Neituðu að fara út í kuldann Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. janúar 2024 13:18 Ragnar Erling Hermannsson hefur verið virkur í að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Vísir/Steingrímur Dúi Hópur heimilislausra manna fór í setuverkfalli í gistiskýlinu á Granda í morgun. Þeir mótmæltu því að skýlinu sé lokað klukkan tíu í frosthörku þegar flestir liggi í flensu. Formaður Velferðarráðs hjá Reykjavíkurborg segir aðstöðu í skýlinu ekki fullnægjandi á daginn. Neyðaropnun hafi verið virkjuð og boðið upp á úrræði og þjónustu í Samhjálp yfir daginn. Með setuverkfallinu mótmælti hópurinn því að þurfa að fara út í kuldann en gistiskýlinu er lokað klukkan tíu á morgnanna. Ragnar Erling Hermannsson er einn þeirra tíu sem sátu í anddyri skýlisins á Granda. „Við gerum þetta vegna þess að hérna eru miklar flensur og pestir ofan á morfínveikina og annað. Þegar menn þurfa að fara út úr húsi þá ná þeir ekki heilsu. Það er bara málið,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Í færslu á Facebook segir Ragnar að hópnum hafi verið vísað út úr gistiskýlinu á Granda eftir nokkurra klukkutíma setu. Þar segist hann kominn í bann í gistiskýlinu eftir athæfið. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi er formaður velferðarráðs borgarinnar.Aðsend Þjónusta í Samhjálp Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að síðasta haust hafi ákvörðun verið tekin um að virkja neyðaropnun í desember, janúar og febrúar. „Og sömdum við Samhjálp sem rekur kaffistofuna um að hafa opið og bjóða upp á dægradvöl yfir daginn. Höfum líka lagt á það áherslu að ef einhver þarf stuðning eða aðstoð við að komast á staðinn þá sé þeim hjálpað á staðinn.“ Þar sé fjölbreyttari aðstoð þó úrræðið sé ekki ásættanlegt til lengri tíma. Ragnar segir aðstöðuna í Samhjálp ekki duga þegar menn séu með flensu. Vilja fjölga búsetukostum Heiða segir aðstöðuna í gistiskýlinu eingöngu til gistingar. Það sé ekki heimili eða aðstaða á daginn. Reykjavíkurborg leggi áherslu á að fjölga búsetukostum. „Þar sem þú færð eigið húsnæði til lengri tíma og getur litið á það sem þitt heimili. Það er auðvitað stærsta og mesta áherslan okkar sem tekin er í samráði við heimilislaust fólk,“ sagði Heiða. Borgin hafi prufað að hafa opið í gistiskýlum yfir daginn síðasta vetur sem hafi ekki komið nægilega vel út. Aðstaðan sé ekki fullnægjandi. „Til lengri tíma litið þá þurfum við að hafa eitthvað dagúrræði og virkniúrræði. Jafnvel væri frábært ef einhver væri til í að bjóða fólki vinnu jafnvel þó það eigi hvergi heima.“ Uppfært klukkan 14:43: Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæði segir ekki rétt hjá Ragnari að lögregla hafi vísað hópnum út, eins og haft var eftir Ragnari í upphaflegri útgáfu fréttarinnar. Unnar Már segir að lögreglan hafi mætt á svæðið en málið leyst á staðnum. Málefni heimilislausra Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira
Með setuverkfallinu mótmælti hópurinn því að þurfa að fara út í kuldann en gistiskýlinu er lokað klukkan tíu á morgnanna. Ragnar Erling Hermannsson er einn þeirra tíu sem sátu í anddyri skýlisins á Granda. „Við gerum þetta vegna þess að hérna eru miklar flensur og pestir ofan á morfínveikina og annað. Þegar menn þurfa að fara út úr húsi þá ná þeir ekki heilsu. Það er bara málið,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Í færslu á Facebook segir Ragnar að hópnum hafi verið vísað út úr gistiskýlinu á Granda eftir nokkurra klukkutíma setu. Þar segist hann kominn í bann í gistiskýlinu eftir athæfið. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi er formaður velferðarráðs borgarinnar.Aðsend Þjónusta í Samhjálp Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að síðasta haust hafi ákvörðun verið tekin um að virkja neyðaropnun í desember, janúar og febrúar. „Og sömdum við Samhjálp sem rekur kaffistofuna um að hafa opið og bjóða upp á dægradvöl yfir daginn. Höfum líka lagt á það áherslu að ef einhver þarf stuðning eða aðstoð við að komast á staðinn þá sé þeim hjálpað á staðinn.“ Þar sé fjölbreyttari aðstoð þó úrræðið sé ekki ásættanlegt til lengri tíma. Ragnar segir aðstöðuna í Samhjálp ekki duga þegar menn séu með flensu. Vilja fjölga búsetukostum Heiða segir aðstöðuna í gistiskýlinu eingöngu til gistingar. Það sé ekki heimili eða aðstaða á daginn. Reykjavíkurborg leggi áherslu á að fjölga búsetukostum. „Þar sem þú færð eigið húsnæði til lengri tíma og getur litið á það sem þitt heimili. Það er auðvitað stærsta og mesta áherslan okkar sem tekin er í samráði við heimilislaust fólk,“ sagði Heiða. Borgin hafi prufað að hafa opið í gistiskýlum yfir daginn síðasta vetur sem hafi ekki komið nægilega vel út. Aðstaðan sé ekki fullnægjandi. „Til lengri tíma litið þá þurfum við að hafa eitthvað dagúrræði og virkniúrræði. Jafnvel væri frábært ef einhver væri til í að bjóða fólki vinnu jafnvel þó það eigi hvergi heima.“ Uppfært klukkan 14:43: Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæði segir ekki rétt hjá Ragnari að lögregla hafi vísað hópnum út, eins og haft var eftir Ragnari í upphaflegri útgáfu fréttarinnar. Unnar Már segir að lögreglan hafi mætt á svæðið en málið leyst á staðnum.
Málefni heimilislausra Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira