„Virðist vera að fara upp með svipuðum hraða“ Lillý Valgerður Pétursdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 18. janúar 2024 21:25 Benedikt Halldórsson, fagstjóri jarðskjálftavár hjá Veðurstofunni. Vísir/Arnar Kvika heldur áfram að safnast saman undir Svartsengi og jarðeðlisfræðingur segir að á meðan landris heldur áfram gæti gosið innan næsta mánaðar. Hætta innan Grindavíkur er áfram talin mjög mikil. Síðustu tvo daga hafa sérfræðingar Veðurstofunnar séð skýr merki þess að kvikusöfnun eigi sér áfram stað undir Svartsengi. Þá hefur fjöldi smáskjálfta mæst á svæðinu síðastliðinn sólarhring. „Það er stutt síðan síðasta innskot eða síðasti kvikugangur myndaðist og núna hefst kvikusöfnun aftur undir Svartsengi og miðað við svona fyrstu dagana á eftir þá erum við að sjá það að þetta virðist vera að fara upp með svipuðum hraða. Ég held að fleiri dagar segi okkur hversu hratt þetta er að safnast fyrir en ferlið heldur greinilega áfram,“ segir Benedikt Halldórsson, fagstjóri jarðskjálftavár hjá Veðurstofunni. Benedikt segir tvö síðustu eldgosin ekki hafa breytt miklu um kvikusöfnunina. „Þegar landris sást undir Svartsengi rétt eftir 25. október sem voru greinileg merki um það að kvika væri að safnast fyrir þá í raun og veru sjáum við engin merki þess að þetta innflæði þarna undir hafi stöðvast. Þannig í raun og veru má tala um þetta sem einn atburð.“ Hann segir vísindamenn nú búa yfir aukinni þekkingu eftir síðustu atburði. Þá telur hann að ef fram heldur sem horfir gæti gosið þegar eftir nokkrar vikur eða þegar magn kvikunnar er orðið sambærilegt því sem var fyrir síðast elgos. „Svo lengi sem landris helst áfram sem er túlkað og módelerað vegna innflæðis kviku þá í raun og veru lítur út fyrir að þetta muni eða geti endurtekið sig,“ segir Benedikt. „Það er líklegt að þegar kvikuþrýstingur er kominn yfir ákveðin mörk þá hlaupi aftur út úr kerfinu og það gæti endað með gosi.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Síðustu tvo daga hafa sérfræðingar Veðurstofunnar séð skýr merki þess að kvikusöfnun eigi sér áfram stað undir Svartsengi. Þá hefur fjöldi smáskjálfta mæst á svæðinu síðastliðinn sólarhring. „Það er stutt síðan síðasta innskot eða síðasti kvikugangur myndaðist og núna hefst kvikusöfnun aftur undir Svartsengi og miðað við svona fyrstu dagana á eftir þá erum við að sjá það að þetta virðist vera að fara upp með svipuðum hraða. Ég held að fleiri dagar segi okkur hversu hratt þetta er að safnast fyrir en ferlið heldur greinilega áfram,“ segir Benedikt Halldórsson, fagstjóri jarðskjálftavár hjá Veðurstofunni. Benedikt segir tvö síðustu eldgosin ekki hafa breytt miklu um kvikusöfnunina. „Þegar landris sást undir Svartsengi rétt eftir 25. október sem voru greinileg merki um það að kvika væri að safnast fyrir þá í raun og veru sjáum við engin merki þess að þetta innflæði þarna undir hafi stöðvast. Þannig í raun og veru má tala um þetta sem einn atburð.“ Hann segir vísindamenn nú búa yfir aukinni þekkingu eftir síðustu atburði. Þá telur hann að ef fram heldur sem horfir gæti gosið þegar eftir nokkrar vikur eða þegar magn kvikunnar er orðið sambærilegt því sem var fyrir síðast elgos. „Svo lengi sem landris helst áfram sem er túlkað og módelerað vegna innflæðis kviku þá í raun og veru lítur út fyrir að þetta muni eða geti endurtekið sig,“ segir Benedikt. „Það er líklegt að þegar kvikuþrýstingur er kominn yfir ákveðin mörk þá hlaupi aftur út úr kerfinu og það gæti endað með gosi.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira