Felldu háttsettan byltingarvörð í loftárás í Damaskus Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2024 10:03 Ísrelsk herþota yfir Gasaströndinni. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. AP/Leo Correa Ísraelar gerðu í morgun loftárás á Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og eru þeir sagðir hafa fellt minnst einn háttsettan meðlim byltingarvarða íranska hersins. Ísraelar gera reglulega árásir í Sýrlandi, sem beinast iðulega gegn Írönum þar, en árásir að degi til eru sjaldgæfar. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyrir eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Þeir hafa lengi verið með viðveru í Sýrlandi og hafa þar stutt Bashar al-Assad, forseta, gegn uppreisnarmönnum. Hersveitir þessar flytja þar að auki vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd, eins og Hesbollah í Líbanon og Sýrlandi, Húta í Jemen og aðra hópa í Írak. Large explosion reported in Damascus, Syria. https://t.co/KF9UNvyDxx— Faytuks News (@Faytuks) January 20, 2024 Aukinn kraftur hefur þó verið settur í árásir Ísraela í Sýrlandi og í Líbanon á undanförnum vikum og hafa þær verið banvænari en áður. Sjá einnig: Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Myndefni frá Damaskus sýnir að íbúðarhús virðist hafa hrunið í árásinni. Heimildarmaður Reuters í Damascus segir umrætt hús hafa verið notað af írönskum hernaðarráðgjöfum í Sýrlandi. AFP fréttaveitan vísar í íranska miðla, sem segja tvo meðlimi Byltingarvarðanna hafa fallið í árásinni. Syrian Observatory for Human Rights, samtök sem vakta árásir í Sýrlandi, segja fimm hafa fallið í árásinni. Leiðtogar samtaka sem tengjast Íran hafi verið á fundi í húsinu. Íranskir miðlar segja leiðtoga íraksks vígahóps einnig hafa verið í húsinu. Fregnir hafa einnig borist af særðu fólki. Mikil spenna Mikil spenna er í Mið-Austurlöndum þessa dagana og hefur sprengjum verið varpað víða. Frá því Ísraelar hófu mannskæðan hernað sinn á Gasaströndinni hafa ráðamenn víðsvegar um heiminn haft áhyggjur af því að átökin dreifist um Mið-Austurlönd og þar hefur helsta hættan verið á átökum milli Ísraela og Hesbollah. Sveitir tengdar Íran hafa einnig gert árásir á bandaríska hermenn í Írak og í Sýrlandi og hefur þeim árásum verið svarað með loftárásum Bandaríkjamanna á Írana í Sýrlandi. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hafa einnig gert árásir á uppreisnarmenn Húta í Jemen, vegna eldflauga- og drónaárása þeirra á fraktskip á Rauðahafi og annarsstaðar undan ströndum Jemen. Íranar skutu einnig nýverið eldflaugum að Írak og Pakistan en þeir síðastnefndu svöruðu með eigin skothríð á Íran. Sýrland Ísrael Íran Írak Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Engan bilbug á Hútum að finna þrátt fyrir árásir Bandaríkjanna Bandaríski herinn hélt árásum sínum á Húta í Jemen áfram í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir árásirnar, sem nú eru orðnar fimm á einni viku, ekki hafa borið tilætlaðan árangur. 19. janúar 2024 08:03 Gerðu árásir á Húta í fjórða sinn á viku Bandaríkjamenn gerðu í nótt árásir á Húta í Jemen. Það var í fjórða sinn á viku sem eldflaugum er skotið að uppreisnarmönnunum, sem hafa verið að gera árásir á fraktskip á Rauðahafi og Adeanflóa. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að yfirvöld í Bandaríkjunum skilgreindu Húta sem hryðjuverkasamtök á nýjan leik. 18. janúar 2024 09:51 Pakistan svarar fyrir sig Pakistan svaraði eldflaugaárásum, sem Íran gerði á landið í fyrradag, í sömu mynt í gærkvöldi. Að sögn pakistanskra yfirvalda var spjótunum beint að hryðjuverkahópum, sem lægju í felum í héraðinu Sistan-o-Balochistan sem á landamæri að Pakistan. 18. janúar 2024 06:27 Tvö börn sögð hafa látið lífið í árás Íran á Pakistan Pakistanar segja að tvö börn hafi látið lífið og að þrír séu særðir eftir að Íranir gerðu loftárásir innan landamæra nágrannaríkisins í gær. 17. janúar 2024 06:55 Fordæma „gáleysislega og ónákvæma árás“ í Erbil Bandaríkin hafa fordæmt loftárás Íran nærri írösku borginni Erbil í gær og segja hana „gáleysislegarog ónákvæma árás.“ 16. janúar 2024 07:41 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyrir eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Þeir hafa lengi verið með viðveru í Sýrlandi og hafa þar stutt Bashar al-Assad, forseta, gegn uppreisnarmönnum. Hersveitir þessar flytja þar að auki vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd, eins og Hesbollah í Líbanon og Sýrlandi, Húta í Jemen og aðra hópa í Írak. Large explosion reported in Damascus, Syria. https://t.co/KF9UNvyDxx— Faytuks News (@Faytuks) January 20, 2024 Aukinn kraftur hefur þó verið settur í árásir Ísraela í Sýrlandi og í Líbanon á undanförnum vikum og hafa þær verið banvænari en áður. Sjá einnig: Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Myndefni frá Damaskus sýnir að íbúðarhús virðist hafa hrunið í árásinni. Heimildarmaður Reuters í Damascus segir umrætt hús hafa verið notað af írönskum hernaðarráðgjöfum í Sýrlandi. AFP fréttaveitan vísar í íranska miðla, sem segja tvo meðlimi Byltingarvarðanna hafa fallið í árásinni. Syrian Observatory for Human Rights, samtök sem vakta árásir í Sýrlandi, segja fimm hafa fallið í árásinni. Leiðtogar samtaka sem tengjast Íran hafi verið á fundi í húsinu. Íranskir miðlar segja leiðtoga íraksks vígahóps einnig hafa verið í húsinu. Fregnir hafa einnig borist af særðu fólki. Mikil spenna Mikil spenna er í Mið-Austurlöndum þessa dagana og hefur sprengjum verið varpað víða. Frá því Ísraelar hófu mannskæðan hernað sinn á Gasaströndinni hafa ráðamenn víðsvegar um heiminn haft áhyggjur af því að átökin dreifist um Mið-Austurlönd og þar hefur helsta hættan verið á átökum milli Ísraela og Hesbollah. Sveitir tengdar Íran hafa einnig gert árásir á bandaríska hermenn í Írak og í Sýrlandi og hefur þeim árásum verið svarað með loftárásum Bandaríkjamanna á Írana í Sýrlandi. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hafa einnig gert árásir á uppreisnarmenn Húta í Jemen, vegna eldflauga- og drónaárása þeirra á fraktskip á Rauðahafi og annarsstaðar undan ströndum Jemen. Íranar skutu einnig nýverið eldflaugum að Írak og Pakistan en þeir síðastnefndu svöruðu með eigin skothríð á Íran.
Sýrland Ísrael Íran Írak Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Engan bilbug á Hútum að finna þrátt fyrir árásir Bandaríkjanna Bandaríski herinn hélt árásum sínum á Húta í Jemen áfram í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir árásirnar, sem nú eru orðnar fimm á einni viku, ekki hafa borið tilætlaðan árangur. 19. janúar 2024 08:03 Gerðu árásir á Húta í fjórða sinn á viku Bandaríkjamenn gerðu í nótt árásir á Húta í Jemen. Það var í fjórða sinn á viku sem eldflaugum er skotið að uppreisnarmönnunum, sem hafa verið að gera árásir á fraktskip á Rauðahafi og Adeanflóa. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að yfirvöld í Bandaríkjunum skilgreindu Húta sem hryðjuverkasamtök á nýjan leik. 18. janúar 2024 09:51 Pakistan svarar fyrir sig Pakistan svaraði eldflaugaárásum, sem Íran gerði á landið í fyrradag, í sömu mynt í gærkvöldi. Að sögn pakistanskra yfirvalda var spjótunum beint að hryðjuverkahópum, sem lægju í felum í héraðinu Sistan-o-Balochistan sem á landamæri að Pakistan. 18. janúar 2024 06:27 Tvö börn sögð hafa látið lífið í árás Íran á Pakistan Pakistanar segja að tvö börn hafi látið lífið og að þrír séu særðir eftir að Íranir gerðu loftárásir innan landamæra nágrannaríkisins í gær. 17. janúar 2024 06:55 Fordæma „gáleysislega og ónákvæma árás“ í Erbil Bandaríkin hafa fordæmt loftárás Íran nærri írösku borginni Erbil í gær og segja hana „gáleysislegarog ónákvæma árás.“ 16. janúar 2024 07:41 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Engan bilbug á Hútum að finna þrátt fyrir árásir Bandaríkjanna Bandaríski herinn hélt árásum sínum á Húta í Jemen áfram í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir árásirnar, sem nú eru orðnar fimm á einni viku, ekki hafa borið tilætlaðan árangur. 19. janúar 2024 08:03
Gerðu árásir á Húta í fjórða sinn á viku Bandaríkjamenn gerðu í nótt árásir á Húta í Jemen. Það var í fjórða sinn á viku sem eldflaugum er skotið að uppreisnarmönnunum, sem hafa verið að gera árásir á fraktskip á Rauðahafi og Adeanflóa. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að yfirvöld í Bandaríkjunum skilgreindu Húta sem hryðjuverkasamtök á nýjan leik. 18. janúar 2024 09:51
Pakistan svarar fyrir sig Pakistan svaraði eldflaugaárásum, sem Íran gerði á landið í fyrradag, í sömu mynt í gærkvöldi. Að sögn pakistanskra yfirvalda var spjótunum beint að hryðjuverkahópum, sem lægju í felum í héraðinu Sistan-o-Balochistan sem á landamæri að Pakistan. 18. janúar 2024 06:27
Tvö börn sögð hafa látið lífið í árás Íran á Pakistan Pakistanar segja að tvö börn hafi látið lífið og að þrír séu særðir eftir að Íranir gerðu loftárásir innan landamæra nágrannaríkisins í gær. 17. janúar 2024 06:55
Fordæma „gáleysislega og ónákvæma árás“ í Erbil Bandaríkin hafa fordæmt loftárás Íran nærri írösku borginni Erbil í gær og segja hana „gáleysislegarog ónákvæma árás.“ 16. janúar 2024 07:41