Ísland og Þýskaland mætast í Lanxess Arena í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Þetta er fyrsti leikdagur í höllinni, eftir að riðlakeppninni lauk hjá Íslandi í München í fyrrakvöld.
Eina breytingin á íslenska hópnum frá tapinu gegn Ungverjalandi er að Donni fer út úr hópnum en hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson kemur aftur inn. Einar var einnig utan hóps gegn Ungverjum.
Íslenski hópurinn gegn Þýskalandi:
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Valur (263/21)
Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (54/1)
Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (90/96)
Aron Pálmarsson, FH (173/657)
Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (110/384)
Elliði Snær Viðarsson, VfL Gummersbach (42/86)
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (71/165)
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (56/124)
Haukur Þrastarson, Barlinek Industria Kielce (27/32)
Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (77/121)
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Chaffhausen (34/92)
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (79/275)
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad Håndball (68/195)
Stiven Tobar Valencia, Benfica (11/11)
Viggó Kristjánsson, SC DHfK Leipzig Handball (49/133)
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (83/35)
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (6/0) og Kristján Örn Kristjánsson, Pays d’Aix Université Club Handball (32/60) hvíla í dag.