Lokatölur leiksins voru 4-0 en öll fjögur mörk leiksins komu í fyrri hálfleiknum.
Á 6. mínútu skoraði Helgi Guðjónsson eftir stoðsendingu frá Ara Sigurpálssyni. Sjö mínútum síðar skoraði síðan Danijel Djuric og aftur var það Ari Sigurpálsson sem gaf stoðsendinguna.
Gísli Gottskálk Þórðarson skoraði síðan á 31. mínútu áður en Danijel Djuric skoraði sitt annað mark sex mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Viktor Andrasyni.
Víkingur hefur nú unnið alla þrjá leiki sína í Reykjavíkurmótinu en næsti leikur liðsins er gegn Fjölni á mánudaginn.