Åge Hareide með nýjan samning: „Við ætlum okkur á EM í Þýskalandi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2024 09:25 Age Hareide Vísir/Vilhelm Åge Hareide verður áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta en Knattspyrnusamband Íslands hefur framlengt samning sinn við Norðmanninn. Nýji samningurinn gildir út árið 2025 og í honum eru bæði uppsagnarákvæði og framlengingarákvæði. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Uppsagnarákvæði er við lok Þjóðadeildarinnar 2024. Samningurinn framlengist sjálfkrafa ef Ísland er í umspili um sæti í lokakeppni HM 2026 og framlengist einnig sjálfkrafa ef Ísland kemst í lokakeppni HM 2026. Hareide tók við þjálfun A landsliðs karla í apríl á síðasta ári og stýrði liðinu í átta leikjum í undankeppni EM það ár og í tveimur vináttuleikjum í janúar á þessu ári. KSÍ hefur samið við Norðmanninn Åge Hareide um framlengingu á samningi hans sem þjálfari A landsliðs karla. https://t.co/C6lWrQsxb5— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 19, 2024 Framundan eru umspilsleikir í mars um sæti í lokakeppni EM 2024 þar sem Ísland mætir Ísrael, og sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir annað hvort Bosníu-Hersegóvínu eða Úkraínu. „Ég hef virkilega notið þess að þjálfa Ísland þetta tæpa ár sem ég hef verið með liðið og ég hlakka til komandi verkefna. Þó liðið sé í ákveðnum uppbyggingarfasa þá er líka mikilvægt að ná úrslitum, og akkúrat núna er öll okkar áhersla og allur okkar fókus á umspilsleikinn við Ísrael í mars," sagði Åge Hareide, í frétt á heimasíðu KSÍ. „Við ætlum okkur á EM í Þýskalandi. Ég hef mikla trú á liðinu og leikmönnunum, þetta er hæfileikaríkur og metnaðarfullur hópur, starfsfólk og umgjörð liðsins er fyrsta flokks, og við getum náð árangri með samstöðu og góðu skipulagi," sagði Åge Hareide. „Við erum mjög ánægð með að hafa framlengt samninginn við Åge Hareide og höfum mikla trú á honum og hans starfi. Það er verðugt verkefni fyrir hvaða þjálfara sem er að sameina það tvennt að halda áfram uppbyggingu nýs liðs og á sama tíma að ná árangri á vellinum, og við erum sannfærð um að Åge sé rétti þjálfarinn í það verkefni, með alla sína reynslu og þekkingu á landsliðsfótbolta," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, í sömu frétt. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Nýji samningurinn gildir út árið 2025 og í honum eru bæði uppsagnarákvæði og framlengingarákvæði. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Uppsagnarákvæði er við lok Þjóðadeildarinnar 2024. Samningurinn framlengist sjálfkrafa ef Ísland er í umspili um sæti í lokakeppni HM 2026 og framlengist einnig sjálfkrafa ef Ísland kemst í lokakeppni HM 2026. Hareide tók við þjálfun A landsliðs karla í apríl á síðasta ári og stýrði liðinu í átta leikjum í undankeppni EM það ár og í tveimur vináttuleikjum í janúar á þessu ári. KSÍ hefur samið við Norðmanninn Åge Hareide um framlengingu á samningi hans sem þjálfari A landsliðs karla. https://t.co/C6lWrQsxb5— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 19, 2024 Framundan eru umspilsleikir í mars um sæti í lokakeppni EM 2024 þar sem Ísland mætir Ísrael, og sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir annað hvort Bosníu-Hersegóvínu eða Úkraínu. „Ég hef virkilega notið þess að þjálfa Ísland þetta tæpa ár sem ég hef verið með liðið og ég hlakka til komandi verkefna. Þó liðið sé í ákveðnum uppbyggingarfasa þá er líka mikilvægt að ná úrslitum, og akkúrat núna er öll okkar áhersla og allur okkar fókus á umspilsleikinn við Ísrael í mars," sagði Åge Hareide, í frétt á heimasíðu KSÍ. „Við ætlum okkur á EM í Þýskalandi. Ég hef mikla trú á liðinu og leikmönnunum, þetta er hæfileikaríkur og metnaðarfullur hópur, starfsfólk og umgjörð liðsins er fyrsta flokks, og við getum náð árangri með samstöðu og góðu skipulagi," sagði Åge Hareide. „Við erum mjög ánægð með að hafa framlengt samninginn við Åge Hareide og höfum mikla trú á honum og hans starfi. Það er verðugt verkefni fyrir hvaða þjálfara sem er að sameina það tvennt að halda áfram uppbyggingu nýs liðs og á sama tíma að ná árangri á vellinum, og við erum sannfærð um að Åge sé rétti þjálfarinn í það verkefni, með alla sína reynslu og þekkingu á landsliðsfótbolta," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, í sömu frétt.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira