Býður Grindvíkingum upp á frítt skutl Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. janúar 2024 23:01 Einar Jóhannes Einarsson, Hafnfirðingur, hefur boðið Grindvíkingum sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín upp á ókeypis skutl. Aðsent/Vísir/Vilhelm Hafnfirðingur sem býður Grindvíkingum upp á frítt skutl á „stór-Hafnarfjarðarsvæðinu“ segir viðbrögðin hafa verið ótrúleg. Enn sem komið er sé bara eitt skutl til Keflavíkur fyrirhugað en ef eftirspurnin eykst er hann tilbúinn að skutla fram yfir helgi. Inni á Facebook-hópnum „Aðstoð við Grindvíkinga“ má sjá fólk bjóða fram aðstoð af ýmsu tagi. Mest fer fyrir leiguhúsnæði og gefins húsgögnum en inni á milli koma líka óvenjulegri færslur. Ein slík er færsla Einars Jóhanns Einarssonar þar sem hann skrifar „Kæru Grindvíkingar, ef eitthvert ykkar eigið erfitt með að fara um hér á stór-Hafnarfjarðarsvæðinu vegna bílleysis eða af öðrum ástæðum, þá er ég kominn í langa fríið og hér fyrir utan stendur nýlegur og vel útbúinn bíll til vetraraksturs sem getur tekið allt að 6 farþegum.“ „Mig langar til að bjóða ykkur uppá frítt skutl, t.d. í búð, til læknis eða hvað svo sem þið þurfið að erinda,“ skrifar hann síðan í færslunni. Hann hafi hugsað sér að skutla fólki út daginn í dag, á morgun og hugsanlega eftir helgi ef eftirspurnin er mikil. Færslan hefur vakið töluverða athygli á hópnum, tæplega þúsund manns hafa líkað við hana, við hana eru tæplega sextíu ummæli og henni hefur verið deilt sautján sinnum. Skutlar frekar en að lesa eða fara í sundi „Þetta var algjörlega spontant ákvörðun,“ segir Einar um aðdragandann að færslunni. „Eins og kemur fram þá á ég bíl sem tekur sex farþega og ég er hættur að vinna. Það eru tvö ár síðan en ég var í hittífyrrasumar með leyfi til að vera með dagsferðir og keyrði þó nokkuð mikið það sumar með túrista út og suður. Allt frá því að fara í kringum Snæfellsnes og austur á Hjörleifshöfða og allt þar á milli,“ segir hann. „Ég er ekki búinn að ákveða hvort ég fer aftur út í þetta í vor eða ekki og er ennþá með bílinn en er ekkert að nota hann,“ segir hann og bætir við að því sé tilvalið að nýta hann. Aðspurður hver kveikjan hafi verið sagðist Einar hafa heyrt viðtal í fréttum Rúv þar sem var talað um hvað það væri erfitt fyrir marga Grindvíkinga að ferðast á milli staða, sérstaklega börn og yngra fólk á leið á æfingar. Og ákvaðst að bjóða upp á þetta? „Já, frekar en að vera hérna að lesa bækur eða fara í sund og pottana eins og maður gerir,“ segir Einar. „Getur vel verið að ég láti þetta ganga fram í næstu viku“ Eins og hefur komið fram vakti færsla Einars gríðarlega athygli inni í hópnum en hann hefur ekki fengið jafnmikið af skutlbeiðnum. „Ég er búinn að fá svo ótrúleg viðbrögð að ég hugsaði Hvað er ég eiginlega búinn að koma mér út í?“ segir hann og bætir við að hann sé með eitt skutl fyrirhugað og það séu enn laus pláss. „Ég ætla að fara með mæðgin til Keflavíkur seinni partinn á morgun.“ Hins vegar hafi hann fengið hringingar frá fólki sem hafði áhuga á að hjálpa honum með skutlið með fjárstuðningi eða akstri. „Gleðilegt að fá þessi viðbrögð. Ég skýt aldrei rakettum á loft en ég keypti eina af björgunarsveitunum í Grindavík á gamlársdag. Það er það eina sem ég hef gert,“ segir hann og því sé skutlið tilvalinn stuðningur. „Eins og ég segi, ætla ég að sjá til fram á helgi hvernig þetta verður og þá getur vel verið að ég láti þetta ganga fram í næstu viku,“ segir Einar um skutlið. Hér fyrir neðan má nálgast færslu Einars í heild sinni: Grindavík Eldgos og jarðhræringar Góðverk Hafnarfjörður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Inni á Facebook-hópnum „Aðstoð við Grindvíkinga“ má sjá fólk bjóða fram aðstoð af ýmsu tagi. Mest fer fyrir leiguhúsnæði og gefins húsgögnum en inni á milli koma líka óvenjulegri færslur. Ein slík er færsla Einars Jóhanns Einarssonar þar sem hann skrifar „Kæru Grindvíkingar, ef eitthvert ykkar eigið erfitt með að fara um hér á stór-Hafnarfjarðarsvæðinu vegna bílleysis eða af öðrum ástæðum, þá er ég kominn í langa fríið og hér fyrir utan stendur nýlegur og vel útbúinn bíll til vetraraksturs sem getur tekið allt að 6 farþegum.“ „Mig langar til að bjóða ykkur uppá frítt skutl, t.d. í búð, til læknis eða hvað svo sem þið þurfið að erinda,“ skrifar hann síðan í færslunni. Hann hafi hugsað sér að skutla fólki út daginn í dag, á morgun og hugsanlega eftir helgi ef eftirspurnin er mikil. Færslan hefur vakið töluverða athygli á hópnum, tæplega þúsund manns hafa líkað við hana, við hana eru tæplega sextíu ummæli og henni hefur verið deilt sautján sinnum. Skutlar frekar en að lesa eða fara í sundi „Þetta var algjörlega spontant ákvörðun,“ segir Einar um aðdragandann að færslunni. „Eins og kemur fram þá á ég bíl sem tekur sex farþega og ég er hættur að vinna. Það eru tvö ár síðan en ég var í hittífyrrasumar með leyfi til að vera með dagsferðir og keyrði þó nokkuð mikið það sumar með túrista út og suður. Allt frá því að fara í kringum Snæfellsnes og austur á Hjörleifshöfða og allt þar á milli,“ segir hann. „Ég er ekki búinn að ákveða hvort ég fer aftur út í þetta í vor eða ekki og er ennþá með bílinn en er ekkert að nota hann,“ segir hann og bætir við að því sé tilvalið að nýta hann. Aðspurður hver kveikjan hafi verið sagðist Einar hafa heyrt viðtal í fréttum Rúv þar sem var talað um hvað það væri erfitt fyrir marga Grindvíkinga að ferðast á milli staða, sérstaklega börn og yngra fólk á leið á æfingar. Og ákvaðst að bjóða upp á þetta? „Já, frekar en að vera hérna að lesa bækur eða fara í sund og pottana eins og maður gerir,“ segir Einar. „Getur vel verið að ég láti þetta ganga fram í næstu viku“ Eins og hefur komið fram vakti færsla Einars gríðarlega athygli inni í hópnum en hann hefur ekki fengið jafnmikið af skutlbeiðnum. „Ég er búinn að fá svo ótrúleg viðbrögð að ég hugsaði Hvað er ég eiginlega búinn að koma mér út í?“ segir hann og bætir við að hann sé með eitt skutl fyrirhugað og það séu enn laus pláss. „Ég ætla að fara með mæðgin til Keflavíkur seinni partinn á morgun.“ Hins vegar hafi hann fengið hringingar frá fólki sem hafði áhuga á að hjálpa honum með skutlið með fjárstuðningi eða akstri. „Gleðilegt að fá þessi viðbrögð. Ég skýt aldrei rakettum á loft en ég keypti eina af björgunarsveitunum í Grindavík á gamlársdag. Það er það eina sem ég hef gert,“ segir hann og því sé skutlið tilvalinn stuðningur. „Eins og ég segi, ætla ég að sjá til fram á helgi hvernig þetta verður og þá getur vel verið að ég láti þetta ganga fram í næstu viku,“ segir Einar um skutlið. Hér fyrir neðan má nálgast færslu Einars í heild sinni:
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Góðverk Hafnarfjörður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira