Dagbjört hafnar því að hafa orðið manninum að bana Jón Þór Stefánsson skrifar 19. janúar 2024 13:39 Arnar Kormákur Friðriksson, verjandi Dagbjartar, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Jón Þór Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir, sem er ákærð fyrir að bana tæplega sextugum karlmanni á heimili sínu í Bátavogi í Reykjavík í september í fyrra, neitar sök í málinu. Þetta tilkynnti hún í gegnum fjarfundabúnað við þingsetningu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp, en hún greindi frá afstöðu sinni til sakarefnanna þaðan. „Ég hafna þessu. Ég neita sök,“ sagði Dagbjört. Arnar Kormákur Friðriksson, verjandi hennar, sagði að Dagbjört hefði ekki áhuga á að framkvæmt yrði geðmat á sér sem yrði notað til að meta sakhæfi hennar. Búið væri að gera eitt slíkt mat og taldi hún ekki að breytt niðurstaða myndi koma úr nýju mati. Kolbrún Benediktssdóttir varahéraðssaksóknari vísaði til gagna málsins og sagði þau ekki benda til þess að Dagbjört hefði verið með ranghugmyndir þegar atburðir málsins áttu sér stað. Hins vegar væri tilefni til að skoða sakhæfi hennar betur. Til að mynda var vísað til þess að Dagbjört hafi talað um að hinn látni hafi eignað sér byssu sem var notuð við morðið á Olaf Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, sem var myrtur árið 1986. Það benti til einhvers konar ranghugmynda. Málið verður næst tekið fyrir mánudaginn 29. janúar. Dabjörtu er gefið að sök að hafa laugardaginn 23. september manninum að bana og beita hann margþættu ofbeldi í aðdraganda andlátsins. Það ofbeldi á að hafa staðið yfir í tvo daga. Áður hefur komið fram að Dagbjört hafi sagst lítið muna eftir atburðunum, en hún muni þó eftir átökum milli sín og mannsins. Hún hefur viljað meina að maðurinn hafi verið með sjálfsskaðahugmyndir, og látið illa á heimilinu og haft í hótunum við hana Óhugnanlegar lýsingar Dagbjört, sem er á 43 aldursári, er sögð hafa sparkað í manninn, beitt þrýstingi á andlit hans, klof, bol, handleggi og fótleggi. Þá á hún að hafa tekið manninn föstu hálstaki og snúið upp á fingur hans. Í ákæru segir að áverkar mannsins hafi verið margvíslegir um allan líkama, og að hann hafi látist vegna þeirra. Tveir aðstandendur mannsins krefja Dagbjörtu hvort sig um átta milljónir króna í miskabætur. Við þingfestingu málsins í dag hafnaði Dagbjört einnig því að hún bæri bótaskyldu. Meðal gagna í málinu eru myndbönd og hljóðupptökur frá 22. og 23. september, tekin á síma hins látna og Dagbjartar. Myndefnið er sagt vera um tvær og hálf klukkustund að lengd. „Á myndböndunum má sjá og heyra kærðu valda brotaþola ítrekuðum líkamsmeiðingum,“ segir í úrskurðinum. Þá hefur komið fram að nágrannar Dagbjartar hafi heyrt læti og öskur úr húsinu dagana á undan. Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Áfram í gæsluvarðhaldi: Kryfja smáhund sem fannst í frysti Kona á fimmtugsaldri, sem grunuð er um að hafa orðið karlmanni að bana í íbúð í Bátavogi í Reykjavík, mun sæta gæsluvarðhaldi til 7. desember næstkomandi. Rannsókn lögreglu krefst þess að smáhundur sem fannst dauður í frysti á vettvangi verði krufinn. 17. nóvember 2023 12:16 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Þetta tilkynnti hún í gegnum fjarfundabúnað við þingsetningu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp, en hún greindi frá afstöðu sinni til sakarefnanna þaðan. „Ég hafna þessu. Ég neita sök,“ sagði Dagbjört. Arnar Kormákur Friðriksson, verjandi hennar, sagði að Dagbjört hefði ekki áhuga á að framkvæmt yrði geðmat á sér sem yrði notað til að meta sakhæfi hennar. Búið væri að gera eitt slíkt mat og taldi hún ekki að breytt niðurstaða myndi koma úr nýju mati. Kolbrún Benediktssdóttir varahéraðssaksóknari vísaði til gagna málsins og sagði þau ekki benda til þess að Dagbjört hefði verið með ranghugmyndir þegar atburðir málsins áttu sér stað. Hins vegar væri tilefni til að skoða sakhæfi hennar betur. Til að mynda var vísað til þess að Dagbjört hafi talað um að hinn látni hafi eignað sér byssu sem var notuð við morðið á Olaf Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, sem var myrtur árið 1986. Það benti til einhvers konar ranghugmynda. Málið verður næst tekið fyrir mánudaginn 29. janúar. Dabjörtu er gefið að sök að hafa laugardaginn 23. september manninum að bana og beita hann margþættu ofbeldi í aðdraganda andlátsins. Það ofbeldi á að hafa staðið yfir í tvo daga. Áður hefur komið fram að Dagbjört hafi sagst lítið muna eftir atburðunum, en hún muni þó eftir átökum milli sín og mannsins. Hún hefur viljað meina að maðurinn hafi verið með sjálfsskaðahugmyndir, og látið illa á heimilinu og haft í hótunum við hana Óhugnanlegar lýsingar Dagbjört, sem er á 43 aldursári, er sögð hafa sparkað í manninn, beitt þrýstingi á andlit hans, klof, bol, handleggi og fótleggi. Þá á hún að hafa tekið manninn föstu hálstaki og snúið upp á fingur hans. Í ákæru segir að áverkar mannsins hafi verið margvíslegir um allan líkama, og að hann hafi látist vegna þeirra. Tveir aðstandendur mannsins krefja Dagbjörtu hvort sig um átta milljónir króna í miskabætur. Við þingfestingu málsins í dag hafnaði Dagbjört einnig því að hún bæri bótaskyldu. Meðal gagna í málinu eru myndbönd og hljóðupptökur frá 22. og 23. september, tekin á síma hins látna og Dagbjartar. Myndefnið er sagt vera um tvær og hálf klukkustund að lengd. „Á myndböndunum má sjá og heyra kærðu valda brotaþola ítrekuðum líkamsmeiðingum,“ segir í úrskurðinum. Þá hefur komið fram að nágrannar Dagbjartar hafi heyrt læti og öskur úr húsinu dagana á undan.
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Áfram í gæsluvarðhaldi: Kryfja smáhund sem fannst í frysti Kona á fimmtugsaldri, sem grunuð er um að hafa orðið karlmanni að bana í íbúð í Bátavogi í Reykjavík, mun sæta gæsluvarðhaldi til 7. desember næstkomandi. Rannsókn lögreglu krefst þess að smáhundur sem fannst dauður í frysti á vettvangi verði krufinn. 17. nóvember 2023 12:16 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Áfram í gæsluvarðhaldi: Kryfja smáhund sem fannst í frysti Kona á fimmtugsaldri, sem grunuð er um að hafa orðið karlmanni að bana í íbúð í Bátavogi í Reykjavík, mun sæta gæsluvarðhaldi til 7. desember næstkomandi. Rannsókn lögreglu krefst þess að smáhundur sem fannst dauður í frysti á vettvangi verði krufinn. 17. nóvember 2023 12:16