Erlent

Alec Baldwin aftur á­kærður fyrir mann­dráp af gá­leysi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Alec Baldwin viðurkenndi að hafa dregið aftur hamarinn á skammbyssunni, en að hann hafi ekki tekið í gikkinn þegar skotinu var hleypt af.
Alec Baldwin viðurkenndi að hafa dregið aftur hamarinn á skammbyssunni, en að hann hafi ekki tekið í gikkinn þegar skotinu var hleypt af. EPA

Leikarinn Alec Baldwin hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi í annað sinn vegna voðaskots sem reið af á tökustað kvikmyndarinnar Rust.

Ákæran var lögð fram í Santa Fe í Nýju-Mexíkó í dag vegna andláts framleiðandans sem Halynu Hutchins sem lét lífið í október 2021 eftir að voðaskot reið af úr byssu sem Baldwin taldi að væri óhlaðin.

Lögfræðingar leikarans svöruðu ákærunni svo „Við hlökkum til okkar dags í réttarsalnum.“

Það er tæplega ár liðið frá því Baldwin var ákærður fyrir sama glæp en í apríl vísuðu saksóknarar ákærunni frá eftir að það kom í ljós að búið var að eiga við byssuna áður en skotið var úr henni.

Eftir að byssan var rannsökuð aftur fyrir nokkrum mánuðum hafa saksóknararnir greinilega ákveðið að ákæra Baldwin að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×