Til skoðunar að fleiri í bið geti sótt um niðurgreiðslu Lovísa Arnardóttir skrifar 19. janúar 2024 11:15 Árelía Eydís Guðmundsdóttir er formaður skóla- og frístundaráðs í Reykjavíkurborg. Hún er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Alls hafa fimmtíu einstaklingar sótt um niðurgreiðslu til Reykjavíkurborgar vegna barna sem eru 18 mánaða eða eldri og eru enn hjá dagforeldrum. Opnað var fyrir umsóknir um niðurgreiðslur í síðustu viku. Skóla- og frístundasvið skoðar nú hvort hægt sé að veita fleirum niðurgreiðslu. Niðurgreiðslan er tilkomin vegna þess að börnin ættu samkvæmt viðmiðum borgarinnar að vera komin inn á einhvern leikskóla borgarinnar. Leikskólar eru töluvert ódýrari en að vera hjá dagforeldrum. Foreldrar og forráðamenn greiða um 35 þúsund fyrir mánuð í leikskóla en greiðslur til dagforeldra geta numið allt að 90 þúsund krónum eða jafnvel meira á mánuði. Frá því að opnað var fyrir umsóknir um niðurgreiðslur hafa fimmtíu sótt um. „Umsóknir eru teknar fyrir og afgreiddar jafnóðum uppfylla þær öll skilyrði aukinnar niðurgreiðslu,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður skóla- og frístundaráðs í Reykjavíkurborg. Ekki gætt að jafnræði Frá því að tilkynnt var um niðurgreiðsluna hafa foreldrar barna sem eru 18 mánaða eða eldri og eru ekki hjá dagforeldrum en ekki í leikskóla kvartað undan því að ekki sé gætt að jafnræði við niðurgreiðsluna. Arnór Bjarki Svarfdal, faðir 21 mánaða stúlku, sagði í viðtali í síðustu viku að dóttir væri hvergi komin inn og hann ekki getað unnið fulla vinnu. Hann fái ekki niðurgreiðslu en verði fyrir um 200 þúsund króna tekjutapi mánaðarlega. Árelía Eydís segir það til skoðunar hjá skóla- og frístundasviði borgarinnar hvort hægt sé að opna fyrir umsóknir annarra foreldra fyrir niðurgreiðslu en bara þeirra sem eru með börn í dagforeldrakerfinu. Niðurgreiðslan var kynnt fyrst síðasta sumar sem liður í styrkingu dagforeldrakerfisins. Árelía Eydís segir að skóla- og frístundaráð taki málið ekki fyrir fyrr en sviðið hafi skoðað málið ítarlega og að það muni taka einhvern tíma. Skóla - og menntamál Leikskólar Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Samþykktu breytingar á dagforeldrakerfinu Borgarráð samþykkti tvær megin breytingar á dagforeldrakerfinu á fundi sínum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 14. desember 2023 13:18 Geta átt von á um mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu Foreldrar barna 18 mánaða og eldri geta átt von á mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu eftir áramót frá Reykjavíkurborg vegna greiddra dagforeldragjalda. Ný gjaldskrá og aukinn stuðningur við foreldra voru samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Alls eru um 100 til 200 börn á þessum aldri enn hjá dagforeldrum. 14. desember 2023 20:01 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Niðurgreiðslan er tilkomin vegna þess að börnin ættu samkvæmt viðmiðum borgarinnar að vera komin inn á einhvern leikskóla borgarinnar. Leikskólar eru töluvert ódýrari en að vera hjá dagforeldrum. Foreldrar og forráðamenn greiða um 35 þúsund fyrir mánuð í leikskóla en greiðslur til dagforeldra geta numið allt að 90 þúsund krónum eða jafnvel meira á mánuði. Frá því að opnað var fyrir umsóknir um niðurgreiðslur hafa fimmtíu sótt um. „Umsóknir eru teknar fyrir og afgreiddar jafnóðum uppfylla þær öll skilyrði aukinnar niðurgreiðslu,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður skóla- og frístundaráðs í Reykjavíkurborg. Ekki gætt að jafnræði Frá því að tilkynnt var um niðurgreiðsluna hafa foreldrar barna sem eru 18 mánaða eða eldri og eru ekki hjá dagforeldrum en ekki í leikskóla kvartað undan því að ekki sé gætt að jafnræði við niðurgreiðsluna. Arnór Bjarki Svarfdal, faðir 21 mánaða stúlku, sagði í viðtali í síðustu viku að dóttir væri hvergi komin inn og hann ekki getað unnið fulla vinnu. Hann fái ekki niðurgreiðslu en verði fyrir um 200 þúsund króna tekjutapi mánaðarlega. Árelía Eydís segir það til skoðunar hjá skóla- og frístundasviði borgarinnar hvort hægt sé að opna fyrir umsóknir annarra foreldra fyrir niðurgreiðslu en bara þeirra sem eru með börn í dagforeldrakerfinu. Niðurgreiðslan var kynnt fyrst síðasta sumar sem liður í styrkingu dagforeldrakerfisins. Árelía Eydís segir að skóla- og frístundaráð taki málið ekki fyrir fyrr en sviðið hafi skoðað málið ítarlega og að það muni taka einhvern tíma.
Skóla - og menntamál Leikskólar Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Samþykktu breytingar á dagforeldrakerfinu Borgarráð samþykkti tvær megin breytingar á dagforeldrakerfinu á fundi sínum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 14. desember 2023 13:18 Geta átt von á um mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu Foreldrar barna 18 mánaða og eldri geta átt von á mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu eftir áramót frá Reykjavíkurborg vegna greiddra dagforeldragjalda. Ný gjaldskrá og aukinn stuðningur við foreldra voru samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Alls eru um 100 til 200 börn á þessum aldri enn hjá dagforeldrum. 14. desember 2023 20:01 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Samþykktu breytingar á dagforeldrakerfinu Borgarráð samþykkti tvær megin breytingar á dagforeldrakerfinu á fundi sínum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 14. desember 2023 13:18
Geta átt von á um mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu Foreldrar barna 18 mánaða og eldri geta átt von á mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu eftir áramót frá Reykjavíkurborg vegna greiddra dagforeldragjalda. Ný gjaldskrá og aukinn stuðningur við foreldra voru samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Alls eru um 100 til 200 börn á þessum aldri enn hjá dagforeldrum. 14. desember 2023 20:01