Fimm stöðugildi heimilislækna fara í sjúkraþjálfunarbeiðnir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2024 10:35 Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélagsins, segir fjölmarga lækna verja óratíma í afgreiðslu tilvísana. Vísir/Arnar Formaður Læknafélagsins segir sóun víða í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega í öldrunarþjónustu, hjá heilsugæslunni, rafrænum og úreltum tölvukerfum og vegna biðlista. Ein leið til að minnka sóun væri að ryðja tilvísunarkerfinu úr vegi. „Við höfum auðvitað lengi barist fyrir auknu fjármagni í kerfið og þá fáum við gjarnan þau mótrök að það vanti ekki pening, það sé verið að sóa. Ég held að bæði rökin eigi við. Við ákváðum að taka þetta sérstaklega fyrir á Læknadögum í ár, sóunina. Við sjáum hana víða og þetta er svo sem alþjóðlegt vandamál en hérlendis vorum við mest að horfa á öldrunarþjónustuna, við vorum að horfa á heilsugæsluna, rafrænu tölvukerfin sem eru vel úrelt og biðlista,“ segir Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og formaður Læknafélagsins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fimm stöðugildi í tilvísanir Engin formleg úttekt hafi verið gerð hér á landi um hversu miklu fjármagni sé sóað í kerfinu en erlendar rannsóknir bendi til að fimmtungi fjármagns sé sóað í óþarfa. Þó séu dæmi um að allt að helmingi fjármagnsins sé sóað, sem eigi til dæmis við í Bandaríkjunum. Hún segir sligandi stjórnsýslu meðal annars vandann hér á landi og nefnir til dæmis heilsugæslurnar í því samhengi. „Við vorum að fara yfir ýmis vottorð og tilvísanir sem þeim er gert, heimilislæknum, að skrifa út til að vera eins konar hliðverðir fyrir okkur almenning inn í alls konar þjónustu og þeir hafa í raun hvorki tíma né tök til að vera einhverjir hliðverðir,“ segir Steinunn. „Til dæmis eru þetta sjúkraþjálfunarbeiðnir, það fara fimm heil stöðugildi heimilislækna í sjúkraþjálfunarbeiðnir. Við erum með 200 heimilislækna í vinnu.“ Heimilislæknar eigi að sinna forvörnum en ekki skriffinnsku Hún segir sjúkraþjálfara vel menntaða fagstétt sem ætti að fá tækifæri til að meta ástand þeirra sem til þeirra leita sjálfir. Að hennar mati séu flestir læknar líka viljugir til að sleppa þessum verkefnum. „Ég held það væri mjög verðug tilraun að prófa að hætta þessu og sjá hvort eitthvað breytist. Fylgja því bara eftir. Sama á við tilvísanir til barnalækna, þar fara þrjú stöðugildi á ári. Þannig að við erum að fara ansi hátt í prósentunýtingu á tíma heimilislækna í vottorð og hliðvörslu. Þeir þurfa líka að vera hliðverðir fyrir spelkur, göngugrindur og bleyjur. Haldið þið að fólk sé mikið að misnota slíkar beiðnir, að biðja um fullorðinsbleyjur ef það þarf þess ekki,“ segir Steinunn. Íslendingar noti heimilislækna mun meira í verkefni sem þessi en nágrannaþjóðirnar. „Það er ekki þessi krafa á heimilislækna að stýra umferð inn í allt og ekkert í kerfinu. Líka ýmsa félagslega þjónustu, fjárstuðning og svo þarf oft að endurnýja þessar beiðnir aftur og aftur reglulega. Við erum að eyða þeirra tíma í gríðarlega skriffinnsku,“ segir Steinunn. „Eins og ég held að mjög margir hafi fundið á eigin skinni er mjög erfitt að komast að hjá heimilislækni með raunveruleg vandamál. Heimilislæknar eiga að sinna forvörnum og heilsueflingu, þeir eiga að sinna eftirfylgd langvinna sjúkdóma, þeir eiga að grípa fólk og eiga að þekkja sinn hóp. Ef þetta er allt í lagi og eins og það á að vera er auðvitað mikill sparnaður í því að þeir geti sinnt forvörnum og öðru slíku.“ Hluta má á viðtalið við Steinunni í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Löng bið eftir lækni og dæmi um að fólk fái ekki tíma Dæmi eru um að ekki sé hægt að bóka tíma hjá lækni á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir skort á fagfólki hjá stofnuninni og mikið álag. 8. janúar 2024 20:01 Aðeins helmingur íbúa með fastan heimilislækni þvert gegn stefnu stjórnvalda Þrátt fyrir að heilbrigðisyfirvöld stefni að því að landsmenn séu með fastan skráðan heimilislækni á það aðeins við um helming íbúa á höfuðborgarasvæðinu. Ástæðan er skortur á heimilislæknum að sögn formanns félags þeirra. Það hafi áhrif á aðgengi og gæði þjónustunnar. Heilsugæslan sé í raun verr stödd en Landspítalinn. 8. janúar 2024 13:58 Læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun Skráðum samskiptum heimilislækna við sjúklinga hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og fleiri læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun. Þetta kom fram í erindi forstjóra Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu á læknaráðstefnu sem nú fer fram í Hörpu. Hann tengir þetta ástand við aukin rafræn samskipti. 18. janúar 2023 10:16 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
„Við höfum auðvitað lengi barist fyrir auknu fjármagni í kerfið og þá fáum við gjarnan þau mótrök að það vanti ekki pening, það sé verið að sóa. Ég held að bæði rökin eigi við. Við ákváðum að taka þetta sérstaklega fyrir á Læknadögum í ár, sóunina. Við sjáum hana víða og þetta er svo sem alþjóðlegt vandamál en hérlendis vorum við mest að horfa á öldrunarþjónustuna, við vorum að horfa á heilsugæsluna, rafrænu tölvukerfin sem eru vel úrelt og biðlista,“ segir Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og formaður Læknafélagsins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fimm stöðugildi í tilvísanir Engin formleg úttekt hafi verið gerð hér á landi um hversu miklu fjármagni sé sóað í kerfinu en erlendar rannsóknir bendi til að fimmtungi fjármagns sé sóað í óþarfa. Þó séu dæmi um að allt að helmingi fjármagnsins sé sóað, sem eigi til dæmis við í Bandaríkjunum. Hún segir sligandi stjórnsýslu meðal annars vandann hér á landi og nefnir til dæmis heilsugæslurnar í því samhengi. „Við vorum að fara yfir ýmis vottorð og tilvísanir sem þeim er gert, heimilislæknum, að skrifa út til að vera eins konar hliðverðir fyrir okkur almenning inn í alls konar þjónustu og þeir hafa í raun hvorki tíma né tök til að vera einhverjir hliðverðir,“ segir Steinunn. „Til dæmis eru þetta sjúkraþjálfunarbeiðnir, það fara fimm heil stöðugildi heimilislækna í sjúkraþjálfunarbeiðnir. Við erum með 200 heimilislækna í vinnu.“ Heimilislæknar eigi að sinna forvörnum en ekki skriffinnsku Hún segir sjúkraþjálfara vel menntaða fagstétt sem ætti að fá tækifæri til að meta ástand þeirra sem til þeirra leita sjálfir. Að hennar mati séu flestir læknar líka viljugir til að sleppa þessum verkefnum. „Ég held það væri mjög verðug tilraun að prófa að hætta þessu og sjá hvort eitthvað breytist. Fylgja því bara eftir. Sama á við tilvísanir til barnalækna, þar fara þrjú stöðugildi á ári. Þannig að við erum að fara ansi hátt í prósentunýtingu á tíma heimilislækna í vottorð og hliðvörslu. Þeir þurfa líka að vera hliðverðir fyrir spelkur, göngugrindur og bleyjur. Haldið þið að fólk sé mikið að misnota slíkar beiðnir, að biðja um fullorðinsbleyjur ef það þarf þess ekki,“ segir Steinunn. Íslendingar noti heimilislækna mun meira í verkefni sem þessi en nágrannaþjóðirnar. „Það er ekki þessi krafa á heimilislækna að stýra umferð inn í allt og ekkert í kerfinu. Líka ýmsa félagslega þjónustu, fjárstuðning og svo þarf oft að endurnýja þessar beiðnir aftur og aftur reglulega. Við erum að eyða þeirra tíma í gríðarlega skriffinnsku,“ segir Steinunn. „Eins og ég held að mjög margir hafi fundið á eigin skinni er mjög erfitt að komast að hjá heimilislækni með raunveruleg vandamál. Heimilislæknar eiga að sinna forvörnum og heilsueflingu, þeir eiga að sinna eftirfylgd langvinna sjúkdóma, þeir eiga að grípa fólk og eiga að þekkja sinn hóp. Ef þetta er allt í lagi og eins og það á að vera er auðvitað mikill sparnaður í því að þeir geti sinnt forvörnum og öðru slíku.“ Hluta má á viðtalið við Steinunni í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Löng bið eftir lækni og dæmi um að fólk fái ekki tíma Dæmi eru um að ekki sé hægt að bóka tíma hjá lækni á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir skort á fagfólki hjá stofnuninni og mikið álag. 8. janúar 2024 20:01 Aðeins helmingur íbúa með fastan heimilislækni þvert gegn stefnu stjórnvalda Þrátt fyrir að heilbrigðisyfirvöld stefni að því að landsmenn séu með fastan skráðan heimilislækni á það aðeins við um helming íbúa á höfuðborgarasvæðinu. Ástæðan er skortur á heimilislæknum að sögn formanns félags þeirra. Það hafi áhrif á aðgengi og gæði þjónustunnar. Heilsugæslan sé í raun verr stödd en Landspítalinn. 8. janúar 2024 13:58 Læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun Skráðum samskiptum heimilislækna við sjúklinga hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og fleiri læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun. Þetta kom fram í erindi forstjóra Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu á læknaráðstefnu sem nú fer fram í Hörpu. Hann tengir þetta ástand við aukin rafræn samskipti. 18. janúar 2023 10:16 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Löng bið eftir lækni og dæmi um að fólk fái ekki tíma Dæmi eru um að ekki sé hægt að bóka tíma hjá lækni á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir skort á fagfólki hjá stofnuninni og mikið álag. 8. janúar 2024 20:01
Aðeins helmingur íbúa með fastan heimilislækni þvert gegn stefnu stjórnvalda Þrátt fyrir að heilbrigðisyfirvöld stefni að því að landsmenn séu með fastan skráðan heimilislækni á það aðeins við um helming íbúa á höfuðborgarasvæðinu. Ástæðan er skortur á heimilislæknum að sögn formanns félags þeirra. Það hafi áhrif á aðgengi og gæði þjónustunnar. Heilsugæslan sé í raun verr stödd en Landspítalinn. 8. janúar 2024 13:58
Læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun Skráðum samskiptum heimilislækna við sjúklinga hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og fleiri læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun. Þetta kom fram í erindi forstjóra Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu á læknaráðstefnu sem nú fer fram í Hörpu. Hann tengir þetta ástand við aukin rafræn samskipti. 18. janúar 2023 10:16