandi. „Samanborið við Rússa, senda þeir mun fleiri af okkur til stríðs og þeir deyja frekar,“ sagði hann. Hann sagði Bashkir-fólkið vildi ekki vera hluti af Rússlandi lengur, þar sem þau myndu þurrkast út á tiltölulega stuttum tíma, vegna aðgerða yfirvalda í Moskvu. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Pólverjar vilja vopna Úkraínumenn langdrægum flaugum Utanríkisráðherra Póllands hefur kallað eftir því að bandamenn Úkraínumanna sjái þeim fyrir langdrægum eldflaugum til að gera stjórnvöldum kleift að hæfa bækistöðvar Rússa í Úkraínu. 3. janúar 2024 12:54 Pútin segist eiga harma að hefna og ræðst gegn Kænugarði Umfangsmiklar loftárásir standa nú yfir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Samkvæmt blaðamönnum AFP hafa að minnsta kosti tíu háværar sprengingar heyrst í morgun og íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls. 2. janúar 2024 07:51 Navalní fundinn í fanganýlendu í Síberíu Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi er fundinn eftir þriggja vikna leit aðstandenda hans í fanganýlendu í Síberíu. Þetta staðfestir talskona hans en leitin stóð frá 6. desember þegar Navalní var færður úr fyrra fangelsi. 25. desember 2023 14:02 Hægri hönd Pútíns skipulagði dauða Prígósjíns Níkólaí Patrúsjev, hægri hönd Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, er sagður hafa komið að skipulagningu og að endingu samþykkt banatilræði gegn auðjöfrinum Jevgení Prígósjín. Sá dó þegar flugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu í ágúst. 22. desember 2023 12:03 Flúði eftir fjársvik og nú talinn njósnari Rússa Jan Marsalek, fyrrverandi rekstrarstjóri þýska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard, er grunaður um að hafa stolið tveimur milljörðum dala úr reikningum fyrirtækisins. Skömmu eftir að ljóst var að peningarnir voru horfnir, í júní 2020, steig Marsalek upp í einkaflugvél í Austurríki og var honum flogið til Belarús. 16. desember 2023 14:41 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Sjá meira
Nokkuð umfangsmikil mótmæli fóru fram í Bashkortostan í gær, sem er sjaldgæft í Rússlandi nú til dags, en þá var verið að mótmæla því að Fail Alsynov hafði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi vegna mótmæla sem hann kom að því að skipuleggja árið 2020 gegn námuvinnslu á stað sem heimamenn telja heilagan. Alsynov er einnig sakaður um að tilheyra Bashkort-hreyfingunni, samtökum sem hafa verið skilgreind sem öfgasamtök og bönnuð í Rússlandi. Lögum um öfgasamtök hefur verið ítrekað verið beitt gegn aðgerðasinnum, sjálfstæðum fjölmiðlum og andstæðingum stjórnvalda í Rússlandi á undanförnum árum. Bashkortostan er í Úralfjöllum og þar búa um 4,1 milljón manna af hinum ýmsu þjóðarbrotum. Margir íbúa eru komnir af frumbyggjum svæðiðsins. Samkvæmt frétt Moscow Times mættu rúmlega tíu þúsund manns á mótmæli við dómshúsið í bænum Baymak í Bashkortostan í gærmorgun og kröfðust þess að Alsynov yrði sleppt úr haldi. Lögregluþjónar brugðust við mótmælunum af mikilli hörku og var kylfum og táragasi meðal annars beitt. Radiy Khabirov, áðurnefndur ríkisstjóri, sagði í morgun að hann myndi ekki sætta sig við öfgar og að fólk reyndi að grafa undan stöðugleika. „Hópur fólks, sumir sem búa erlendis og eru í raun svikarar, eru að kalla eftir aðskilnaði Bashkortostan frá Rússlandi. Þeir eru að kalla eftir skæruhernaðir,“ hefur MT eftir Khabirov. Hann sagðist einnig ætla að sýna Alsynov og samstarfsmenn hans í réttu ljósi. Þeir væru ekki umhverfissinnar og föðurlandsvinir, eins og þeir máluðu sjálfa sig sem, heldur allt aðrir menn. Khabirov tilkynnti Alsynov upprunalega til yfirvalda sem leiddi til þess að hann var handtekinn og dæmdur. Segir Bashkir-fólkið reitt Einn umræddra „svikara“ er Ruslan Gabbasov, sem stofnaði Bashkort-hreyfinguna með Alsynov, en hann býr nú í Litháen. Hann sagði í samtali við blaðamann Reuters að Bashkir-fólkið, sem væru um þriðjungur íbúa lýðveldisins, væri reitt yfir aðgerðum ríkisstjórnar Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Þær aðgerðir hefðu grafið undan tungumáli þeirra og menningu. Þá hefði námugröftur valdið miklum skaða á umhverfi lýðveldisins og fjölmargir menn hefðu verið kvaddir í rússneska herinn. Rannsóknir hafa sýnt að menn af frumbyggjaættum hafa verið kvaddir í herinn í hlutfallslega mun meiri fjölda en aðrir í Rússlandi. „Samanborið við Rússa, senda þeir mun fleiri af okkur til stríðs og þeir deyja frekar,“ sagði hann. Hann sagði Bashkir-fólkið vildi ekki vera hluti af Rússlandi lengur, þar sem þau myndu þurrkast út á tiltölulega stuttum tíma, vegna aðgerða yfirvalda í Moskvu.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Pólverjar vilja vopna Úkraínumenn langdrægum flaugum Utanríkisráðherra Póllands hefur kallað eftir því að bandamenn Úkraínumanna sjái þeim fyrir langdrægum eldflaugum til að gera stjórnvöldum kleift að hæfa bækistöðvar Rússa í Úkraínu. 3. janúar 2024 12:54 Pútin segist eiga harma að hefna og ræðst gegn Kænugarði Umfangsmiklar loftárásir standa nú yfir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Samkvæmt blaðamönnum AFP hafa að minnsta kosti tíu háværar sprengingar heyrst í morgun og íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls. 2. janúar 2024 07:51 Navalní fundinn í fanganýlendu í Síberíu Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi er fundinn eftir þriggja vikna leit aðstandenda hans í fanganýlendu í Síberíu. Þetta staðfestir talskona hans en leitin stóð frá 6. desember þegar Navalní var færður úr fyrra fangelsi. 25. desember 2023 14:02 Hægri hönd Pútíns skipulagði dauða Prígósjíns Níkólaí Patrúsjev, hægri hönd Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, er sagður hafa komið að skipulagningu og að endingu samþykkt banatilræði gegn auðjöfrinum Jevgení Prígósjín. Sá dó þegar flugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu í ágúst. 22. desember 2023 12:03 Flúði eftir fjársvik og nú talinn njósnari Rússa Jan Marsalek, fyrrverandi rekstrarstjóri þýska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard, er grunaður um að hafa stolið tveimur milljörðum dala úr reikningum fyrirtækisins. Skömmu eftir að ljóst var að peningarnir voru horfnir, í júní 2020, steig Marsalek upp í einkaflugvél í Austurríki og var honum flogið til Belarús. 16. desember 2023 14:41 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Sjá meira
Pólverjar vilja vopna Úkraínumenn langdrægum flaugum Utanríkisráðherra Póllands hefur kallað eftir því að bandamenn Úkraínumanna sjái þeim fyrir langdrægum eldflaugum til að gera stjórnvöldum kleift að hæfa bækistöðvar Rússa í Úkraínu. 3. janúar 2024 12:54
Pútin segist eiga harma að hefna og ræðst gegn Kænugarði Umfangsmiklar loftárásir standa nú yfir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Samkvæmt blaðamönnum AFP hafa að minnsta kosti tíu háværar sprengingar heyrst í morgun og íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls. 2. janúar 2024 07:51
Navalní fundinn í fanganýlendu í Síberíu Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi er fundinn eftir þriggja vikna leit aðstandenda hans í fanganýlendu í Síberíu. Þetta staðfestir talskona hans en leitin stóð frá 6. desember þegar Navalní var færður úr fyrra fangelsi. 25. desember 2023 14:02
Hægri hönd Pútíns skipulagði dauða Prígósjíns Níkólaí Patrúsjev, hægri hönd Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, er sagður hafa komið að skipulagningu og að endingu samþykkt banatilræði gegn auðjöfrinum Jevgení Prígósjín. Sá dó þegar flugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu í ágúst. 22. desember 2023 12:03
Flúði eftir fjársvik og nú talinn njósnari Rússa Jan Marsalek, fyrrverandi rekstrarstjóri þýska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard, er grunaður um að hafa stolið tveimur milljörðum dala úr reikningum fyrirtækisins. Skömmu eftir að ljóst var að peningarnir voru horfnir, í júní 2020, steig Marsalek upp í einkaflugvél í Austurríki og var honum flogið til Belarús. 16. desember 2023 14:41