Fylgir ráðum Sveins Andra og tekur aftur upp nafnið B5 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2024 13:29 Þau Sverrir Einar og Vesta Minkute tóku við rekstri Bankastræti Club af Birgittu Líf Björnsdóttur World Class erfingja síðastliðið sumar. Þau endurvöktu nafnið B5, neyddust svo til að notast við nafnið B en hafa nú tekið slaginn á ný með nafninu B5. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B og Nýju vínbúðarinnar, upplýsir að skemmtistaðurinn muni notast við nafnið B5 á meðan deilt er um nafnið fyrir dómstólum. Þetta upplýsir Sverrir Einar í færslu á Facebook. Sverrir og Vesta Mikute unnusta hans keyptu skemmtistaðinn við Bankastræti 5 í Reykjavík í júní í fyrra með það að markmiði að endurvekja gömlu stemmninguna á B5 frá því hann var, að þeirra sögn, besti næturklúbbur borgarinnar. Babb kom í bátinn í lok sumars þegar í ljós kom að staðurinn mætti ekki heita B5. Samkvæmt Hugverkastofu var vörumerkið B5 skráð í eigu KG ehf. og verið notað í heimildarleysi frá því staðurinn var opnaður á ný. Brá Sverrir á það ráð að breyta nafni staðarins í B. En nú hefur hringnum mögulega verið lokað með því að taka að nýju upp nafn B5 þó málið sé óleyst fyrir dómstólum. „Í gangi er dómsmál þar sem tekist er á um notkun nafnsins, en lögmaður okkar, Sveinn Andri Sveinsson, segir ekki séu forsendur til þess að meina okkur að notast við skammstöfun á heimilsfangi staðarins og það geti enginn átt einkarétt sem kemur í veg fyrir lögmæta notkun eigenda á heimilisfangi,“ segir Sverrir Einar. Hann hefur ekki setið auðum höndum undanfarið. Á dögunum var greint frá nýlegu samstarfi hans og Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur varðandi fegurðarsamkeppnina Miss Bikini Iceland. Þá greindi Sverrir Einar frá því á dögunum að óprúttnir aðilar hefðu haft í hótunum við sig og reynt að kveikja í hóteli sem hann rekur við Skipholt. Sverrir Einar bauð 100 þúsund krónur í fundarlaun, hverjum þeim sem gæti veitt traustar upplýsingar varðandi brennuvargana sem sjá má með andlit sitt hulið í myndbandinu að ofan. Næturlíf Dómsmál Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir B opnar á ný eftir afturköllun starfsleyfis Skemmtistaðurinn B, áður b5 og Bankastræti club, opnar á ný um helgina eftir að sýslumaður afturkallaði starfsleyfi staðarins þann 27. október síðastliðinn. 5. desember 2023 17:26 Hefur sent lögreglustjóra formlega kvörtun Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B, hefur sent Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu formlega kvörtun vegna framgöngu lögregluþjóns sem handtók hann á skemmtistaðnum á laugardag. 19. september 2023 08:30 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
Þetta upplýsir Sverrir Einar í færslu á Facebook. Sverrir og Vesta Mikute unnusta hans keyptu skemmtistaðinn við Bankastræti 5 í Reykjavík í júní í fyrra með það að markmiði að endurvekja gömlu stemmninguna á B5 frá því hann var, að þeirra sögn, besti næturklúbbur borgarinnar. Babb kom í bátinn í lok sumars þegar í ljós kom að staðurinn mætti ekki heita B5. Samkvæmt Hugverkastofu var vörumerkið B5 skráð í eigu KG ehf. og verið notað í heimildarleysi frá því staðurinn var opnaður á ný. Brá Sverrir á það ráð að breyta nafni staðarins í B. En nú hefur hringnum mögulega verið lokað með því að taka að nýju upp nafn B5 þó málið sé óleyst fyrir dómstólum. „Í gangi er dómsmál þar sem tekist er á um notkun nafnsins, en lögmaður okkar, Sveinn Andri Sveinsson, segir ekki séu forsendur til þess að meina okkur að notast við skammstöfun á heimilsfangi staðarins og það geti enginn átt einkarétt sem kemur í veg fyrir lögmæta notkun eigenda á heimilisfangi,“ segir Sverrir Einar. Hann hefur ekki setið auðum höndum undanfarið. Á dögunum var greint frá nýlegu samstarfi hans og Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur varðandi fegurðarsamkeppnina Miss Bikini Iceland. Þá greindi Sverrir Einar frá því á dögunum að óprúttnir aðilar hefðu haft í hótunum við sig og reynt að kveikja í hóteli sem hann rekur við Skipholt. Sverrir Einar bauð 100 þúsund krónur í fundarlaun, hverjum þeim sem gæti veitt traustar upplýsingar varðandi brennuvargana sem sjá má með andlit sitt hulið í myndbandinu að ofan.
Næturlíf Dómsmál Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir B opnar á ný eftir afturköllun starfsleyfis Skemmtistaðurinn B, áður b5 og Bankastræti club, opnar á ný um helgina eftir að sýslumaður afturkallaði starfsleyfi staðarins þann 27. október síðastliðinn. 5. desember 2023 17:26 Hefur sent lögreglustjóra formlega kvörtun Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B, hefur sent Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu formlega kvörtun vegna framgöngu lögregluþjóns sem handtók hann á skemmtistaðnum á laugardag. 19. september 2023 08:30 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
B opnar á ný eftir afturköllun starfsleyfis Skemmtistaðurinn B, áður b5 og Bankastræti club, opnar á ný um helgina eftir að sýslumaður afturkallaði starfsleyfi staðarins þann 27. október síðastliðinn. 5. desember 2023 17:26
Hefur sent lögreglustjóra formlega kvörtun Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B, hefur sent Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu formlega kvörtun vegna framgöngu lögregluþjóns sem handtók hann á skemmtistaðnum á laugardag. 19. september 2023 08:30