Um helmingi dýrara að leigja hjá hagnaðardrifnum leigufélögum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. janúar 2024 14:03 Staðsetning virðist hafa meiri áhrif á verð lítilla íbúða samkvæmt nýrri leiguvísitölu. Hæsta fermetraverðið er á tveggja herbergja íbúðum í Vesturbæ og á Seltjarnarnesi. vísir/Vilhlem Leiguverð hjá hagnaðardrifnum leigufélögum er ríflega sextíu prósent hærra en hjá þeim óhagnaðardrifnu samkvæmt nýrri leiguvísitölu. Vísitalan byggir á nýrri leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem gefur mun betri mynd af leigumarkaðnum en áður. Fyrir rúmu ári var húsaleigulögum breytt og þar er nú kveðið á um skráningarskyldu húsaleigusamninga. Í morgun var ný leiguskrá kynnt en hún byggir fyrrnefndum skráningum. Þorsteinn Arnalds, verkefnastjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir hana mikilvægt tól til að fylgjast megi með þróun leigumarkaðarins. „Þannig getum við séð hvort það sé mismunandi þróun á mismunandi svæðum og hvort það séu einhverjir tilteknir geirar leigumarkaðarins þar þróunin er að verða verri en annars staðar.“ Ný leiguvísitala byggir á leiguskránni. „Við höfum verið að reikna leiguvísitölu frá árinu 2012 á grundvelli þinglýstra samninga, sem hafði ákveðna annmarka, og sú vinna hefur orðið erfiðari þar sem þinglýstum samningum hefur fækkað. En nú erum við komin með leiguvísitölu þar sem við getum mælt ákveðinn hluta markaðarins og vísitalan sem við birtum í dag sýnir þá þróunina fyrir hefðbundnar íbúðir og þar sem leigusalinn er að leigja á markaðslegum forsendum,“ segir Þorsteinn. Tímabundnir leigusamningar við hagnaðardrifin leigufélög eru óhagkvæmastir samkvæmt nýjum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísir/HMS Mikill verðmunur milli leigusala Ný leigvísitala sýnir til dæmis að leiguverð hækkaði um tíu prósent á síðustu sjö mánuðum ársins, eða frá upphafsdegi vísitölunnar í maí. Þá er mikill munur á leiguverði á milli leigusala. Fermetraverðið er yfir þrjú þúsund krónum hjá einstaklingum og leigufélögum en undir tvö þúsund krónum hjá óhagnaðardrifnum aðilum. Sé miðað við fermetraverð er leigan ríflega sextíu prósent hærri hjá hagnaðardrifnum félögum en þeim óhagnaðardrifnu. Leiguverðið er hæst hjá fyrirtækjum sem rekin eru í hagnaðarskyni, en næsthæst hjá einstaklingum. Þar á eftir eru sveitarfélög en óhagnaðardrifin leigufélög bjóða lægstu leiguna. Þorsteinn segir nýju vísitöluna styðja betur við alla ákvarðanatöku. „Við getum þá aðstoðað stjórnvöld við að beina augum sínum þangað sem skóinn kreppir og það verður þar með miklu auðveldara að ná utan um leigumarkaðinn og sjá hvernig megi styðja við hann.“ Leigumarkaður Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Fyrir rúmu ári var húsaleigulögum breytt og þar er nú kveðið á um skráningarskyldu húsaleigusamninga. Í morgun var ný leiguskrá kynnt en hún byggir fyrrnefndum skráningum. Þorsteinn Arnalds, verkefnastjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir hana mikilvægt tól til að fylgjast megi með þróun leigumarkaðarins. „Þannig getum við séð hvort það sé mismunandi þróun á mismunandi svæðum og hvort það séu einhverjir tilteknir geirar leigumarkaðarins þar þróunin er að verða verri en annars staðar.“ Ný leiguvísitala byggir á leiguskránni. „Við höfum verið að reikna leiguvísitölu frá árinu 2012 á grundvelli þinglýstra samninga, sem hafði ákveðna annmarka, og sú vinna hefur orðið erfiðari þar sem þinglýstum samningum hefur fækkað. En nú erum við komin með leiguvísitölu þar sem við getum mælt ákveðinn hluta markaðarins og vísitalan sem við birtum í dag sýnir þá þróunina fyrir hefðbundnar íbúðir og þar sem leigusalinn er að leigja á markaðslegum forsendum,“ segir Þorsteinn. Tímabundnir leigusamningar við hagnaðardrifin leigufélög eru óhagkvæmastir samkvæmt nýjum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísir/HMS Mikill verðmunur milli leigusala Ný leigvísitala sýnir til dæmis að leiguverð hækkaði um tíu prósent á síðustu sjö mánuðum ársins, eða frá upphafsdegi vísitölunnar í maí. Þá er mikill munur á leiguverði á milli leigusala. Fermetraverðið er yfir þrjú þúsund krónum hjá einstaklingum og leigufélögum en undir tvö þúsund krónum hjá óhagnaðardrifnum aðilum. Sé miðað við fermetraverð er leigan ríflega sextíu prósent hærri hjá hagnaðardrifnum félögum en þeim óhagnaðardrifnu. Leiguverðið er hæst hjá fyrirtækjum sem rekin eru í hagnaðarskyni, en næsthæst hjá einstaklingum. Þar á eftir eru sveitarfélög en óhagnaðardrifin leigufélög bjóða lægstu leiguna. Þorsteinn segir nýju vísitöluna styðja betur við alla ákvarðanatöku. „Við getum þá aðstoðað stjórnvöld við að beina augum sínum þangað sem skóinn kreppir og það verður þar með miklu auðveldara að ná utan um leigumarkaðinn og sjá hvernig megi styðja við hann.“
Leigumarkaður Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira