Einstæðar myndir náðust á dróna sem Nature Eye sköffuðu Willsey en hann var að fara yfir gosið á Youtube-síðunni sinni og lýsa þróununni.
Drónanum er stýrt í rólegheitum yfir meginsprunguna og Willsey var að lýsa því sem fyrir augu bar þegar sjá má hvar gasmökkur stígur upp úr jörðu talsvert nær Grindavík en meginsprungan var. Willisey er að lýsa varnargörðunum og tekur ekki strax eftir því hvað er að gerast en þegar hann áttar sig á því fær hann Jóhann nokkurn, sem stýrir drónanum, til að færa sig nær.
Dróninn nær svo myndum af því þegar sprungan stækkar og úr rennur hraun með þeim afleiðingum sem allir landsmenn þekkja. Fagurt og skelfilegt í senn. En sjón er sögu ríkari. Fyrir þá sem vilja fylgjast með aðdragandanum í heild sinni þá eru liðnar um það bil ein klukkustund og fimm mínútur þegar Willsey rekur augun í nýju sprunguna.